Dómkirkjan

 

Messur kl. 11 og 20 sunnudaginn 15. mars

Sunnudaginn 15. mars er messa kl. 11 séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Gídeon félaginu koma og kynna starfið og lesa ritningarlestrana. Dómkórinn og organisti er Judith Thorbergsson Tobin. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.
Æðruleysismessa kl. 20:00
Verið velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 13/3 2015

Það verður ekki farið í fermingarferðalagið í Vatnaskóg á morgun vegna veðursútlits.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/3 2015

Í dag fimmtudag fáum við góðan gest í Opna Húsið, en það er Borghildur Fenger fyrrverandi formaður Hringsins. Verið velkomin, kaffi, kökur og gott samfélag. Opna húsið er frá 13:30-15:30 í Safnaðarheimilinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/3 2015

Samtal um trú í kvöld, miðvikudagskvöld í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar kl. 18- 20.30. Að þessu sinni innleiðir Karl biskup samtal um krossinn og upprisuna. Allir hjartanlega velkomnir til að njóta góðrar samveru og gefandi samtals. Létt máltíð og kaffi.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/3 2015

Kæru foreldrar/forráðamenn femingarbarna Því miður verðum við að fella niður Ungdóm í Kvöld vegna veðurs og því verður ekki Laser tag þennan þriðjudag. En ekki örvænta því við förum í Laser tag næsta þriðjudag 17.mars klukkan 19:30 endilega látið það berast áfram

Laufey Böðvarsdóttir, 10/3 2015

Minni á bæna-og kyrrðarstundina í dag, þriðjudag kl. 12:10, létt máltíð í Safnaðarheimilinu að henni lokinni.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/3 2015

Hátíðarmessa í tilefni af 85 ára afmæli Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar.

photo-10 photo-8 IMG_1484

Laufey Böðvarsdóttir, 9/3 2015

Samtal um trú heldur áfram í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar á miðvikudagskvöldið kemur kl. 18- 20. 30. Að þessu sinni innleiðir Karl biskup samtal um krossinn og upprisuna. Allir hjartanlega velkomnir til að njóta góðrar samveru og gefandi samtals.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/3 2015

Kæru femingarbörn,foreldrar og forráðamenn! Á morgun þriðjudag verður Ungdóm með öðru sniði. Safnaðarheimilið verður lokað og læst en í þess í stað ætlum við að hittast í Laser-tag á Salavegi 2, Kópavogi. Við ætlum að spila tvo leiki og hver og einn borgar fyrir sig 1500 kr. Herleigheitin hefjast kl. 19:30 og standa yfir í rúma klukkustund. Við reiknum með að klára fyrir kl. 21.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/3 2015

Við messu á sunnudaginn, 8. mars, verður þess minnst að nú í ár eru 85 ár liðin frá stofnun Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar. Kirkjunefndarkonur lesa ritningarlestra. Eins og raunin er um kirknakvenfélög um land allt hefur Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar frá upphafi vega sinnt prýði helgidómsins, stutt safnaðarstarf og líknarstarf í söfnuðinum með margvíslegu móti. Séra Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur, predikar, séra Sveinn Valgeirsson og Karl Sigurbjörnsson, biskup þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Dagbjört Andrésdóttir syngur einsöng. Messukaffi, verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/3 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

- 13.00- 14.30 Opna húsið í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu. Yfir vetrarmánuðina.
Tíðasöngur kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...