Dómkirkjan

 

Næsta prjónakvöld verður mánudaginn 23. febrúar kl. 19 og gestur okkar þá verður Davíð Scheving Thorsteinson. Takið kvöldið frá;-)

Laufey Böðvarsdóttir, 2/2 2015

Samtal um trú. Á miðvikudagskvöldum um föstutímann, frá og með 18. febrúar, verður boðið upp á námskeið, Samtal um trú, í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Fjallað verður um grundvallaratriði kristinnar trúar. Samtalið hefst með inngangserindi kl. 18:00 Ekkert námskeiðgjald en boðið er upp á létta máltíð við vægu verði. Í framhaldi af því samræður sem reiknað er með að ljúki um 21:00. Þau sem áhuga hefðu á að taka þátt eru beðin að skrá sig í síma 520-9700 eða senda tölvupóst á laufey@domkirkjan.is

Laufey Böðvarsdóttir, 2/2 2015

Messa kl.11.00 sunnudaginn 1. febrúar. Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Skemmtilegt barnastarf á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigga Jóns. Fyrsta sunnudag í mánuði er föndur í sunnudagaskólanum. Á sunnudaginn verða búnir til fuglar úr pappadiskum. Öll börn velkomin með foreldrum sínum eða öfum og ömmum. Sjáumst kl. 11! Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/1 2015

Geir R. Tómasson, tannlæknir verður gestur okkar í Opna Húsinu á morgun fimmtudag. Opna húsið er frá kl. 13:30-15:30. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/1 2015

Skemmtilegt prjónakvöld í Dómkirkjunni. Pálína Sigurbergsdóttir sýndi okkur fallegt handverk sem hún hefur unnið. Áhugi er á að fá Pálínu til að halda 3 kvölda prjónanámskeið í mars. Góð kvöldstund, yngsti gesturinn 3 ára og sá elsti á tíræðisaldri. Kynslóðirnar saman ;-). Takk Pálína og þið sem komuð.

IMG_1057 IMG_1060 IMG_1066

Laufey Böðvarsdóttir, 26/1 2015

Bæna-og kyrrðarstund á morgun, þriðjudag kl. 12:10. Athugið að þessu sinni verður hún í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Verið velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 26/1 2015

Á morgun, mánudag kl. 19:00 er fyrsta prjónakvöldið á nýju ári. Pálína Sigurbergsdóttir, hannyrðakona kemur og sýnir okkur fallegt handverk, sem hún hefur unnið hér heima og í handavinnuskólanum Skals í Danmörku. Súpa, kaffi og eitthvað sætt með því. Sjáumst í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/1 2015

Kolaportsmessa kl. 14:00 sunnudaginn 25. janúar. Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Ragnheiður Sverrisdóttir þjóna. Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving sjá um tónlistina.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/1 2015

Biblíumaraþonlestur laugardaginn 24. janúar kl. 14:00-15:00.

Messa 25. janúar  kl. 11:00.  Dómkirkjuprestarnir séra Hjálmar Jónsson og séra Sveinn Valgeirsson þjóna. Barn borið til skírnar. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Barnastarf á kirkjuloftinu. Laugardaginn 24. janúar er biblíumaraþonlestur frá kl. 14.00-15:00 í Dómkirkjunni. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/1 2015

Jóhannes Bergsveinsson, geðlæknir verður gestur okkar í Opna húsinu á morgun, fimmtudag kl 13:30-15:30. Jóhannes spjallar við okkur og segir okkur svo lítið frá sjálfum sér og hinum órannsakanlegu vegum Guðs. Opna húsið er frá 13:30-15:30. Kaffi og góð samvera. Hjartanlega velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 19/1 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS