Laufey Böðvarsdóttir, 10/3 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 9/3 2015
Laugardaginn, 14. mars er boðið til kyrrðardags í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar við Vonarstræti. Karl Sigurbjörnsson, biskup, leiðir kyrrðardaginn, fræðir um Bænabandið og hvernig hægt er að nýta það í uppbyggingu trúar og bænalífs, og stýrir íhugun og bæn.
Stuðst er við bækurnar: Martin Lönnebo: Bænabandið, og: Eva Cronsioe og Thomas Ericson: Vegurinn. Byrjað verður með morgunverði 8.30 og lokið um kl. 16. Eftir hádegi verður gengin verður pílagrímaganga, bænaganga um nágrennið, svo mikilvægt er að búa sig í samræmi við það.
Skráning og nánari upplýsingar: laufey@domkirkjan.is.
Kyrrðardagur, retreat, er hvíldardagur, þar sem við færi gefst að leita inn í hina góðu, umvefjandi kyrrð, sem veitir hjartanu hvíld, og styrkjast í trú og bæn.
Laufey Böðvarsdóttir, 3/3 2015
Við messu á sunnudaginn, 8. mars, verður þess minnst að nú í ár eru 85 ár liðin frá stofnun Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar. Kirkjunefndarkonur lesa ritningarlestra. Eins og raunin er um kirknakvenfélög um land allt hefur Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar frá upphafi vega sinnt prýði helgidómsins, stutt safnaðarstarf og líknarstarf í söfnuðinum með margvíslegu móti. Séra Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur, predikar, séra Sveinn Valgeirsson og Karl Sigurbjörnsson, biskup þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Dagbjört Andrésdóttir syngur einsöng. Messukaffi, verið hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 3/3 2015