Laufey Böðvarsdóttir, 22/4 2015
Messa kl.11 sunnudaginn 26. apríl séra Hjálmar Jónsson prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Barn verður borið til skírnar. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Vetrarstarfi Sunnudagsskólans lýkur á sunnudaginn, þannig að nú er um að gera að mæta börnin á kirkjuloftið til Óla Jóns og Sigga Jóns. Aðalfundur safnaðarins er haldinn að lokinni messu í Safnaðarheimilinu, Lækjarg0tu 14a.
Laufey Böðvarsdóttir, 22/4 2015
Síðasta prjónakvöld vetrarins mánudagskvöldið 27. apríl kl. 19:00.
Gestur okkar að þessu sinni verður séra Þórir Stephensen fyrrverandi dómkirkjuprestur, Þórir ætlar að segja okkur gamansögur.
Nokkrar konur standa að prjónakvöldunum mánaðarlega yfir vetrarmánuðina í safnaðarheimilinu. Þetta eru notalegar og skemmtilegar samverustundir, sem styrkja vináttubönd og samfélagið í söfnuðinum. Á þessi kvöld koma ungir sem aldnir, karlar og konur. Konurnar selja súpu, kaffi og sætmeti og gefa það sem safnast til fegrunar Dómkirkjunnar
Laufey Böðvarsdóttir, 21/4 2015
Í kvöld verður síðasta samvera vetrarins og ætlum við að fara í skemmtilega útileiki saman. Við ætlum að hittast í safnaðarheimilinu og stefnum á að fara þaðan saman í hljómskálagarðinn kl. 19:50. Sjáumst!
Mbkv.
Óli Jón og Siggi Jón
Laufey Böðvarsdóttir, 21/4 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 19/4 2015
Nýtt lag við bæn Gísla á Uppsölum „Gef mér kærleik“ verður flutt af Ásbjörgu Jónsdóttur höfundi þess í æðruleysismessu í Dómkirkjunni sunnudaginn 19. apríl kl. 20.00. Fritz Már Jörgenson predikar, Karl V, Matthíasson leiðir messun og Sveinn Valgeirsson fer með bænina. Ástvaldur Traustason spilar undir söng. Þá syngur Ásbjörg einnig önnur lög.
Að venju mun svo einn úr hópii kirkjugest deila með okkur reynslu sinni. Æðruleysismessurnar eru fullar af gleði, von og bjartsýni. Reynslan sýnir að þessar messur eru mjög uppörvandi og gefandi. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Laufey Böðvarsdóttir, 19/4 2015
Messa kl. 11. Heimsókn frá Eyarabakkaprestakalli.
Séra Jón Dalbú Hróbjartsson settur sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli prédikar, séra Sveinn Valgeirsson og séra Anna Sigríður Pálsdóttir þjóna fyrir altari. Kórar Stokkseyrar- og Eyrarbakkasókna syngja undir stjórn Hauks A. Gíslasonar organista. Barnastarfið í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar. kaffi og kleinur í Safnaðarheimilinu að messu lokinni. Æðruleysismessa kl. 20. Fritz Már Jörgensson prédikar. Ástvaldur Traustason leikur á flygilinn.
Laufey Böðvarsdóttir, 16/4 2015
Á morgun, fimmudag verða gestir okkar í Opna húsinu hjónin í Annríki en þau sérhæfa sig í öllu er viðkemur íslenskum þjóðbúningum. .
Ásmundur Kristjánsson er vélvirki og gullsmiður og Guðrún Hildur Rosenkjær er klæðskera- og kjólameistari og sagnfræðinemi.
Sjáumst á morgun, kaffi og vöfflur og skemmtileg samvera.
Opna húsið er frá 13:30-15:30.
Laufey Böðvarsdóttir, 15/4 2015