Ungdóm í kvöld í safnaðarheimilinu, frá 19:30-21:00, farið í Mafíu leik og boðið uppá ítalskar flatbökur.
Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2015
Í hádeginu í dag er kyrrðar og bænastund í Dómkirkjunni. Hún hefst með orgelleik kl. tólf og lýkur um hálf eitt. Að henn lokinni er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu við Lækjargötu. Fyrirbænarefnum má koma til prestanna eða kirkjuvarðar. Mörgum finnst dýrmætt að verja hádegishléinu á þennan hátt, til íhugunar og endurnæringar á líkama og sál. Guð heyrir hverja bæn, sér og skilur allt, því hann hefur verið þar sem þú ert og þekkir tárin þín, áhyggjur, vonbrigði og efa, og kærleika þinn, von og gleði. Veik trú er líka trú, sem Guð blessar.
Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2015
Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í gær, en þá vígði Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti djáknakandídat og tvo guðfræðikandídata.
Hrafnhildur Eyþórsdóttir var vígð djáknavígslu til þjónustu í Laugarnessókn, Hátúni 10 og 12, í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
Cand. theol. Eva Björk Valdimarsdóttir var vígð prestsvígslu til þjónustu í Keflavíkursókn í Kjalarnessprófastsdæmi.
Mag. theol. Jóhanna Gísladóttir var vígð prestsvígslu til þjónustu í Langholtssókn í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
Vígsluvottar: Ásta Ágústsdóttir, djákni í Kópavogskirkju, sr. Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli, sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur í Langholtsprestakalli, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, sem lýsir vígslu, sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarnesprestakalli, sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli. Séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur Dómkirkjunnar, þjónaði fyrir altari.
Laufey Böðvarsdóttir, 21/9 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 19/9 2015
Séra Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti annast vígsluna.
Einn djáknakandídat og tveir guðfræðikandídatar verða vígðir:
Hrafnhildur Eyþórsdóttir verður vígð djáknavígslu til þjónustu í Laugarnessókn, Hátúni 10 og 12, í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
Cand. theol. Eva Björk Valdimarsdóttir verður vígð prestsvígslu til þjónustu í Keflavíkursókn í Kjalarnessprófastsdæmi.
Mag. theol. Jóhanna Gísladóttir verður vígð prestsvígslu til þjónustu í Langholtssókn í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
Vígsluvottar verða:
Ásta Ágústsdóttir, djákni í Kópavogskirkju.
Sr. Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli.
Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur í Langholtsprestakalli.
Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, sem lýsir vígslu.
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarnesprestakalli.
Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli.
Séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur Dómkirkjunnar, þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganista. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jons og Sigurðar Jóns. Allir velkomnir
Laufey Böðvarsdóttir, 19/9 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 16/9 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 15/9 2015
Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14
Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.
Skráning í fermingarfræðslu
Annan mánudag í mánuði kl. 18.00, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar yfir vetrartímann
Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi