Dómkirkjan

 

Ljóðalestur á fimmtudegi. Á morgun fimmtudag mun séra Karl Sigurbjörnsson, biskup lesa ljóð í Opna húsinu. Verið velkomin að njóta ljóða og góðra veitinga kl. 13.30.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/10 2014

16Við messu í Dómkirkjunni sl sunnudag tóku fulltrúar  líffæragjafa og –þega, þátt og færðu þakkir fyrir fyrir þau sem gáfu líf sitt öðrum til lífs og beðið var fyrir þeim og öllum sem standa að líffæragjöfum. Var þetta í tilefni af Líffæragjafadegi, sem haldinn var á laugardaginn, þar sem þetta málefni var kynnt.

Fulltrúi líffæragjafa var Þórunn Guðrún Einarsdóttir, móðursystir Skarphéðins Andra Kristjánssonar, sem lést af afleiðingum bílslyss sl.vetur, 18 ára að aldri.

Hann hafði rætt um það að vilja vera líffæragjafi og einkunnarorð hans allt frá fermingu voru Gullna reglan: „ Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“  Síðasta gjöf hans í þessu lífi var í þeim anda.  Fimm einstaklingar hlutu lífgjöf vegna gjafa hans. Og við þökkum þá visku og þekkingu sem gerir þetta mögulegt á okkar tímum og blessum minningu hans og annarra sem hafa verið öðrum lífgjöf.

Fulltrúi líffæraþega við messuna var Kjartan Birgisson sem er formaður áhugafélags um líffæragjafir, „Annað líf“.

Vitnisburður þessa fólks setur okkur öll andspænis spurningunni: Ef ég vildi þiggja vildi ég þá ekki gefa? Ættum við ekki öll að íhuga þá spurningu í ljósi Gullnu reglunnar? Og láta vilja okkar í ljósi. Og sannarlega snýst þetta um það að við erum öll þiggjendur, við gætum ekki lifað án þess að njóta annarra að í því undursamlega samhengi að gefa og þiggja sem lífið er.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/10 2014

Prjónakvöld í kvöld í safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Hér eru þau hjónin í Annríki, Hildur og Ásmundur ásamt fríðu föruneyti í Grímsnesinu góða. Hildur og Ásmundur verða gestir á prjónakvöldinu í kvöld 27. október. Prjónakvöldið byrjar kl. 19 með súpu og kaffi. Þau hjónin koma með faldbúninga og fleira fallegt til að sýna okkur. Hlökkum til að sjá ykkur í safnaðarheimilinu við Vonarstræti.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 27/10 2014

Óskar í Sunnubúðinni var gestur okkar í Opna húsinu og hafði frá mörgu skemmtilegu að segja eins og bráðskemmtilegri frásögn af ketti prestsins. Þökkum Óskari og ykkur öllum sem mættuð fyrir góðan dag.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/10 2014

Séra Karl Sigurbjörnsson, prédikar og þjónar á sunnudaginn.

Séra Karl Sigurbjörnsson, prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 26. október, Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Um barnastarfið á kirkjuloftinu sjá að þessu sinni þær Kristín Rut og Kristín Sigrún, þar sem Ólafur og Sigurður eru fyrir norðan með fermingarbörnunum. Ritnngarlestrana lesa þau Áslaug Haraldsdóttir og Daníel Steingrímsson. Í tilefni af degi Söngskólans syngja þær Kristbjörg Lára Gunnarsdóttir og María Sól Ingólfsdóttir við messuna. í tilefni af líffæragjafadeginum, fyrsta vetrardag, munu fulltrúar líffæragjafa og –þega bera fram þakkir Guði fyrir þau sem gáfu líf sitt öðrum til lífs og beðið verður fyrir þeim og öllum sem standa að líffæragjöfum. Verið hjartanlega velkomin. Kolaportsmessa kl. 14 í Kaffi Porti. Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/10 2014

Óskar í Sunnubúðinni gestur okkar á morgun.

Á morgun fáum við góðan gest í Opna húsið. Það er hann Óskar Jóhannsson fyrrverandi kaupmaður í Sunnubúðinni. Það kom út bók í fyrra með með æskuminningum hans. Í bókinni sagði hann frá bernsku sinni og uppvexti á Vestfjörðum á kreppuárunum og í Reykjavík á heimsstyrjaldarárunum síðari. Það verður gaman að heyra sögur frá þessum tíma. Verið velkomin, Opna húsið er á morgun, fimmtudag frá 13:30- 15:30.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/10 2014

Séra Karl Sigurbjörnsson, prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 26. október

Séra Karl Sigurbjörnsson, prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 26. október, Dómkórinn og organisti er Kári Þormar.. Ritnngarlestrana lesa þau Áslaug Haraldsdóttir og Daníel Steingrímsson. Í tilefni af degi Söngskólans syngja þær Kristbjörg Lára Gunnarsdóttir og María Sól Ingólfsdóttir við messuna.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 22/10 2014

Ungdóm í kvöld

Í kvöld verður lögð lokahönd á leikritið sem við ætlum að sýna á hæfileikakeppninni á Landsmóti. Það er mjög mikilvægt að öll þau sem hafa fengið hlutverk mæti og vonandi mæta allir sem ætla á mótið líka, svo við getum farið yfir dagskrána og hrist hópinn saman. Allar upplýsingar um hvað skal taka með á mótið eru bæklingnum sem þið fenguð.

Kær kveðja,
Óli Jón og Siggi Jón

Laufey Böðvarsdóttir, 21/10 2014

Minni á bæna-og kyrrðarstundina á morgun kl. 12:10. Létt máltíð í safnaðarheimilinu að henni lokinni. Notaleg stund og góð samvera í hádeginu. Hjartanlega velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 20/10 2014

Fegðarnir Magnús Geir Kjartansson og Kjartan Magnússon lásu ritningarlestrana í messu í gær. Hér eru þeir ásamt séra Karli Sigurbjörnssyni, biskup og Oddnýju Kjartansdóttur.

IMG_2202

Laufey Böðvarsdóttir, 20/10 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

- 13.00- 14.30 Opna húsið í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu. Yfir vetrarmánuðina.
Tíðasöngur kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...