Dómkirkjan

 

Fögnum upprisuhátíð Frelsarans, gleðilega páska.

Fögnum upprisuhátíð Frelsarans, hittumst heil í Dómkirkjunni í dag, páskadag. Hátíðarmessa kl. 8:00. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og Kári Þornar er organisti.
Hátíðarmessa kl. 11. Karl Sigurbjörnsson, biskup, prédikar, Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti.
6. apríl. Annar í páskum. Messa kl. 11. Karl Sigurbjörnsson, biskup, prédikar. Verið hjartanlega velkomin og gleðilega páska.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/4 2015

Þessar fallegu brúðarmeyjar komu alla leið frá Svíðþjóð. Séra Guðrún Karls Helgudóttir gaf foreldra þeirra saman í Dómkirkjunni í dag. Hátíðleg og falleg athöfn.

IMG_1773

Laufey Böðvarsdóttir, 4/4 2015

Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 8:00. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari.Dómkórinn syngur og Kári Þornar er organisti. Hátíðarmessa kl. 11. Karl Sigurbjörnsson, biskup, prédikar, Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti. 6. apríl. Annar í páskum. Messa kl. 11. Karl Sigurbjörnsson, biskup, prédikar. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 4/4 2015

Óskum fermingarbörnum dagsins og fjölskyldum þeirra hjartanlega til hamingju.

IMG_1728IMG_1709IMG_1738

Laufey Böðvarsdóttir, 2/4 2015

Fermingarmessa á skírdag kl.11:00

Fermingarmessa á skírdag kl. 11:00. Fermd verða:
Alexander Þorsteinsson
Gunnar Andri Óskarsson
Katla Kristjánsdóttir
Magnús Geir Kjartansson
Perla Sól Sverrisdóttir
Sólbjörg María Gunnarsdóttir
Sóley Kristín Jónsdóttir
Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og Karl Sigurbjörnsson biskup þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista.
Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/4 2015

Ungdóm í páskafríi.

Kæru fermingarbörn foreldar og forráðamenn

Í dag verður engin Ungdóm-samvera vegna páskafrísins. Hafið það gott um páskana! Við hvetjum ykkur að sækja kirkju með börnum ykkar þessa páska eins og þið sjáið ykkur fært.

Mbkv.
Óli Jón og Siggi Jón

Laufey Böðvarsdóttir, 31/3 2015

Minni á bæna-og kyrrðarstundina í hádeginu í dag, þriðjudag. Ljúft að koma úr amstri hversdagsins í kyrrðina í Dómkirkjunni. Gestakokkur af Túngötunni sér um létta máltíð i Safnaðarheimilinu að bænastund lokinni.

Laufey Böðvarsdóttir, 31/3 2015

Kæru fermingarbörn dagsins, óskum ykkur og fjölskydum ykkar hjartanlega til hamingju.

IMG_1695IMG_1684

Laufey Böðvarsdóttir, 29/3 2015

Fermingarmessa á pálmasunnudag kl.11:00

Fermingarmessa á pálmasunnudag kl. 11:00. Fermd verða:
Díana Rós Del Negro
Frosti Sigurjónsson
Katrín Hersisdóttir
Margrét Rós Vilhjálmsdóttir
Rebekka Sigtryggsdóttir
Steinunn Lárusdóttir
Tinna Martinsdóttir
Theodór Ari Ortiz.
Hjartanlega velkomin.
Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Sunnudagaskólinn verður á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns, sunnudagaskólinn fer síðan í frí fram yfir páska. Hann verður aftur sunnudaginn 12. apríl.

Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/3 2015

Jóhannes Benediktsson talar um Galdra-Loft á morgun fimmtudag.

Á morgun, fimmtudag verður Jóhannes Benediktsson gestur okkar og hann mun fjalla um Galdra-Loft. Opna húsið er frá 13:30-15:30. Fræðandi erindi, góð samvera og gott með kaffinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/3 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

- 13.00- 14.30 Opna húsið í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu. Yfir vetrarmánuðina.
Tíðasöngur kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...