Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í gær, en þá vígði Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti djáknakandídat og tvo guðfræðikandídata.
Hrafnhildur Eyþórsdóttir var vígð djáknavígslu til þjónustu í Laugarnessókn, Hátúni 10 og 12, í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
Cand. theol. Eva Björk Valdimarsdóttir var vígð prestsvígslu til þjónustu í Keflavíkursókn í Kjalarnessprófastsdæmi.
Mag. theol. Jóhanna Gísladóttir var vígð prestsvígslu til þjónustu í Langholtssókn í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
Vígsluvottar: Ásta Ágústsdóttir, djákni í Kópavogskirkju, sr. Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli, sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur í Langholtsprestakalli, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, sem lýsir vígslu, sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarnesprestakalli, sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli. Séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur Dómkirkjunnar, þjónaði fyrir altari.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/9 2015


href=”http://domkirkjan.is/skraarsofn/domkirkjan/2015/09/IMG_3454.jpg”>



Laufey Böðvarsdóttir, 19/9 2015
Séra Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti annast vígsluna.
Einn djáknakandídat og tveir guðfræðikandídatar verða vígðir:
Hrafnhildur Eyþórsdóttir verður vígð djáknavígslu til þjónustu í Laugarnessókn, Hátúni 10 og 12, í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
Cand. theol. Eva Björk Valdimarsdóttir verður vígð prestsvígslu til þjónustu í Keflavíkursókn í Kjalarnessprófastsdæmi.
Mag. theol. Jóhanna Gísladóttir verður vígð prestsvígslu til þjónustu í Langholtssókn í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
Vígsluvottar verða:
Ásta Ágústsdóttir, djákni í Kópavogskirkju.
Sr. Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli.
Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur í Langholtsprestakalli.
Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, sem lýsir vígslu.
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarnesprestakalli.
Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli.
Séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur Dómkirkjunnar, þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganista. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jons og Sigurðar Jóns. Allir velkomnir
Laufey Böðvarsdóttir, 19/9 2015
Við messu í Dómkirkjunni nk. sunnudag verður, eins og í öðrum kirkjum landsins, tekið við fjárframlögum til Hjálparstarfs kirkjunnar sem í samstarfi við alþjóðleg hjálparsamtök kirkna veitir neyðaraðstoð vegna stríðsátakanna á Sýrlandi. Áhersla er lögð á vernd og aðstoð til handa konum og börnum sem eru á vergangi í landinu og flóttafólki í nágrannalöndunum.
Laufey Böðvarsdóttir, 11/9 2015
10. september er tileinkaður forvörnum vegna sjálfsvíga víða um heim. Hér á landi er dagurinn einnig helgaður minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.
Minningarstund með hugvekju og tónlist verður í Dómkirkjunni kl. 20 í kvöld. Verið hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 10/9 2015