Dómkirkjan

 

5. sunnudagur eftir páska – Hinn almenni bænadagur

Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 10. maí. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganista.
Vers vikunnar:
„Lofaður sé Guð er hvorki vísaði bæn minni á bug né tók frá mér miskunn sína.“ (Slm 66.20)

Laufey Böðvarsdóttir, 8/5 2015

Brottför i vorferðina kl 10 á morgun, fimmtudag frá Umferðamiðstöðinni.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/5 2015

Nú er sumarið komið yfir sæinn og líflegt í miðbænum

Nú er bara að skella sér í bæinn og koma í 11 messuna.
Vorferðin verður farin á fimmtudaginn til Vestmannaeyja.
Búið er að opna Landeyjarhöfn ;-)
Fararstjóri verður Karl Sigurbjörnsson, biskup. Farið verður frá Reykjavík klukkan 10 stundvíslega svo við náum í Landeyjarhöfn á réttum tíma. Margt áhugavert og skemmtilegt að sjá i Eyjum, endum síðan á kvöldverði í Fákaseli í Ölfusi. Nánari upplýsingar og skráning hjá Laufeyju i síma 898-9703 eða á laufey@domkirkjan.is Skráningu lýkur á morgun, mánudag.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/5 2015

3. maí fjórði sunnudagur eftir páska – Hinn almenni bænadagur

Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 3. maí kl.11. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista.Verið hjartanlega velkomin.
Sunnuudagaskólinn er kominn í sumarfrí, byrjar aftur í haust.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/5 2015

Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir verður gestur okkar í Opna húsinu á morgun, fimmtudag. Opna húsið er frá 13:30. Auður Eir ætlar að tala um séra Bjarna Jónsson sem var dómkirkjuprestur í 41 ár. Séra Bjarni var skemmtilegur maður og það var sagt um Bjarna að hann hefði kimnigáfu á heimsmælikvarða – ekki slæmt það. Gott með kaffinu og góður félagsskapur.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/4 2015

Það var gaman á síðasta prjónakvöldi vetrarins, séra Þórir Stephensen sagði okkur m.a. bráðskemmtilegar prestasögur. Þéttsetinn bekkurinn og góður félagsskapur. Þökkum séra Þóri og ykkur öllum sem komuð fyrir samveruna.

Sr. Þórirhttp://domkirkjan.is/ />CAM02676CAM02681CAM02668CAM02671

CAM02686

11186194_797953360301448_1674774683_nLaufey Böðvarsdóttir, 29/4 2015

Dómkórinn með tónleika í kvöld, 29. apríl kl. 20.00 í Seltjarnarneskirkju

Dómkórinn heldur tónleika í kvöld í Seltjarnarneskirkju. Þeir eru haldnir í kjölfar ferðar kórsins til Lissabon nú í apríl þar sem hann hélt tónleika í São Domingos kirkjunni. Tónleikarnir tókust vel og var sungið fyrir fullri kirkju sem tekur um 600 manns í sæti.
Efnisskráin á tónleikunum í Seltjarnarneskirkju er sú sama og í Lissabon en á henni er margvísleg kirkjutónlist eftir íslensk og erlend tónskáld, gamlar perlur og splunkuný verk.
Miðaverð: 1500 kr.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/4 2015

Ólafur Elíasson leikur á flygilinn í kvöld.

Það er ljúft að njóta Bachs á þriðjudagskvöldum í Dómkirkjunni 20:30-21:00.
Píanóleikarinn Ólafur Elíasson leikur nokkrar af 48 prelódíum og fúgum Bachs á flygilinn í Dómkirkjunni öll þriðjudagskvöld.
Aðgangur ókeypis.
Ólafur var nemandi Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleikara á Íslandi en stundaði framhaldsnám fyrst í París hjá hinum heimsþekkta píanóleikara Vlado Perlemuter og síðar í Englandi, m.a. við konunglega tónlistarháskólann í London (Royal Academy of Music) þar sem hann lauk einleikaraprófi 1994.
Hægt er að hlusta á upptökur með píanóleik Ólafs á Soundcloud:

Laufey Böðvarsdóttir, 28/4 2015

Bæna-og kyrrðarstund í dag, þriðjudag, kl. 12:10-12.30. Súpa í safnaðarheimilinu að henni lokinni.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/4 2015

Séra Þórir Stephensen gestur okkar á prjónakvöldi mánudaginn 27. apríl

Síðasta prjónakvöld vetrarins í kvöld kl. 19:00 í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Séra Þórir Stephensen fyrrverandi dómkirkjuprestur ætlar að segja nokkrar gamansögur.
Nokkrar konur standa að prjónakvöldunum mánaðarlega yfir vetrarmánuðina í safnaðarheimilinu. Þetta eru notalegar og skemmtilegar samverustundir, sem styrkja vináttubönd og samfélagið í söfnuðinum. Á þessi kvöld koma ungir sem aldnir, karlar og konur. Konurnar selja súpu, kaffi og sætmeti og gefa það sem safnast til fegrunar Dómkirkjunnar

Laufey Böðvarsdóttir, 27/4 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS