Dómkirkjan

 

Ljúf messa gær, þar sem spádómskertið var tendrað á fallega aðventukransinum. Aðventukvöldinu var frestað til sunnudagsins 7. desember kl. 20. Á morgun er bæna-og kyrrðarstund í kl. 12:10 -12:30, létt máltíð í safnaðarheimilinu að bænastund lokinni. Fyrirbænir má hringja inn í síma 520-9700. Það er gott að taka sér stund í hádeginu í kirkjunni, úr amstri hversdagsins í kyrrðina. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/12 2014

Aðventukvöldi Dómkirkjunnar er frestað um viku, það verður sunnudaginn 7. desember kl. 20:00. Kolaportaportsmessan fellur líka niður á morgun.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/11 2014

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra verður ræðumaður á aðventukvöldi Dómkirkjunnar á sunnudaginn kl. 20

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra verður ræðumaður á aðventukvöldi Dómkirkjunnar á sunnudaginn kl. 20. Arngunnur Árnadóttir leikur á klarinett og Laufey Jensdóttir á fiðlu. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Dómkirkjuprestarnir séra Hjálmar Jónsson og séra Sveinn Valgeirsson. Kaffi og jólasmákökur í safnaðarheimilinu. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/11 2014

Séra Hjálmar prédikar sunnudaginn 30. nóvember kl.11

Laufey Böðvarsdóttir, 26/11 2014

Bingó í Opna húsinu á morgun, fimmtudag

Ástbjörn okkar verður bingóstjóri. Opna húsið er frá 13;30-15:30. Hlökkum til að sjá ykkur, allir velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/11 2014

Nýtt netfang hjá séra Önnu Sigríði: annasigridur@lausnin.is

Laufey Böðvarsdóttir, 25/11 2014

Bíóferð í kvöld hjá Ungdóm Í kvöld ætlar Ungdóm að fara saman í bíó á Hunger Games: Mockingjay part. 1 í Háskólabíó kl. 18. Mæting er í andyri Háskólabíós kl. 17:30 og reiknað er með að myndin klárist um 20:40. Kær kveðja, Óli Jón og Siggi Jón

Laufey Böðvarsdóttir, 25/11 2014

Minni á að í dag, þriðjudag er bænastund kl. 12:10. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að bænastund lokinni. Á fimmtudaginn verður bingó í Opna húsinu, bingóstjóri verður enginn annar en Ástbjörn okkar Egilsson. Síðastliðinn fimmtudag flutti Heimir B. Janusarson fróðlegt og skemmtilegt erindi um Hólavallagarð. Heimir vakti heldur betur áhuga okkar á þessum merka kirkjugarði og var ákveðið að skella sér í göngu með Heimi um garðinn á sumri komandi.

IMG_0641 IMG_0639

Laufey Böðvarsdóttir, 25/11 2014

Skemmtilegt prjónakvöld, frú Agnes biskup Íslands var gestur okkar. Gaman að hlusta á hennar frásögn. Við þökkum henni og ykkur öllum sem komuð fyrir góða samveru.

fileIMG_0682 IMG_0651 IMG_0688 IMG_0669 IMG_0678

Laufey Böðvarsdóttir, 24/11 2014

Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, gestur okkar á prjónakvöldi Dómkirkjunnar.

Nú styttist í síðasta prjónakvöld okkar á þessu ári, en það verður í kvöld
24. nóvember kl. 19. Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands verður gestur okkar. Súpa, kaffi og sætt með kaffinu. Sjáumst í safnaðarheimilinu við Vonarstræti;-)

Laufey Böðvarsdóttir, 24/11 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...