Dómkórinn heldur tónleika í kvöld í Seltjarnarneskirkju. Þeir eru haldnir í kjölfar ferðar kórsins til Lissabon nú í apríl þar sem hann hélt tónleika í São Domingos kirkjunni. Tónleikarnir tókust vel og var sungið fyrir fullri kirkju sem tekur um 600 manns í sæti.
Efnisskráin á tónleikunum í Seltjarnarneskirkju er sú sama og í Lissabon en á henni er margvísleg kirkjutónlist eftir íslensk og erlend tónskáld, gamlar perlur og splunkuný verk.
Miðaverð: 1500 kr.
Laufey Böðvarsdóttir, 29/4 2015
Það er ljúft að njóta Bachs á þriðjudagskvöldum í Dómkirkjunni 20:30-21:00.
Píanóleikarinn Ólafur Elíasson leikur nokkrar af 48 prelódíum og fúgum Bachs á flygilinn í Dómkirkjunni öll þriðjudagskvöld.
Aðgangur ókeypis.
Ólafur var nemandi Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleikara á Íslandi en stundaði framhaldsnám fyrst í París hjá hinum heimsþekkta píanóleikara Vlado Perlemuter og síðar í Englandi, m.a. við konunglega tónlistarháskólann í London (Royal Academy of Music) þar sem hann lauk einleikaraprófi 1994.
Hægt er að hlusta á upptökur með píanóleik Ólafs á Soundcloud:
Laufey Böðvarsdóttir, 28/4 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 28/4 2015
Síðasta prjónakvöld vetrarins í kvöld kl. 19:00 í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Séra Þórir Stephensen fyrrverandi dómkirkjuprestur ætlar að segja nokkrar gamansögur.
Nokkrar konur standa að prjónakvöldunum mánaðarlega yfir vetrarmánuðina í safnaðarheimilinu. Þetta eru notalegar og skemmtilegar samverustundir, sem styrkja vináttubönd og samfélagið í söfnuðinum. Á þessi kvöld koma ungir sem aldnir, karlar og konur. Konurnar selja súpu, kaffi og sætmeti og gefa það sem safnast til fegrunar Dómkirkjunnar
Laufey Böðvarsdóttir, 27/4 2015