Messa sunnudaginn 12. apríl kl. 11:00. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu hjá Óla og Sigga. Egill Arnarsson og Hildur Heimisdóttir lesa ritningarlestrana. Ólafur Jón Magnússon les bæn í messubyrjun.
Verið hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 9/4 2015
20:30 – 21:00
Píanóleikarinn Ólafur Elíasson leikur nokkrar af 48 prelódíum og fúgum Bachs á flygilinn í Dómkirkjunni öll þriðjudagskvöld.
Aðgangur ókeypis.
Um Ólaf Elíasson:
Ólafur var nemandi Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleikara á Íslandi en stundaði framhaldsnám fyrst í París hjá hinum heimsþekkta píanóleikara Vlado Perlemuter og síðar í Englandi, m.a. við konunglega tónlistarháskólann í London (Royal Academy of Music) þar sem hann lauk einleikaraprófi 1994.
Ólafur hefur haldið tónleika víða, bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur leikið inn á nokkra geisladiska, meðal annars píanókonserta bæði eftir Bach og Mozart ásamt sinfóníuhljómsveitinni London Chamber Group og hafa þeir fengið frábæra dóma.
Ólafur hefur einnig leikið sem meðleikari með Sigurði Bragasyni baritón og hafa þeir haldið fjölda tónleika víða, og í sumum þekktustu tónleikahúsum heims svo sem Carnegie Hall í New York, Wigmore Hall í London og Kennedy Center í Washington. Washington Post sagði um leik Ólafs: ,,…að leikur hans væri bæði nákvæmur og líflegur!“
Síðustu ár hefur Ólafur einbeitt sér að verkum J.S. Bachs en hann hyggst hljóðrita allar prelódíur og fúgur Bachs á næstu árum.
Hægt er að hlusta á upptökur með píanóleik Ólafs á Soundcloud:
Laufey Böðvarsdóttir, 7/4 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 6/4 2015
Fögnum upprisuhátíð Frelsarans, hittumst heil í Dómkirkjunni í dag, páskadag. Hátíðarmessa kl. 8:00. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og Kári Þornar er organisti.
Hátíðarmessa kl. 11. Karl Sigurbjörnsson, biskup, prédikar, Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti.
6. apríl. Annar í páskum. Messa kl. 11. Karl Sigurbjörnsson, biskup, prédikar. Verið hjartanlega velkomin og gleðilega páska.
Laufey Böðvarsdóttir, 5/4 2015