Til foreldra og forráðamanna fermingarbarna í Dómkirkjunni 2016
Komið blessuð og sæl og gleðilegt ár!
Hér með er minnt á að fyrsta fræðslustund ársins verður á morgun, miðvikudaginn, 27. janúar kl. 16 í Safnaðarheimilinu.
Næst komandi sunnudag, 31. janúar er messa kl. 11 þar sem vænst er þátttöku væntanlegra fermingarbarna og forráðamanna þeirra. Að lokinni messu verður fundur í Safnaðarheimilinu þar sem boðið verður upp á samlokur og samtal.
Laufey Böðvarsdóttir, 26/1 2016
Laufey Böðvarsdóttir, 26/1 2016
Laufey Böðvarsdóttir, 21/1 2016
Skemmtileg vika framundan í Dómkirkjunni. Á þriðjudaginn er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Alltaf gott að koma saman og njóta orða og tónlistar. Að stundinni lokinni er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Unglingastarfið Ungdóm er með skemmtilega samveru frá 19.30-21.00 í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar eru í kirkjunni kl. 20.30.-21.00. Komið og njótið. Á fimmtudaginn fáum við góðan gest í Opna húsið kl. 13.30 en það er Árni Bergmann. Veislukaffi að hætti Ástu.
Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar við messuna sunnudaginn 24. janúar.
Hlökkum til að sjá ykkur
Laufey Böðvarsdóttir, 17/1 2016