Dómkirkjan

 

Geir R. Tómasson, tannlæknir prédikaði á uppstigningardag, degi aldraða í kirkjum landsins. Góð prédikun hjá Geir sem á aðeins rúmt ár í að fagna 100 ára afmælinu.

IMG_2372

IMG_2381

Laufey Böðvarsdóttir, 18/5 2015

Tónleikar sunnudaginn 17. maí kl. 17. Jönköpings kammerkór syngur undir stjórn Ove Gotting. Velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/5 2015

Það verða 3 messur á sunnudaginn í Dómkirkjunni, kl. 11 prédikar séra Hjálmar Jónsson, Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Kl. 14 er norsk messa þar sem 17. maí er þjóðhátíðardagur norðmanna. Séra Hjálmar prédikar og þjónar fyrir altari. Kl. 20 er æðruleysismessa, vitnisburður frá góðum félaga, prédikun og bænir. Tónlistin skipar sem fyrr veglegan sess. Æðruleysismessurnar fela ávallt í sér orð Guðs, kærleiksríka nærveru og nærandi frásögn einstaklings um eigið líf. Allir velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/5 2015

Geir R. Tómasson, tannlæknir verður með hugleiðingu við messu kl. 11 á morgun, uppstigningardag

Geir R. Tómasson, tannlæknir verður með hugleiðingu við messu kl. 11 á uppstigningardag. Uppstigningardagur er dagur aldraðra í kirkjum landsins. Geir mun fagna 99 ára afmæli í næsta mánuði. Séra Hjálmar Jónsson og séra Sveinn Valgeirsson þjóna. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Messukaffi í safnaðarheimilinu við Vonarstræti. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/5 2015

Æðruleysismessa sunnudaginn 17. maí kl. 20:00

17. maí verður Æðruleysismessa í Dómkirkjunni.
Það verður yndislegt að koma í fallegu Dómkirkjuna kl.20;00 á sunnudaginn.
Við fáum vitnisburð frá góðum félaga, yndislega prédikun og bænir. Tónlistin skipar sem fyrr veglegan sess. Æðruleysismessurnar fela ávallt í sér orð Guðs, kærleiksríka nærveru og nærandi frásögn einstaklings um eigið líf.
Við hlökkum mikið til þess að eiga þessa stund með þér.
Allir velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/5 2015

Í dag þriðjudag er bæna- og kyrrðarstund í hádeginu. Bach tónleikar í kvöld kl. 20:30-21:00. Ólafur Elíasson leikur á flygilinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/5 2015

Tónleikar 17. maí kl. 17. Jönköpings kammerkór syngur undir stjórn Ove Gotting.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/5 2015

Breytingar á sóknarnefnd Dómkirkjunnar

Á aðalfundinum í apríl, hættu að eigin ósk í varastjórn, þau Hrólfur Jónsswon, Ólafur Halldórsson og Þórunn Þórarinsdóttir. Í þeirra stað voru kosin þau Þorsteinn Sæmundsson, Kristín Arngrímsdottir og Gunnar Þór Ásgeirsson. Við þökkum fráfarnadi nefndarfólki fyrir samvinnuna um leið og við bjóðum nýtt fólk velkomið.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/5 2015

Geir R. Tómasson, tannlæknir verður með hugleiðingu við messu kl. 11 á uppstigningardag. Uppstigningardagur er dagur aldraðra í kirkjum landsins. Geir mun fagna 99 ára afmæli í næsta mánuði. Messukaffi í safnaðarheimilinu við Vonarstræti. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/5 2015

IMG_2241IMG_2266DSC_0211-1IMG_2229IMG_0045DSC_0221DSC_0224IMG_2247

Laufey Böðvarsdóttir, 9/5 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS