Tónlistardagar Dómkirkjunnar
verða settir með hátíðarmessu kl. 11:00, sunnudaginn 25. október.
28. október mun Dómkórinn ásamt einsöngvurum og hljómsveit, flytja stórvirkið, Messías eftir Händel, í Eldborgarsal Hörpu Einsöngvarar verða þau: Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran, Benedikt Kristjánsson tenór og Oddur Arnþór Jónsson baritón. Stjórnandi er Kári Þormar.
1. nóvember, sem er allraheilagra messa, mun Harmóníukórinn syngja við morgunmessuna kl. 11:00 undir stjórn Krisztina K. Szklenár. Síðdegis mun Dómkórinn og Kammerkór Dómkirkjunnar og Kári Þormar, dómorganisti, flytja tónlistardagskrá í minningu látinna.
3.nóvember kl.20.30
Ólafur Elíasson, píanóleikari, leikur Bach
4. nóvember kl.20.00 verður svokölluð Sálmasyrpa í Dómkirkjunni
dagskrá þar sem áheyrendur verða flytjendur og syngja
sálma upp úr sálmbók þjóðkirkjunnar.
5. nóvember kl.20.00
Kórtónleikar – Kór Menntaskólans í Reykjavík
7. nóvember kl.15.30
Lítil saga úr orgelhúsi, fyrir börn á öllum aldri. Höfundur Michel Jón Clark. Flytjendur Guðný Einarsdóttir, organisti og Bergþór Pálsson söngvari sem jafnframt er sögumaður. (útgáfutónleikar)
8. nóvember, frá kl. 12:00-20:00.
Þrjátíu íslenskir organistar verða með maraþontónleika í Dómkirkjunni af tilefni 30 ára afmælis Dómkirkjuorgelsins.
9. nóvember kl. 20:00 verða orgeltónleikar Kára Þormar.
Aðgangur er ókeypis á alla viðburði Tónlistardaganna, nema á Messías
Laufey Böðvarsdóttir, 19/10 2015
Í kvöld 18. október er Æðruleysismessa kl. 20, eigum saman kyrrðarstund. Hugleiðum og biðjum saman, iðkum 11. og 12. sporið saman. Félagi deilir með okkur reynslu sinni, við syngjum sálma og dveljum saman í nálægð við hvert annað og Guð. Stundin byrjar kl. 20:00
Laufey Böðvarsdóttir, 18/10 2015
Sunnudaginn 18. október er messa kl. 11 og þá prédikar Sigurbjörn Þorkelsson og séra Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigga Jóns. Dómkórinn osyngur undir stjórn Kára Þormar organista. Hlökkum til að sjá ykkur.
Laufey Böðvarsdóttir, 14/10 2015
Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 11. október kl. 11.00.
Feðginin Una Margrét og Reynir Lyngdal lesa ritningarlestra, en Una Margrét fermist í Dómkirkjunni í vor. Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti. Minni á sunnudagaskólann á kirkjuloftinu, fræðandi og skemmtilegt barnastarf sem Ólafur Jón og Sigurður Jón sjá um. Verið hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 8/10 2015
Eyrún skrifaði sögulegu skáldsöguna um Ljósmóðurina sem kom út fyrir jól 2012. Hún mun segja frá tilurð þess að hún skrifaði sögu Þórdísar Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka og ræða mörk skáldskapar og veruleika.
Opna húsið er í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a frá kl. 13:30 -15:30. Verið velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 7/10 2015
Á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu, Ásta okkar er með eitthvað gómsætt og kaffi í safnaðarheimilinu að henni lokinni.
Klukkan 19:30-21:00 er Ungdóm í safnaðarheimilinu, skemmtilegt unglingastarf í umsjón Ólafs Jóns og Sigurður Jóns.
Minni líka á að Ólafur Elíasson leikur tónlist Bach á flygilinn í Dómkirkjunni frá kl. 20:30-21:00 öll þriðjudagskvöld. Ókeypis aðgangur.
Laufey Böðvarsdóttir, 5/10 2015