Dómkirkjan

 

Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar sunnudaginn 8. nóvember.

Messa kl.11 Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar organista. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.
Marinó Þorsteinsson les bæn og ritningarlestrana lesa þeir Arnfinnur U. Jónsson og Steini Þorvaldsson.
Efir messuna verða 30 organistar með tónleika í Dómkirkjunni fram á kvöld.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/11 2015

Á morgun, fimmtudag mun Karl Sigurbjörnsson, biskup segja frá einhverju skemmtilegu og áhugaverðu. Opna húsið er í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a og byrjar kl. 13:30. Veislukaffi hjá Ástu, sjáumst kát.

Laufey Böðvarsdóttir, 4/11 2015

Guðný Einarsdóttir, organisti og Bergþór Pálsson sögumaður í Dómkirkjunni, laugardaginn 7. nóvember kl. 16.

12096023_10153221752051056_8439883180385291227_n

Laufey Böðvarsdóttir, 3/11 2015

Sálmasyrpa í Dómkirkjunni 4. nóvember kl. 20.

Allir sálmarnir sem þú vildir syngja en þorðir ekki, kannski út af því að kórinn syngur sálmana fyrir þig eða enginn annar syngur í kirkjunni.
Þá er þetta tilvalið tækifæri fyrir þig að koma og syngja hástöfum, því kórinn verður í fríi og allir aðrir í kirkjunni syngja við þrumandi undirleik Kára Þormar og Margrét Bóasdóttir stýrir fjöldasöng.
Sungnir nýjir og gamlir sálmar úr sálmabók íslensku Þjóðkirkjunnar.
Allir hjartanlega velkomnir
Aðgangur ókeypis

Laufey Böðvarsdóttir, 3/11 2015

Orgeltónleikar Kára Þormar sem vera áttu mánudaginn 2.nóvember frestast til mánudagsins 9.nóvember

Laufey Böðvarsdóttir, 2/11 2015

Á allra heilagra messu prédikar Karl Sigurbjörnsson, biskup.

Á allra heilagra messu þann 1. nóvember kl. 11:00 prédikar og þjónar fyrir altari Karl Sigurbjörnsson, biskup. Bráðskemmtilegur og fræðandi sunnudagaskóli á kirkjuloftinu með þeim Óla Jóni og Sigga Jóni.

Séra Guðjón Skarphéðinsson fermir Vigdísi Freyju Gísladóttur. Harmóníukórinn syngur undir stjórn Krisztinu K. Szklenár. Organisti Kári Þormar. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/10 2015

Helga Guðrún Johnson, rithöfundur er gestur okkar í Opna húsinu á morgun, fimmtudag.

Opna húsið byrjar kl. 13.30, gott með kaffinu hjá Ástu okkar. Allir velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/10 2015

Prjónakvöld í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a mánudagskvöldið 26. október kl. 19:00 Súpa og sætt með kaffinu.

Ágústa Þóra Jónsdóttir kemur og kynnir nýja ullarblöndu.
“Gústa” er nafnið á nýju handprjónafyrirtæki sem hefur þróað nýja ullarblöndu, “mjúkull”, sem gerir íslensku ullina mýkri og slitsterkari. Á sama tíma býður Gústa nýja íslenska prjónahönnun á karla, konur og börn ókeypis á netinu. Ágústa Þóra Jónsdóttir stendur fyrir Gústa en fyrirtækið heitir samt ekki í höfuðið á henni. Ágústa segir: “Gústa amma mín, sem ég er skýrð í eftir, kenndi mér að prjóna og var alltaf að prjóna, mest vettlinga og hosur. Hún var dásamleg kona og yndisleg amma og ég hitti hana á hverjum degi enda stutt úr skólanum og heim til hennar á Ísafirði. Gústa hefur verið mér fyrirmynd og veitt mér innblástur í gegnum tíðina. Núna þegar ég stofna prjónafyrirtæki, fannst mér það liggja beinast við að nefna það eftir henni.”
Sjá nánar á gusta.is,
Sjáumst á manudagskvöldið.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/10 2015

Séra Anna Sigríður verður gestur okkar í Opna húsinu á morgun, fimmtudag.

Eyrún Ingadóttir kom í Opna húsið og sagði okkur magnaða sögu Þórdísar ljósmóður. Eyrún skrifar og segir skemmtilega frá, þannig að við hlökkum til að lesa næstu bók Eyrúnar.
Í liðinni viku var spilað bingó og fóru margir sáttir heim með vinninga.
Á morgun fáum við kæran gest í heimsókn, sr. Önnu Sigríði fyrrverandi dómkirkjuprest. Opna húsið er frá 13:30-15:30. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/10 2015

Sigurbjörn Þorkelsson prédikaði í Dómkirkjunni

Sigurbjörn Þorkelsson prédikaði í messunni sl. sunnudag, séra Hjálmar Jónsson þjónaði og Birgir Jóhannes var fermdur.
Falleg og áhrifamikil prédikun hjá Sigurbirni.
Birgi Jóhannesi óskum til hamingju með ferminguna og framtíð alla.
Þökkum ykkur fyrir samveruna á þessarri góðu stund í Dómkirkjunni.
Í dag, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu, að henni lokinni er gómsætur hádegisverður að hætti Ástu.
Unglingastarfið hjá Ungdóm frá 19:30-21:00 í safnaðarheimilinu.
Minni líka á Bach tónleikana í kirkjunni frá 20:30-21:00 í kvöld. Hjartanlega velkomin.IMG_3734

IMG_3738

IMG_3742

IMG_3745

IMG_3765

IMG_3748

IMG_3771

Laufey Böðvarsdóttir, 20/10 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS