Dómkirkjan

 

Skólaslit Tjarnarskóla voru í Dómkirkjunni í dag. Hér er Margrét skólastjóri að undirbúa athöfnina. Skólinn er til húsa í Lækjargötu 14, í sama húsi og Safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Tjarnarskóli fagnar 30 ára afmæli sínu í ár og óskum við skólanum allra heilla á þessum tímamótum. Við erum þakklát fyrir að hafa svona góða granna, hjartanlega til hamingju.

IMG_2634

Laufey Böðvarsdóttir, 9/6 2015

Bach tónleikar í kvöld, þiðjudag kl. 20:30-21:00. Verið velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 9/6 2015

Tónleikar í Dómkirkjunni, mánudaginn 8. júní kl. 16:30. Ókeypis aðgangur.

Tónleikar í Dómkirkjunni, mánudaginn 8. júní kl. 16:30. Ókeypis aðgangur.
Anna Fält frá Finnlandi opnar fyrir áheyrendum heillandi og margslunginn hljóðheim sænskra og finnskra þjóðlaga með röddinni einni saman!

Anna Fält frá Finnlandi er söngvari og söngkennari sem elskar norræna þjóðlagatónlist. Undanfarin ár hefur hún haldið fjölmarga tónleika þar sem stórkostleg rödd hennar og heillandi sviðsframkoma hafa sigrað hjörtu áheyrenda. Anna hefur sérhæft sig í sönghefðum Finnlands og Svíþjóðar þar sem hún sameinar bjarta söngrödd sænska þjóðlagastílsins og djúpa og seiðandi raddbeitingu austur-evrópu.

Auk einsöngstónleika hefur Anna tekið þátt í samstarfi með stórum og litlum tónlistar- og fjöllistahópum, kennt þjóðlagasöng og starfað sem blaðamaður.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/6 2015

Fyrsti sunnudagur eftir Þrenningarhátíð – Sjómannadagurinn

Séra Sveinn Valgeirsson prédikar við messu kl. 11 á Sjómannadaginn, sunnudaginn 7. júní. Séra Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari.
Gissur Páll Gissurarson syngur einsöng, Dómkórinn og Kári Þormar, dómorganisti.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/6 2015

Bænastund og Bach á þriðjudegi.

Verið hjartanlega velkomin á bæna-og kyrrðarstund á morgun, þriðjudag kl. 12:10.
Annað kvöld eru Bach tónleikar, Ólafur Elíasson leikur á flygilinn milli klukkan 20:30-21:00.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/6 2015

Verið velkomin til messu sunnudaginn 31. maí kl. 11:00 þá prédikar séra Hjálmar Jónsson og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/5 2015

Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu á morgun, þriðjudag eins og alla þriðjudaga. Létt máltíð í Safnaðarheimilinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/5 2015

Bach á þriðjudagskvöldum í Dómkirkjunni 20:30-21:00

Píanóleikarinn Ólafur Elíasson leikur nokkrar af 48 prelódíum og fúgum Bachs á flygilinn í Dómkirkjunni öll þriðjudagskvöld.
Aðgangur ókeypis.

Um Ólaf Elíasson:
Ólafur var nemandi Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleikara á Íslandi en stundaði framhaldsnám fyrst í París hjá hinum heimsþekkta píanóleikara Vlado Perlemuter og síðar í Englandi, m.a. við konunglega tónlistarháskólann í London (Royal Academy of Music) þar sem hann lauk einleikaraprófi 1994.
Ólafur hefur haldið tónleika víða, bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur leikið inn á nokkra geisladiska, meðal annars píanókonserta bæði eftir Bach og Mozart ásamt sinfóníuhljómsveitinni London Chamber Group og hafa þeir fengið frábæra dóma.
Ólafur hefur einnig leikið sem meðleikari með Sigurði Bragasyni baritón og hafa þeir haldið fjölda tónleika víða, og í sumum þekktustu tónleikahúsum heims svo sem Carnegie Hall í New York, Wigmore Hall í London og Kennedy Center í Washington. Washington Post sagði um leik Ólafs: ,,…að leikur hans væri bæði nákvæmur og líflegur!“
Síðustu ár hefur Ólafur einbeitt sér að verkum J.S. Bachs en hann hyggst hljóðrita allar prelódíur og fúgur Bachs á næstu árum.
Hægt er að hlusta á upptökur með píanóleik Ólafs á Soundcloud:

Laufey Böðvarsdóttir, 25/5 2015

Hvitasunnudagur, hátíðarmessa og ferming kl. 11:00.

Hvítasunnudagur, hátíðarmessa og ferming kl. 11:00.
Fermd verða:
Einar Þórðarson, Hrafnhildur M. Marteinsdóttir, Mist Þrastardóttir, Salóme Júlíusdóttir og Sigríður Hagalín Pétursdóttir. Séra Hjálmar Jónsson og séra Sveinn Valgeirsson þjóna. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Á annan í hvítasunnu er messa kl. 11:00, þá prédikar séra Sveinn Valgeirsson, Dómkórinn syngur undir stjón Kára Þormar dómorganista.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/5 2015

Velkomin á bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag, þriðjudag. Góð máltíð að henni lokinni í Safnaðarheimilinu að hætti Hönnu og Helgu. Í kvöld, kllukkan hálf níu leikur Ólafur Elíasson á flygilinn. Velkomin að njóta fagrar tónlistar Bach í Dómkirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/5 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS