Dómkirkjan

 

Messa kl.11 sunnudaginn 22. nóvember. Þess verður fagnað að lokið er viðgerð og málun kórs kirkjunnar sem Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar kostaði. Í þakklætisskyni býður sóknarnefndin í tertu í Safnaðarheimilinu eftir messu. Kirkjunefndarkonur munu lesa ritningarlestra. Karl Sigurbjörnsson biskup messar. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Fræðandi og skemmtilegur sunnudagaskóli á kirkjuloftinu hjá Óla Jóni og Sigga Jóni. Verið hjartanlega velkomin._MG_5083+

Laufey Böðvarsdóttir, 19/11 2015

Páll Benediktsson verður gestur okkar á prjónakvöldinu mánudaginn 23. nóvember kl.19

Nú er komið að síðasta prjónakvöldi Dómkirkjunnar á þessu ári, en það verður mánudagskvöldið 23. nóvember kl. 19:00 í safnaðarheimilini Lækjargötu 14a. Súpa, kaffi og eitthvað sætt með kaffinu. Gestur okkar að þessu sinni verður Páll Benediktsson, fyrrverandi fréttamaður. Páll les upp úr bók sinni Loftklukkunni, einnigverður hann með bækur og áritar fyrir þá sem það kjósa. Hlökkum til að eiga skemmtilegt kvöld með ykkur.
Loftklukkan er skáldsaga eftir Pál Benediktsson fyrrverandi fréttamann á RUV, byggð á sönnum atburðum þar sem aðalsögusviðið er Reykjavík á síðustu öld. Í sögunni er flétt saman örlögum fjölskyldu í þrjár kynslóðir þar sem morð, mannshvarf, alvarleg lögreglumál, raunir Íslendinga í klóm nasista í síðari heimstyrjöld og fleira og fleira er rifjað upp. Í forgrunni frásagnarinnar er líf sögumannsins á uppvaxtarárunum í Norðurmýri á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Meðal persóna er afi höfundar, Árni Benediktsson, fátækur bóndasonur úr Selárdal sem gerður var að stórkaupmanni í Reykjavík eftir að hann giftist föðurömmunni Kristrúnu Hallgrímsson, sem var hefðardama af ríkasta kaupmannsfólki landsins á Eyrarbakka. Árni stakk síðar af og hvarf sporlaust einn góðan veðurdag frá Kristrúnu og fimm ungum börnum án þess að til hans spyrðist um árabil. (Skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Höll Minninganna, er byggð á æviferli Árna og Kristrúnar, en í henni er vikið í mjög veigamiklum atriðum frá raunveruleikanum, enda um hreina skáldsögu að ræða.)Móðurafi höfundar, Páll Árnason, var þekkt og áberandi persóna í Reykjavík á fyrstu áratugum 20. aldar, bóndasonur austan úr Holtum sem flutti ungur á mölina og varð lögreglumaður númer tvö í Reykjavík. Hann var alltaf kallaður Palli pólití og er fjallað um hans embættistíð, bæði skondin og alvarleg atvik.Foreldrar höfundar mótuðust af hinum sérstöku aðstæðum í uppvextinum og rötuðu í ýmis ævintýri, til að mynda er þau urðu innlyksa í Kaupmannahöfn eftir að nasistar hertóku Danmörku í síðari heimsstyrjöld og komu síðar heim í miðju stríðinu í hinni frægu Petsamo ferð.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/11 2015

Við fáum góðan gest hana Guðrúnu Ágústsdóttur í Opna húsið á morgun. Guðrún ætlar m.a. að segja okkur sögur af afa sínum séra Bjarna Jónssyni dómkirkjupresti. Opna húsið er kl. 13.30. Veislukaffi hjá Ástu okkar.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/11 2015

Dómkirkjan verður lokuð 16-21 nóvember vegna viðhaldsvinnu.

Bæna-og kyrrðarstundin í hádeginu á þríðjúdag verður i Safnaðarheimilinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/11 2015

Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari í messunni sunnudaginn 15. nóvember kl. 11. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Dómkórinn syngur og organisti er Douglas Brotchie.
Kl.14 er færeysk messa sr.Uni Næs dómkirkjuprestur í Þórshöfn prédikar og Steingrímur Þórhallsson er organisti, Æðruleysismessan verður að þessu sinni í Guðríðarkirkju og hefst hún kl. 20:00. Sr. Karl V. Matthíasson, Fritz Már, sr. Sveinn Valgeirsson þjóna og Ástvaldur Traustason leikur á flygilinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/11 2015

Fermingarbörn vorsins ætla að útbúa skókassa í dag, fulla af gjöfum til að gleðja börn sem lifa við fátækt.

„Jól í skókassa“ felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna
til þess að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og
erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Með slíkum gjöfum
er þeim sýndur kærleikur Guðs í verki. Gjafirnar eru settar
í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða
jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum
kassa.

Í kassann skal setja a.m.k. einn hlut úr hverjum
eftirtalinna flokka:
• Leikföng, t.d. litla bíla, bolta, dúkku, bangsa eða
jó-jó. Athugið að láta auka rafhlöður fylgja rafknúnum
leikföngum.
• Skóladót, t.d. penna, blýanta, yddara, strokleður,
skrifbækur, liti, litabækur eða vasareikni.
• Hreinlætisvörur. Óskað er eftir því að allir láti
sápustykki, tannbursta og tannkrem í kassann sinn.
Einnig má setja greiðu, þvottapoka eða hárskraut.
• Sælgæti, t.d. sleikjó, brjóstsykur, pez, tyggjó eða
karamellur.
• Föt, t.d. húfu, vettlinga, sokka, trefil, bol eða peysu.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/11 2015

Verið velkomin í Opna húsið á morgun, fimmtudag kl. 13.30.

Karl Sigurbjörnsson segir frá einhverju skemmtilegu og Ásta verður með gómsætar veitingar. Sjáumst heil.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/11 2015

Bach tónleikar í Dómkirkjunni í kvöld 10. nóvember frá kl. 20.30-21:00. Ungdóm í safnaðarheimilinu frá kl. 19:30-21:00

Laufey Böðvarsdóttir, 10/11 2015

Bæna-og kyrrðarstundin í hádeginu í dag verður í Safnaðarheimilinu. Léttur hádegisverður að henni lokinni. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/11 2015

Orgeltónleikar mánudagskvöldið 9. nóvember kl. 20:00 á Tónlistardögum Dómkirkjunnar Kári Þormar frumflytur orgelverkið EO eftir Halldór Smárason en það var samið að beiðni Dómkórsins í Reykjavík í tilefni af 30 ára afmæli Schuke orgels kirkjunnar. Á dagskránni eru einnig verk eftir Jón Nordal, Gísla Jóhann Grétarsson, J.S. Bach og C. Franck. Aðgangur er ókeypis

Laufey Böðvarsdóttir, 9/11 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...