Sprell og leikir hjá Ungdóm í kvöld í safnaðarheimilinu frá 19:30-21:00
Laufey Böðvarsdóttir, 8/12 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 8/12 2015
Sunnudaginn 13. desember er messa klukkan 11, séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Barnastarfið á kirkjuloftinu hjá Óla og Sigga. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, organista. Klukkan 14 er norsk messa þar sem séra Hjálmar prédikar.
Laufey Böðvarsdóttir, 6/12 2015
Annan sunnudag í aðventu, 6. desember
Messa kl. 11:00, séra Sveinn Valgeirsson prédikar. Dómkórinn og Kári Þormar.
Barnastarf á kirkjuloftinu í umsjón Óla Jóns og Sigga Jóns.
Aðventu guðþjónusta Kvennakirkjunnar kl. 14:00. Arndís Linn prédikar.
Aðalheiður Þorsteinsdóttir stýrir söngnum og kvennakirkjukonur syngja.
Þriðja sunnudag í aðventu, 13. desember
Messa kl. 11:00, sr. Hjálmar Jónsson prédikar, barnastarf á kirkjuloftinu
Norsk messa kl. 14 séra Þorvaldur Víðisson prédikar.
18. desember
Jólamessa Menntaskólans í Reykjavík kl. 14:00, séra Hjálmar Jónsson.
Fjórða sunnudag í aðventu, 20. desember
Boðið er til Jólasöngva fjölskyldunnar kl. 11. Þar gefst tækifæri að syngja saman aðventu og jólasálma, rifja upp gamla og læra nýja. Á milli verða lesin ljóð og ritningartextar. Karl Sigurbjörnsson, biskup. Barnastarf hjá Óla Jóni og Sigga Jóni.
Æðruleysismessa kl. 20:00.
Aðfangadagur jóla, 24. desember
Dönsk messa kl. 15 séra María Ágústsdóttir prédikar, Bergþór Pálsson syngur.
Aftansöngur kl. 18, séra Hjálmar Jónsson prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Miðnæturmessa kl. 23:30, sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar
Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.
Jóladagur, 25. desember
Hátíðarmessa kl. 11:00, biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari.
Annar dagur jóla, 26. desember
Messa kl. 11:00, Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar.
Sunnudagur milli jóla og nýárs, 27. desember
Messa kl. 11:00, sr. Hjálmar Jónsson predikar.
Gamlársdagur, 31. desember
Aftansöngur kl. 18:00, sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og sr. Hjálmar Jónsson þjónar.
Nýársdagur, 1. janúar
Hátíðarmessa kl. 11:00, biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar. Séra Hjálmar Jónsson og séra Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari.
3. janúar
Messa kl. 11 Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari.
Dómkórinn syngur við messurnar og organisti er Kári Þormar.
Laufey Böðvarsdóttir, 3/12 2015
Sunnudaginn 6. desember
Messa kl. 11:00, séra Sveinn Valgeirsson prédikar. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar organista.
Skemmtilega barnastarfið á kirkjuloftinu hjá Óla Jóni og Sigga Jóni.
Aðventu guðþjónusta Kvennakirkjunnar kl. 14:00. Séra Arndís Linn prédikar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stýrir söngnum og kvennakirkjukonur syngja. Hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.
Laufey Böðvarsdóttir, 3/12 2015
Í kvöld verður Ungdóm-samveran úti í snjónum. Komið vel klædd því við ætlum í snjókast og búa til snjókalla. Endum svo fundinn með helgistund og heitu kakói. Sjáumst
Laufey Böðvarsdóttir, 1/12 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 1/12 2015
Hrafnhildur Schram, listfræðingur er gestur okkar í Opna húsinu á morgun fimmtudag kl. 13.30
Hrafnhildur mun segja okkur frá stórmerkri ævi Nínu Sæmundsson.
Nína var fyrsti íslenski kvenmyndhöggvarinn og njótum við þess hér í safnaðarheimilinu að horfa á höggmyndina Móðurást sem er í Mæðragarðinum.
Um 1930 var Nína Sæmundsson þekktasti myndlistarmaður Íslendinga á alþjóðavettvangi. Hún hafði numið og starfað í Kaupmannahöfn, Róm, París og New York. Verk hennar höfðu verið sýnd og hlotið viðurkenningar í Danmörku, Frakklandi og Bandaríkjunum og heima á Íslandi var styttan Móðurást fyrsta höggmynd konu sem sett var upp á almannafæri.
Nína fæddist á bænum Nikulásarhúsum Fljótshlíð, næsta bæ við Hlíðarenda árið 1892 og ólst þar upp. Hún var barn fátækra foreldra og naut lítillar skólamenntunar en hafði fyrir augum öll sín bernskuár eina stórbrotnustu náttúrusýn Íslands. Lífsstefna hennar var óráðin fram undir tvítugt þegar hún fór til Kaupmannahafnar. Hún stundaði nám í höggmyndagerð við Listaakamíuna þar og var afburðanemandi.
Hún var hluti af einni merkustu kynslóð danskrar höggmyndasögu og verk hennar vöktu strax athygli. Líf hennar tók hins vegar nýja stefnu þegar hún veiktist af berklum og varð að draga sig í hlé á heilsuhæli í svissnesku Ölpunum.
Sjáumst á morgun, veislukaffi að hætti Ástu.
Laufey Böðvarsdóttir, 25/11 2015
Kæru foreldrar og forráðamenn,
Á morgun þriðjudag verður Ungdóm-samveran með öðru sniði en venjulega. Við munum fara í bíó á Hunger Games: Mockingjay Part 2 í Háskólabíó kl. 20:00. Við munum þó hittast aðeins fyrr eða kl. 19:45 í afgreiðslunni og fara saman í salinn og finna góð sæti. Ef þið viljið að við tökum frá miða fyrir unglingana þá getið þið sent Óla Jóni sms í síma 616 6152 fyrir kl. 15:00 á þriðjudaginn. Miðinn kostar 950 kr. og myndin klárast um 22:30
Kær kveðja,
Óli Jón og Siggi Jón
Laufey Böðvarsdóttir, 23/11 2015
Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14
Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.
Skráning í fermingarfræðslu
- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30
Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi