„Jól í skókassa“ felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna
til þess að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og
erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Með slíkum gjöfum
er þeim sýndur kærleikur Guðs í verki. Gjafirnar eru settar
í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða
jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum
kassa.
Í kassann skal setja a.m.k. einn hlut úr hverjum
eftirtalinna flokka:
• Leikföng, t.d. litla bíla, bolta, dúkku, bangsa eða
jó-jó. Athugið að láta auka rafhlöður fylgja rafknúnum
leikföngum.
• Skóladót, t.d. penna, blýanta, yddara, strokleður,
skrifbækur, liti, litabækur eða vasareikni.
• Hreinlætisvörur. Óskað er eftir því að allir láti
sápustykki, tannbursta og tannkrem í kassann sinn.
Einnig má setja greiðu, þvottapoka eða hárskraut.
• Sælgæti, t.d. sleikjó, brjóstsykur, pez, tyggjó eða
karamellur.
• Föt, t.d. húfu, vettlinga, sokka, trefil, bol eða peysu.
Laufey Böðvarsdóttir, 11/11 2015
Karl Sigurbjörnsson segir frá einhverju skemmtilegu og Ásta verður með gómsætar veitingar. Sjáumst heil.
Laufey Böðvarsdóttir, 11/11 2015
Þeir sem koma fram eru:
Lenka Mátéová Steingrímur Þórhallsson Björn Steinar Sólbergsson Magnús Ragnarsson Hörður Áskelsson Arnhildur Valgarðsdóttir Kjartan Sigurjónsson Helga Helga Þórdís GuðmundsdóttirStefán Helgi Kristinsson Julian Hewlett Sólveig Anna Aradóttir Bjartur Logi Guðnason Skarphéðinn Þór Hjartarson Hilmar Örn Agnarsson Steinar Logi Helgason Elisabet Thordardottir Douglas Brotchie Friðrik Arngerður María Árnadóttir Kári Allansson Jón BjarnasonÁsta Haraldsdóttir Glúmur Gylfason Örn Magnússon Guðný Einarsdóttir ásamt norskum orgelnemum
Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis
Laufey Böðvarsdóttir, 8/11 2015
Í tilefni af því af 30 ár eru liðin frá vígslu orgelsins í Dómkirkjunni þá höldum við upp á það með að fá 30 organista til að leika á orgelið.
En óttist eigi, þeir munu ekki spila allir í einu heldur hver og einn í 10 til 15 mínútur í senn.
Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis.
Laufey Böðvarsdóttir, 7/11 2015
Messa kl.11 Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar organista. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.
Marinó Þorsteinsson les bæn og ritningarlestrana lesa þeir Arnfinnur U. Jónsson og Steini Þorvaldsson.
Efir messuna verða 30 organistar með tónleika í Dómkirkjunni fram á kvöld.
Laufey Böðvarsdóttir, 5/11 2015