Hið íslenska Biblíufélags fagnaði 200 ára afmæli í gær, en það var stofnað í Reykjavík þann 10. júlí 1815 og er elsta starfandi félag landsins.
Hátíðarguðþjónusta var í Dómkirkjunni og messuformið var samkvæmt Handbók 1815.
Eftir guðþjónustuna var gengið út í Víkurkirkjugarð og lagður blómsveigur til minningar um Geir Vídalín, biskup en hann var fyrsti forseti félagsins
Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, guðfræðiprófessor, flutti þar ávarp og sagði frá Geir Vídalín.
Næst var gengið að Aðalstræti 10 en í því húsi var Biblíufélagið stofnað. Þröstur Ólafsson, formaður Minjaverndar, hélt tölu og afhjúpaði látúnsskjöld ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Að lokum var afmælishóf í Biskupsgarði.
Laufey Böðvarsdóttir, 11/7 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 10/7 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 8/7 2015
Hið íslenska Biblíufélag verður 200 ára föstudaginn 10.júlí nk. Í tilefni dagsins verður guðsþjónusta í Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 16. Þann 10. júlí fyrir 200 árum var félagið stofnað á biskupssetrinu að Aðalstræti 10 í Reykjavík að undangenginni guðsþjónustu í Dómkirkjunni.
Að lokinni guðsþjónustunni nú verður gengið að húsinu Aðalstræti 10 og skjöldur settur á húsið þar sem þess verður getið að félagið hafi verið stofnað þar.
Við guðsþjónustuna syngur Dómkórinn og organisti verður Kári Þormar. Ólafur Egilsson og Sigrún Ásgeirsdóttir lesa ritningarlestra, sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari og biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir prédikar. Að því loknu verður móttaka.
Þennan dag verður einnig settur blómakrans á leiði Geirs Vídalín, sem var biskup Íslands árið 1815.
Guðsþjónustan er öllum opin og er þess vænst að margir leggi leið sína í Dómkirkjuna í Reykjavík kl. 16 þennan dag og minnist stofnunar þessa merka félags, sem er elsta starfandi félag landsins.
Vertu velkomin/n!
Laufey Böðvarsdóttir, 5/7 2015
Brass kvintettinn Ventus brass hefur unnið að því að dreifa málmbástursmenningu sem víðast um borgina í sumar á vegum Hins Hússins, meðal annars með því að spila á leikskólum, elliheimilum og í miðbænum. Nú er komið að því að sýna afrakstur taumlausra æfinga sveitarinnar á tónleikum í Dómkirkjunni. Fram munu koma verk af ólíkum toga, allt frá klassískum verkum yfir í léttari popplög ásamt frumsömdu efni.
Frítt er inn á tónleikana og eru allir hjartanlega velkomnir!
———
Ventus Brass hefur starfað í 2 ár en meðlimir sveitarinnar eru breytilegir. Í sumar samanstendur sveitin af:
Ásgrími Einarssyni á túbu
Birgittu Björgu Guðmarsdóttur á trompet,
Hönnuh Rós Sigurðardóttur Tobin á trompet
Jóni Arnari Einarssyni á básúnu
Þórunni Eir Pétursdóttur á horn
Laufey Böðvarsdóttir, 29/6 2015
Séra Sveinn Valfeirsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 28. júní kl. 11.00. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Verið hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 25/6 2015