Dómkirkjan

 

Séra Sveinn Valgeirsson, Unnur Halldórsdóttir, djákni og Ragnheiður Sverrisdóttir djákni þjóna í Kolaportsmessu sunnudaginn 20. desember kl. 14. Margrét Scheving og Þorvaldur Halldórsson syngja og spila. Sjáumst í Kaffi porti.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/12 2015

Jólatónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík eru föstudaginn 19. desember kl. 20:00.Efnisskráin er afar fjölbreytt og verður boðið upp á úrval af því besta úr vetrarstarfinu. Leikin verða verk eftir W. A. Mozart, I. Clarke, A. Piazzolla, E. Dohnaniy, C. Saint-Saëns, G. F. Händel, J. Chr. Bach, L. Anderson og G. Gabrielli. Á tónleikunum munu hljóma blásarakvintettar, píanótríó, strengjatríó, sönglög og flautukór svo eitthvað sé nefnt en dagskráin tekur aðeins um klukkustund. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir

Laufey Böðvarsdóttir, 18/12 2015

Kæru vinir, nú er komið að síðustu æðruleysismessunni á þessu ári. Sjáumst i Dómkirkjunni sunnudagskvöldið 20. desember kl. 20. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir, séra Karl V. Matthíasson, Díana Ósk og Fritz Már þjóna. Bjarni Ara syngur og Ástvaldur Traustason verður við flygilinn. Ungur maður segir frá reynslu sinni. Þetta eru fagrar stundir, komið og njótið.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/12 2015

Síðasta sunnudag fyrir jól, 20. desember, er boðið til jólasöngva fjölskyldunnar kl. 11. Þar gefst tækifæri að syngja saman aðventu og jólasálma, rifja upp gamla og læra nýja. Á milli verða lesin ljóð og ritningartextar. Barnakór Langholtsskóla Graduale futuri syngur undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur. Karl Sigurbjörnsson, biskup skírir lítinn dreng. Barna-og æskulýðsleiðtogarnir Ólafur Jón og Siggi Jón verða með okkur nú verður kveikt á fjórða aðventukertinu. Hittumst heil og eigum góða stund saman.

IMG_0847

Laufey Böðvarsdóttir, 15/12 2015

Síðasta kyrrðar- og bænastundin á þessu ári er í hádeginu á morgun, þriðjudag. Bænastundin hefst með orgelleik kl.12.
Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu við Lækjargötu. Fyrirbænar­efnum má koma til prestanna eða kirkjuvarðar. Mörgum finnst dýrmætt að verja hádegishléinuá þennan hátt, til íhugunar og endurnæringar á líkama og sál.Guð heyrir hverja bæn, sér og skilur allt, því hann hefur verið þar sem þú ert og þekkir tárin þín, áhyggjur, vonbrigði og efa, og kærleika þinn, von og gleði. Veik trú er líka trú, sem Guð blessar.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/12 2015

Við óskum okkar kæra Ólafi Jóni æskulýðsleiðtoga hjartanlega til hamingju með lokaprédikuna sem hann flutti í Háskólakapellunni. Flottur ungur maður þar á ferð. Á morgun sunnudag verður hann á kirkjuloftinu ásamt Sigga Jóni með skemmtilegt barnastarf. Sjáumst þar;-)

IMG_2895

Laufey Böðvarsdóttir, 12/12 2015

Jólatónleikar í Dómkirkjunni sunnudaginn 13. desember kl.16.00

Jólatónleikar í Dómkirkjunni
Sunnudaginn 13. des kl 16.00
Hólmfríður Jóhannesdóttir mezzósópran
Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir sópran og
Julian Michael Hewlet píanóleikari
Dagskrá verður fjölbreytt að þessu sinni þar sem Hólmfríður og Kristín munu syngja austurríska, íslenska og ameríska jóladúetta.
Íslensk einsöngslög munu einnig hljóma ásamt negrasálmum frá Vestur Indíum.
Kristín, Hólmfríður og Julian störfuðu saman undir nafninu Ópera Gala og héldu um 20 tónleika víðsvegar um landið árin 2010 og 2011.
Nú 4 árum síðar liggja leiðir þeirra saman á ný á þessum jólatónleikum í dómkrikjunni.
Miðaverð er 2000 kr og er miðasala við innganginn án posa. Frítt fyrir börn.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/12 2015

Kvennakór Háskóla Íslands syngur jólasöngva í Dómkirkjunni 15. desember kl.20:00, stjórnandi Margrét Bóasdóttir,Sophie Schoonjans leikur á hörpu. Verið hjartanlega velkomin. Aðgangseyrir 1500.

Sophie Schoonjans leikur á hörpu.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/12 2015

Camerartica 2015 flyer

Laufey Böðvarsdóttir, 9/12 2015

Bach tónleikar í kvöld 8. desember kl. 20:30-21:00. Ólafur Elíasson leikur á flygilinn. Ókeypis aðgangur.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/12 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...