Séra Sveinn Valgeirsson, Unnur Halldórsdóttir, djákni og Ragnheiður Sverrisdóttir djákni þjóna í Kolaportsmessu sunnudaginn 20. desember kl. 14. Margrét Scheving og Þorvaldur Halldórsson syngja og spila. Sjáumst í Kaffi porti.
Laufey Böðvarsdóttir, 18/12 2015
Síðasta kyrrðar- og bænastundin á þessu ári er í hádeginu á morgun, þriðjudag. Bænastundin hefst með orgelleik kl.12.
Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu við Lækjargötu. Fyrirbænarefnum má koma til prestanna eða kirkjuvarðar. Mörgum finnst dýrmætt að verja hádegishléinuá þennan hátt, til íhugunar og endurnæringar á líkama og sál.Guð heyrir hverja bæn, sér og skilur allt, því hann hefur verið þar sem þú ert og þekkir tárin þín, áhyggjur, vonbrigði og efa, og kærleika þinn, von og gleði. Veik trú er líka trú, sem Guð blessar.
Laufey Böðvarsdóttir, 14/12 2015
Jólatónleikar í Dómkirkjunni
Sunnudaginn 13. des kl 16.00
Hólmfríður Jóhannesdóttir mezzósópran
Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir sópran og
Julian Michael Hewlet píanóleikari
Dagskrá verður fjölbreytt að þessu sinni þar sem Hólmfríður og Kristín munu syngja austurríska, íslenska og ameríska jóladúetta.
Íslensk einsöngslög munu einnig hljóma ásamt negrasálmum frá Vestur Indíum.
Kristín, Hólmfríður og Julian störfuðu saman undir nafninu Ópera Gala og héldu um 20 tónleika víðsvegar um landið árin 2010 og 2011.
Nú 4 árum síðar liggja leiðir þeirra saman á ný á þessum jólatónleikum í dómkrikjunni.
Miðaverð er 2000 kr og er miðasala við innganginn án posa. Frítt fyrir börn.
Laufey Böðvarsdóttir, 10/12 2015
Sophie Schoonjans leikur á hörpu.
Laufey Böðvarsdóttir, 10/12 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 9/12 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 8/12 2015