Dómkirkjan

 

Skemmtilegt prjónakvöld í Dómkirkjunni. Pálína Sigurbergsdóttir sýndi okkur fallegt handverk sem hún hefur unnið. Áhugi er á að fá Pálínu til að halda 3 kvölda prjónanámskeið í mars. Góð kvöldstund, yngsti gesturinn 3 ára og sá elsti á tíræðisaldri. Kynslóðirnar saman ;-). Takk Pálína og þið sem komuð.

IMG_1057 IMG_1060 IMG_1066

Laufey Böðvarsdóttir, 26/1 2015

Bæna-og kyrrðarstund á morgun, þriðjudag kl. 12:10. Athugið að þessu sinni verður hún í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Verið velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 26/1 2015

Á morgun, mánudag kl. 19:00 er fyrsta prjónakvöldið á nýju ári. Pálína Sigurbergsdóttir, hannyrðakona kemur og sýnir okkur fallegt handverk, sem hún hefur unnið hér heima og í handavinnuskólanum Skals í Danmörku. Súpa, kaffi og eitthvað sætt með því. Sjáumst í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/1 2015

Kolaportsmessa kl. 14:00 sunnudaginn 25. janúar. Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Ragnheiður Sverrisdóttir þjóna. Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving sjá um tónlistina.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/1 2015

Biblíumaraþonlestur laugardaginn 24. janúar kl. 14:00-15:00.

Messa 25. janúar  kl. 11:00.  Dómkirkjuprestarnir séra Hjálmar Jónsson og séra Sveinn Valgeirsson þjóna. Barn borið til skírnar. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Barnastarf á kirkjuloftinu. Laugardaginn 24. janúar er biblíumaraþonlestur frá kl. 14.00-15:00 í Dómkirkjunni. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/1 2015

Jóhannes Bergsveinsson, geðlæknir verður gestur okkar í Opna húsinu á morgun, fimmtudag kl 13:30-15:30. Jóhannes spjallar við okkur og segir okkur svo lítið frá sjálfum sér og hinum órannsakanlegu vegum Guðs. Opna húsið er frá 13:30-15:30. Kaffi og góð samvera. Hjartanlega velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 19/1 2015

Æðruleysismessa sunnudaginn 18. janúar kl. 20:00.

Æðruleysismessa í Dómkirkjunni er yndisleg stund. Alveg tilvalið að ljúka helginni á því að koma í létta og skemmtilega messu. Við fáum vitnisburð frá góðum félaga, yndislega prédikun og bænir. Tónlistin skipar sem fyrr veglegan sess. Æðruleysismessurnar fela ávallt í sér orð Guðs, kærleiksríka nærveru og nærandi frásögn einstaklings um eigið líf.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/1 2015

Séra María Ágústsdóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari.

Útvarpsguðsþjónusta 18. janúar kl. 11:00 við upphaf alþjóðlegrar, samkirkjulegrar bænaviku fyrir einingu kristninnar fer að þessu sinni fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari ásamt sr. Maríu Ágústsdóttur, formanni Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga á Íslandi, sem prédikar. Fulltrúar frá Samstarfsnefndinni lesa lestra og bænir en efnið kemur að þessu sinni frá Braselíu. Kári Þormar leikur á orgelið og Dómkórinn syngur.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/1 2015

Það verða fagnaðarfundir á morgun þegar Opna húsið hefst aftur á nýju ári. Ólafur Hjálmarsson verður gestur okkar, hann er verkfræðingur og lærði hér heima, í Kaupmannahöfn og í Berlín. Það verður gott með kaffinu, við hlökkum mikið til að sjá ykkur. Allir velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/1 2015

Kveðja frá Óla Jóni og Sigurði Jóni. Gleðilegt nýtt ár, vonandi nutuð þið jólanna til hins ítrasta. Í kvöld hefst Ungdóm á ný kl. 19:30 í safnaðarheimilinu. Við ætlum að bjóða upp á Actionary – leiklistareik. Samverurnar voru vel sóttar í haust og vonumst við til þess að þær verði það áfram. Við bjóðum áfram uppá góða og þétta dagskrá fram á vorið.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/1 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...