Dómkirkjan

 

Söngvar um ástina og lífið

Tónleikar , miðvikudaginn 29.júlí kl. 12:15

Söngvar um ástina og lífið
Elfa Dröfn Stefánsdóttir mezzo-sópran og
Sólborg Valdimarsdóttir píanó
Á efnisskránni eru íslenskar og norrænar söngperlur, fjórir tregasöngvar eftir Hreiðar Inga ásamt aríum eftir Bizet og Saint-Saens.

Elfa Dröfn Stefánsdóttir stundaði nám í Glasgow við The Royal Conservatoire of Scotland þaðan sem hún lauk mastersgráðu frá óperudeild skólans sumarið 2014.
Áður hafði hún lokið einsöngvaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík þar sem hún stundaði söngnám undir leiðsögn Írisar Erlingsdóttur og Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Elfa Dröfn söng nokkur óperuhlutverk á námstímanum og hefur komið fram sem einsöngvari við ýmis tilefni.
Sólborg Valdimarsdóttir hóf píanónám við Tónmenntaskóla Reykjavíkur átta ára gömul. Eftir það lá leið hennar í Tónlistarskóla Reykjavíkur þar sem Peter Máté var hennar aðalkennari. Vorið 2009 lauk hún Bachelornámi við Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Peter Máté og lauk síðan mastersprófi í píanóleik vorið 2011 frá Det Jyske Musikkonservatorium. Sólborg hefur spilað einleik og komið fram með ýmsum kammerhópum hér heima og í Danmörku meðal annars á Tónlistarhátíðinni Bergmál á Dalvík, Tónlistarhátíð Unga fólksins og Tónlistarhátinni Opus í Aarhus. Meðfram tónleikahaldi hefur Sólborg kennt á píanó í Danmörku og á Íslandi. Sólborg lauk diplómanámi í listkennslu við Listaháskóla Íslands vorið 2014. Miðaverð 1500 kr / 10 evrur

Songs of love and life. Concert 29 July
Elfa Dröfn Stefánsdóttir mezzo-soprano and Sólborg Valdimarsdóttir piano
A classical program including icelandic and scandinavian songs and perhaps an aria or two.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/7 2015

Messa sunnudaginn 24. júlí klukkan 11:00. Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/7 2015

Fermingarfræðsla Dómkirkjunnar 2015-2016

Sumarnámskeið 17. – 21. ágúst 2015
Fermingarfræðslan hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni 16. ágúst kl. 11.00
Eftir messu verður kynningarfundur með fermingarbörnum og foreldrum/forráðamönnum þeirra, þar sem verður farið verður yfir hvernig fermingarfræðslunni verði háttað í vetur.
Fermingarfræðslunámskeið verður svo dagana 17 – 21. ágúst kl. 9 – 13 í Safnaðarheimili kirkjunnar
Fyrirhugaðir fermingardagar vorið 2016 eru:
Pálmasunudagur, 20. mars kl. 11.00
Skírdagur 24. mars kl. 11.00
Hvítasunnudagur 15. maí kl. 11.00

Skráning á laufey@domkirkjan.is
Hafið samband ef frekari upplýsinga er þörf við.

Með bestu óskum og kveðjum til fermingarbarna og fjölskyldna þeirra, prestarnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/7 2015

Bæna- og kyrrðarstund er í Dómkirkjunni í hádeginu í dag, þriðjudag. Hugleiðing, bænir og falleg tónlist. Að lokinni bænastundinni er gestum boðið að eiga saman samfélag yfir léttum hádegisverði í Safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Í kvöld eru Bach tónleikar, þá leikur Ólafur Elíasson á flygilinn frá 20:30-21:00. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/7 2015

Mæðgurnar Henný Hinz og Ilmur Kristjánsdóttir lásu ritningarlestrana í messunni i dag, hér eru þær ásamt Karli Sigurbjörnssyni sem prédikaði. Góð messa á góðum degi;-)

IMG_3030

Laufey Böðvarsdóttir, 20/7 2015

Séra Sveinn Valgeirsson, dómkirkjuprestur þjónaði á Grund í dag. Félagar úr Kammerkór Dómkirkjunnar sungu og og Skarphéðinn var organisti. Falleg athöfn með góðu fólki.

IMG_3038
Guðrún forstjóri á Grund ásamt séra Sveini og Margréti Ólafsdóttur sem í mörg ár hefur unnið gott starf í Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar.

IMG_3031

Laufey Böðvarsdóttir, 19/7 2015

Sunnudaginn 19. júlí sem er sjöundi sunnudagur eftir Þrenningarhátíð er messa klukkan 11:00. Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Mæðgurnar Ilmur Kristjánsdóttir og Henný Hinz lesa ritningarlestrana. Organisti er Kári Þormar og Dómkórinn syngur. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/7 2015

Bæna- og kyrrðarstund er í Dómkirkjunni í hádeginu á morgun, þriðjudag. Hugleiðing, bænir og falleg tónlist. Öllum er velkomið að senda inn bænarefni, annað hvort með tölvupósti á netfangið kirkjan@domkirkjan.is eða í síma 520 9700. Að lokinni bænastundinni er gestum boðið að eiga saman samfélag yfir léttum hádegisverði í Safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/7 2015

Tónleikar á morgun, þriðjudag kl. 19:30. Peterhouse Chapel Choir er góður kór frá Cambridge. Í Peterhouse Chapel Choir eru 16 söngvarar, allt afburða tónlistarfólk. Stjórnandi er Claudia Grinell og organisti er Gabriel Chiu. Ólafur Elíasson verður með sína vikulega Bach tónleika annað kvöld, en þeir verða að þessu sinni uppúr kl. 21.00. Tónlistarveisla á þriðjudagskvöldi í Dómkirkjunni, komið og njótið.

Peterhouse Chapel Choir – Iceland Tour Poster

Laufey Böðvarsdóttir, 13/7 2015

Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar við messuna á morgun – 12. júlí. Fékk lánaða tilkynningu frá honum af Fésbókinni, fyrir þá sem eru ekki þar. Sjáumst við messu.

Ég mun, ef Guð lofar, messa í Dómkirkjunni á morgun kl 11 og sunnudaginn 19. einnig. Gott að fá að þjóna þar með góðu fólki í þessum sögufræga og fagra helgidómi. Verið hjartanlega velkomnir, kæru vinir!11050683_10204401013964750_7849989530161042115_n

Laufey Böðvarsdóttir, 11/7 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS