Dómkirkjan

 

Elsku fólk, æðruleysismessa í Dómkirkjunni í kvöld kl.20 -sjáumst kát og hress.

Æðruleysismessa

Æðruleysismessan er í kvöld, sunnudag kl. 20:00 í Dómkirkjunni.
Við munum koma saman í bæn og hugleiðslu þar sem við hugleiðum orð Guðs.
Stundin verður nærandi, fyllt ró og við munum heiðra fallega batakefið sem Guð hefur gefið okkur með sporunum tólf.
Sr. Fritz kemur frá Noregi og leiðir stundina, Díana flytur hugleiðingu, Sr. Karl leiðir okkur í bæn, Ástvaldur verður á orgelinu, Óskar Axel mun stýra söngnum og við fáum félaga sem deilir reynslu sinni með okkur.
Hlökkum til að sjá ykkur öll.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/2 2016

Messa kl. 11 í dag 21. febrúar og æðruleysismessa kl. 20 í kvöld.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/2 2016

Sælar kæru prjónakonur og karlar Nú er komið að prjónakaffi og nú fáum við góðan gest. Össur Skarphéðinsson ætlar að segja okkur nokkrar góðar gamansögur. Mánudaginn 22 febrúar kl. 19.00. Súpa, brauð og eitthvað sætt með kaffinu á góðu verði Allir velkomnir

Laufey Böðvarsdóttir, 21/2 2016

Við heimsóttum Mörkina, Suðurlandsbraut síðastliðinn fimmtudag og fengum innilega og höfðinglegar móttökur. Skoðuðum sýningu á íslenskum þjóðlífsmyndum eftir Sigríði Kjaran, nutum þess að hlusta á kórsöng og loks var sest að veisluborði. Fengum líka að skoða kapelluna, altaristaflan er eftir Baltasar. Við þökkum Guðrúnu Gísladóttur og hennar góða fólki fyrir boðið. Um leið óskum við Gísla Páli forstjóra Markarinnar hjartanlega til hamingju með fimmtugsafmælið, en hann átti einmitt afmæli þennan fagra fimmtudag. Hjartans þakkir.

IMG_4478

IMG_4482

IMG_4480

IMG_4448

IMG_4467

IMG_4454

IMG_4441

IMG_4444

IMG_4445

Laufey Böðvarsdóttir, 20/2 2016

21.febrúar kl. 20:00 verður Æðruleysismessa í Dómkirkjunni. Gerðu þér ferð í bæinn, fáðu gott bílastæði við Tjarnargötuna og röltu svo yfir í Dómkirkjuna. Þessar stundir eru einstakar, fylltar kyrrð og dásamlegri nærveru. Það kemur til okkar félagi sem deilir reynslu sinni. Við munum biðja og hugleiða orð Guðs og svo munu Ástvaldur og Óskar Axel leiða okkur í tónlistinni. Gefðu þér tíma til þess að eiga þessa góðu stund með okkur. Bjóddu endilega einhverjum kærkomnum/einhverri kærkomni með.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/2 2016

Í dag ætlum við að fjölmenna úr Opnu húsi í Mörkina, Suðurlandsbraut.

Í dag fimmtudag, 18. febrúar verður breyting á dagskrá í Opna
húsinu. Við ætlum að fjölmenna á sýningu á íslenskum þjóðlífsmyndum eftir Sigríði Kjaran í tengigangi Markarinnar, Suðurlandsbraut. Listaverkin sem eru sextán talsins endurspegla íslenskt þjóðlíf á árum áður. Brúðurnar eru í íslenskum búningum og sýna fólk við hversdagsleg störf í borg og sveit. Sigríður, sem nú er látin, sagði um brúður sínar: Tilgangur minn er sá að tryggja að vinnubrögð og andi hins liðna gleymist ekki yngri kynslóðum, heldur geti þær í gegnum brúðurnar séð hvernig lifnaðarhættir forfeðra þeirra voru.”
Við ætlum að sameinast í bíla frá Safnaðarheimilinu, sumir ætla að fara beint í Mörkina. Okkur er boðið í kaffi í Mörkinni, þetta verður skemmtilegur fimmtudagur.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/2 2016

Samtal um trú heldur áfram, í kvöld miðvikudag kl. 18. mun Karl Sigurbjörnsson, biskup fjallar um Biblíuna og Kóraninn, sem eru áreiðanlega áhrifaríkustu rit allra tíma og sem býsna fróðlegt er að bera saman. Þar er sannarlega margt sem sameinar en ótal margt sem ólíkt er. Hlökkum til að sjá þig!

Laufey Böðvarsdóttir, 17/2 2016

Á fimmtudaginn ætlum við í Opna húsinu að fara í Mörkina, Suðurlandsbraut.

Næst komandi fimmtudag, þann 18. febrúar verður breyting á dagskrá í Opna
húsinu. Við ætlum að fjölmenna á sýningu á íslenskum þjóðlífsmyndum eftir Sigríði Kjaran í tengigangi Markarinnar, Suðurlandsbraut. Listaverkin sem eru sextán talsins endurspegla íslenskt þjóðlíf á árum áður. Brúðurnar eru í íslenskum búningum og sýna fólk við hversdagsleg störf í borg og sveit. Sigríður, sem nú er látin, sagði um brúður sínar: Tilgangur minn er sá að tryggja að vinnubrögð og andi hins liðna gleymist ekki yngri kynslóðum, heldur geti þær í gegnum brúðurnar séð hvernig lifnaðarhættir forfeðra þeirra voru.”
Við ætlum að sameinast í bíl frá Safnaðarheimilinu, sumir ætla að fara beint í Mörkina. Okkur er boðið í kaffi í Mörkinni, þetta verður skemmtilegur fimmtudagur.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/2 2016

Dægradvöl í vetrarfríi.

Dómkirkjan býður uppá dægradvöl fyrir börn í 1.-3. bekk í vetrarfríi grunnskólans 25.-26. febrúar n.k. kl. 8-16 í safnaðarheimilinu við Lækjargötu 14. Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg undir leiðsögn presta, kennara og æskulýðsfulltrúa Dómkirkjunnar.

Dægradvölin er þátttakendum að kostnaðarlausu fyrir utan kr. 1.500 vegna máltíða.

Skráning á kirkjan@domkirkjan.is og nánari upplýsingar í síma 520-9700.
barnastarfirkjan@domkirkjan.is eða í síma 520 9709 fyrir 21. febrúar.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/2 2016

Messa kl. 11 sunnudaginn 14. febrúar séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Barnastarfið á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigga Jóns. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganista.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/2 2016

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

Tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...