Bæna-og kyrrðarstund á morgun þriðjudag kl. 12.10 – léttur hádegisverður í Safnaðarheimilinu að henni lokinni. Gestakokkur morgundagsins er enginn annar en Ástbjörn okkar Egilsson. Verið hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 10/8 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 10/8 2015
Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 9. ágúst kl.11:00. Dómkórinn syngur og organisti er Eyþór Franzson Wechner. Hér er mynd af styttunni Móðurást eftir Nínu Sæmundsson, sem er í Mæðragarðinum gengt Safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Lækjargötunni. Styttan var sett upp í garðinum 1928. Í vetur fáum við marga góða gesti til okkar í Opna húsið á fimmtudögum m.a. kemur Hrafnhildur Schram, listfræðingur og fræðir okkur um list Nínu Sæmundsson.
Laufey Böðvarsdóttir, 4/8 2015
Bæna- og kyrrðarstund er í Dómkirkjunni í hádeginu á morgun, þriðjudag. Hugleiðing, bænir og falleg tónlist. Að lokinni bænastundinni er gestum boðið að eiga saman samfélag yfir léttum hádegisverði í Safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Gestakokkur morgundagsins er Katrín okkar, það verður eitthvað gómsætt sem hún framreiðir.
Á miðvikudaginn kl. 12:15 eru tónleikar í hádeginu
Söngvar um ástina og lífið.
Elfa Dröfn Stefánsdóttir mezzo-sópran og Sólborg Valdimarsdóttir píanó. Á efnisskránni eru íslenskar og norrænar söngperlur, fjórir tregasöngvar eftir Hreiðar Inga ásamt aríum eftir Bizet og Saint-Saens.
Sunnudaginn 2. ágúst er messa kl. 11:00 og þá prédikar og þjónar fyrir altari Karl Sigurbjörnsson, biskup. Verið velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 27/7 2015
Píanóleikarinn Ólafur Elíasson leikur nokkrar af 48 prelódíum og fúgum Bachs á flygilinn í Dómkirkjunni öll þriðjudagskvöld. Aðgangur ókeypis. Um Ólaf Elíasson: Ólafur var nemandi Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleikara á Íslandi en stundaði framhaldsnám fyrst í París hjá hinum heimsþekkta píanóleikara Vlado Perlemuter og síðar í Englandi, m.a. við konunglega tónlistarháskólann í London (Royal Academy of Music) þar sem hann lauk einleikaraprófi 1994. Washington Post sagði um leik Ólafs: ,,…að leikur hans væri bæði nákvæmur og líflegur!“ Síðustu ár hefur Ólafur einbeitt sér að verkum J.S. Bachs en hann hyggst hljóðrita allar prelódíur og fúgur Bachs á næstu árum. Hægt er að hlusta á upptökur með píanóleik Ólafs á Soundcloud: https://soundcloud.com/lafur-el-asson
Laufey Böðvarsdóttir, 26/7 2015