Dómkirkjan

 

Samtal um trú hefst í Safnaðarheimilinu á öskudag.

Samtal um trú hefst í Safnaðarheimilinu á öskudag.
Á miðvikudagskvöldum um föstutímann, frá og með 10. febrúar, verður boðið til Samtals um trú í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Fjallað verður um grundvallaratriði kristinnar trúar og um Biblíuna og Kóraninn. Samtalið, sem Karl biskup og sr. Sveinn Valgeirsson leiða, hefst með inngangserindi kl. 18.00 Boðið er upp á létta máltíð við vægu verði. Samverunni lýkur um kl. 21.00.
10. febr. Heimildagildi guðspjallanna KS
17. febr. Páll postuli KS
24. febr. Biblían og Kóraninn KS
2. mars Upphaf siðbótarinnar. Um 95 greinar Lúthers SV
9. mars Hversvegna helgihald? SV
Minni einnig á að laugardaginn, 12. mars verður kyrrðardagur í Safnaðarheimilinu, kl. 8.30 – 15, bæn og íhugun undir leiðsögn Karls Sigurbjörnssonar, biskups. Nánari upplýsingar og skráning 520-9700 og laufey@domkirkjan.is.

Laufey Böðvarsdóttir, 31/1 2016

Næst komandi sunnudag, 31. janúar er messa kl. 11 þar sem sr. Sveinn Valgeirsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, organista. Fermingarstúlkur lesa ritningarlestrana. Að lokinni messu verður fundur í Safnaðarheimilinu með fermingarbörnum og forráðamönnum þeirra. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/1 2016

Guðný Einarsdóttir með tónleika í Dómkirkjunni, laugardaginn 30. janúar kl. 13:00

12573800_1011925575497599_27473552929489155_n
GUÐNÝ EINARSDÓTTIR

30. JANÚAR 2016 | 30 JANUARY 2016
DÓMKIRKJAN | REYKJAVIK CATHEDRAL
KL. 13.00 | 1 PM
Miðavverð 2000

EFNISSKRÁ | PROGRAMME:
Jón Nordal – Kær Jesú Kristí
Jón Nordal – Fantasía
Jón Nordal – Sálmforleikur um sálm sem aldrei var sunginn
Jón Nordal – Tokkata
Jón Nordal – Postludium
Á tónleikunum verða flutt öll orgelverk Jóns Nordal. Verkin eru fimm, það fyrsta er sálmforleikurinn Kær Jesú Kristí frá árinu 1945 og það síðasta Postludium frá árinu 2001. Verkin tengjast öll Dómkirkjunni með einum eða öðrum hætti, en fyrsta verkið gaf Jón Páli Ísólfssyni fyrrum dómorganista sem síðar pantaði annað orgelverk af Jóni, Fantasíu sem samin var árið 1954. Seinna samdi Jón verkið Sálmforleikur um sálm sem aldrei var sunginn fyrir Ragnar Björnsson, fyrrum dómorganista. Sennilega er þekktasta orgelverk Jóns Tokkata frá árinu 1985 en það verk var samið af tilefni vígslu nýja Dómkirkjuorgelsins og samið í minningu Páls Ísólfssonar. Síðasta verk Jóns, Postludium frá 2001 er svo samið í minningu Ragnars Björnssonar.

Jón Nordal verður níræður þann 6. mars nk. og eru orgeltónleikarnir haldnir til heiðurs honum af þessu tilefni.
All of Jón Nordal’s five organ compositions will be performed at this concert. The first is the prelude Kær Jesú Kristí is from the year 1945 and the last is Postludium from the year 2001. The compositions are all connected to the Reykjavik Cathedral in one way or another. Nordal gave the first piece to the former Cathedral organist, Páll Ísólfsson, who ordered another organ pice from Nordal, Fantasía, which was composed in 1954. Later Nordal composed the piece Sálmforleikur um sálm sem aldrei var sunginn for Ragnar Björnsson, also a former Cathedral organist. Nordal’s most known work is Tokkata from the year 1985. Tokkata was composed for the inauguration of the new Cathedral organ and in memory of Páll Ísólfsson. Nordal’s last work Postludium from 2001 is composed in memory of Ragnar Björnsson.

This concert is in honour of Jón Nordal who will turn 90 years old 6 March 2016.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/1 2016

Það er alltaf gaman í Opna húsinu hjá okkur á fimmtudögum. Óttar Guðmundsson, geðlæknir verður gestur okkar í dag, fimmtudag. Sjáumst í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a kl. 13.30. Veislukaffi hjá Ástu okkar.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/1 2016

Til foreldra og forráðamanna fermingarbarna í Dómkirkjunni 2016
Komið blessuð og sæl og gleðilegt ár!
Hér með er minnt á að fyrsta fræðslustund ársins verður á morgun, miðvikudaginn, 27. janúar kl. 16 í Safnaðarheimilinu.
Næst komandi sunnudag, 31. janúar er messa kl. 11 þar sem vænst er þátttöku væntanlegra fermingarbarna og forráðamanna þeirra. Að lokinni messu verður fundur í Safnaðarheimilinu þar sem boðið verður upp á samlokur og samtal.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/1 2016

Velkomin á bæna-og kyrrðarstundina í hádeginu í dag, þriðjudag.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/1 2016

Össur Skarphéðsson verður gestur okkar á fyrsta prjónakvöldi ársins í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Það byrjar kl. 19:00 á morgun, mánudag 25. janúar. Súpa, kaffi og sætt með kaffinu. Hlökkum til að eiga skemmtilegt kvöld með ykkur. Ungir sem aldnir, karlar sem konur, allir velkomnir.

IMG_3391

Laufey Böðvarsdóttir, 25/1 2016

Myndir frá hátíðarmessunni á nýársdag, Jökull Freysteinsson bar prósessíukrossinn, en Jökull fermist í vor í Dómkirkjunni.

IMG_8206-1

IMG_8207

IMG_8209

Laufey Böðvarsdóttir, 22/1 2016

Össur Skarphéðinsson verður gestur okkar á prjónakvöldi Dómkirkjunnar 25. janúar kl. 19. Súpa, kaffi og sætmeti. Allir velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/1 2016

Æðruleysismessa, sunnudagskvöldið 24. janúar kl. 20:00. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/1 2016

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...