Dómkirkjan

 

Hildigunnur Einarsdóttir söng listavel við hátíðarmessu í sumar.

IMG_2692

Laufey Böðvarsdóttir, 8/7 2015

12. júlí er messa klukkan 11:00. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/7 2015

Þriðjudagarnir eru góðir dagar, í hádeginu á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í Dómkirkjunni. Það er gott að koma í þessa fallegu kirkju og njóta kyrrðar, bæna og fallegrar tónlistar. Síðan er farið í Safnaðarheimilið og borðað saman. Á morgun er það Ásta okkar sem matreiðir eitthvað gómsætt. Um kvöldið er síðan tilvalið að koma aftur í kirkjuna og hlusta þar á Ólaf Elíasson leika tónlist Bach á flygilinn. Sjáumst á morgun.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/7 2015

Hið íslenska Biblíufélag verður 200 ára föstudaginn 10. júlí

Hið íslenska Biblíufélag verður 200 ára föstudaginn 10.júlí nk. Í tilefni dagsins verður guðsþjónusta í Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 16. Þann 10. júlí fyrir 200 árum var félagið stofnað á biskupssetrinu að Aðalstræti 10 í Reykjavík að undangenginni guðsþjónustu í Dómkirkjunni.

Að lokinni guðsþjónustunni nú verður gengið að húsinu Aðalstræti 10 og skjöldur settur á húsið þar sem þess verður getið að félagið hafi verið stofnað þar.

Við guðsþjónustuna syngur Dómkórinn og organisti verður Kári Þormar. Ólafur Egilsson og Sigrún Ásgeirsdóttir lesa ritningarlestra, sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari og biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir prédikar. Að því loknu verður móttaka.

Þennan dag verður einnig settur blómakrans á leiði Geirs Vídalín, sem var biskup Íslands árið 1815.

Guðsþjónustan er öllum opin og er þess vænst að margir leggi leið sína í Dómkirkjuna í Reykjavík kl. 16 þennan dag og minnist stofnunar þessa merka félags, sem er elsta starfandi félag landsins.

Vertu velkomin/n!

Laufey Böðvarsdóttir, 5/7 2015

Fimmti sunnudagur eftir Þrenningarhátíð, messa kl. 11 séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Sjáumst í Dómkirkjunni 5. júlí.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/7 2015

Brass kvintettinn Ventus brass, fimmtudagskvöldið 2. júlí kl. 20-21.

Brass kvintettinn Ventus brass hefur unnið að því að dreifa málmbástursmenningu sem víðast um borgina í sumar á vegum Hins Hússins, meðal annars með því að spila á leikskólum, elliheimilum og í miðbænum. Nú er komið að því að sýna afrakstur taumlausra æfinga sveitarinnar á tónleikum í Dómkirkjunni. Fram munu koma verk af ólíkum toga, allt frá klassískum verkum yfir í léttari popplög ásamt frumsömdu efni.
Frítt er inn á tónleikana og eru allir hjartanlega velkomnir!

———
Ventus Brass hefur starfað í 2 ár en meðlimir sveitarinnar eru breytilegir. Í sumar samanstendur sveitin af:

Ásgrími Einarssyni á túbu
Birgittu Björgu Guðmarsdóttur á trompet,
Hönnuh Rós Sigurðardóttur Tobin á trompet
Jóni Arnari Einarssyni á básúnu
Þórunni Eir Pétursdóttur á horn

Laufey Böðvarsdóttir, 29/6 2015

Á morgun, þriðjudag er bæna- og kyrrðarstund í hádeginu. Ljúft er að koma þar saman og eiga góða stund. Hádegisverður í Safnaðarheimilinu við Vonarstræti og nú er það Jóna Matthildur sem er gestakokkur. Jóna er nýr formaður Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar og hlökkum við til samstarfsins. Minnum líka á Bach tónleika öll þriðjudagskvöld frá 20:30 – 21:00, þar sem Ólafur Elíasson leikur á flygilinn. Ókeypis inn, verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/6 2015

4. sunnudagur eftir þrenningarhátíð, messa kl. 11:00

Séra Sveinn Valfeirsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 28. júní kl. 11.00. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/6 2015

Bæna-og kyrrðarstund kl. 12:10 í dag, þriðjudag. Ljúft að eiga samveru í Dómkirkjunni. Léttur og gómsætur hádegisverður í Safnaðarheimilinu að hætti Katrínar. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/6 2015

Djákna- og prestsefni fá embættisgengi
Biskup Íslands brautskráði átta djákna- og prestsefni úr starfsþjálfun þjóðkirkjunnar við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í dag 22. júní. Þau sem útskrifuðust eru Áslaug Helga Hálfdánardóttir, Bergþóra Ragnarsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Helga Björk Jónsdóttir, Hrafnhildur Eyþórsdóttir, Jónína Auður Sigurðardóttir og Ingibjörg Eygló Hjaltadóttir djáknakandídatar og cand. theol. Þorgeir Freyr Sveinsson guðfræðikandídat. Á myndinni eru kandídatarnir ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. IMG_2087

Laufey Böðvarsdóttir, 22/6 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS