Dómkirkjan

 

Fjölskyldumessa kl.11 á morgun, sunnudag.

Á morgun, sunnudag er fjölskyldumessa kl.11 séra Sveinn Valgeirsson og æskulýðsleiðtogarnir okkar Ólafur Jón og Sigurður Jón leiða stundina. Fermingarbörn vorsins taka virkan þátt, brúðuleikhús ofl. Kór Menntaskólans í Reykjavík syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganista. Minni á bílastæðin í Ráðhússkjallaranum og bílastæðin við Alþingi. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/3 2016

Sigríður Snævar flutti áhugavert erindi hjá okkur í Opna húsinu í gær.

IMG_4529

IMG_4534 Í starfsleyfi árið 2008 setti hún á stofn fyrirtækið Nýttu kraftinn sem aðstoðaði samtals 1100 atvinnuleitendur á þeim árum þegar hér var mikið atvinnuleysi og ritaði síðar bók um atvinnuleit með sama nafni. Erindi hennar hét einmitt Nýttu kraftinn, en það er Sigríði hjartans mál að aðstoða fólk við að finna fjölina sína sama í hvaða aðstæðum þeir eru.
Gaman að hlusta og hún varpaði fram spurningum til okkar út í sal og minnti okkar á að virkja og nýta þá hæfileika sem við höfum. Þökkum Sigríði kærlega fyrir komuna.
Í næstu viku kemur Þorvaldur Friðriksson í Opna húsið.
Á sunnudaginn er fjölskyldumessa kl.11 séra Sveinn Valgeirsson og æskulýðsleiðtogarnir okkar Ólafur Jón og Sigurður Jón leiða stundina. Fermingarbörn vorsins taka virkan þá tt, brúðuleikhús og kór Menntaskólans í Reykjavík syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganista. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 4/3 2016

Sigríður Snævar verður gestur okkar í Opna húsinu á morgun fimmtudag.

Sigríður Snævar varð fyrst íslenskra kvenna sendiherra árið 1991. Fyrst í Stokkhólmi og seinna í París í samtals tæp ellefu ár.
Árið 2008 setti á stofn fyrirtækið Nýttu kraftinn sem aðstoðaði samtals 1100 atvinnuleitendur á þeim árum þegar hér var mikið atvinnuleysi og ritaði síðar bók um atvinnuleit með sama nafni.
Erindi hennar á morgun heitir einmitt Nýttu kraftinn, verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/3 2016

Ungdóm í kvöld kl. 19.30 þriðjudag.

Undirbúningskvöld fyrir Æskulýðsmessu
Í kvöld verður Ungdóm-samvera og ætlum við að athuga hvort við getum sem hópur undirbúið einfalt atriði sem sýnt verður í fjölskyldumessu næsta sunnudag en þá er Æskulýðsdagurinn.

Okkur langar að biðja ykkur æskulýðsfélaga að fjölmenna fjölskyldumessuna kl. 11 á sunnudaginn kemur. Endilega bjóðið fjölskyldu ykkar með! Messan verður með öðru sniði en venjulega. Það verður m.a. brúðuleikhús og svo mun kór Menntaskólans í Reykjavík sjá um tónlistarflutning.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/3 2016

Samtal um trú. “Til hvers helgihald? Miðlar helgihald kirkjunnar einhverju sem hefur merkingu fyrir mig?” Þetta eru eðlilegar spurningar; það er þó ekki víst að þeim verði svarað í eitt skipti fyrir öll. Miðvikudaginn 2. mars kl. 18:00 mun Sveinn Valgeirsson efna til samtals um helgihald og guðfræði helgihaldsins. Allir hjartanlega velkomnirí safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/3 2016

Bæna-og kyrrðarstund í dag, þriðjudag kl.12.10 í Dómkirkjunni, verið hjartanlega velkomin. Bach tónleikar Ólafs Elíssonar í kvöld kl. 20.30 -21.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/3 2016

Sunnudaginn 28. febrúar sem er þriðji sunnudagur í föstu, prédikar Karl Sigurbjörnsson, biskup. Barnastarfið er í umsjón Óla og Sigga. Fermingarstúlkurnar Una Margrét Lyngdal Reynisdóttir og Kristjana Lind Ólafsdóttir lesa ritningarlestrana. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Messan byrjar kl. 11 og verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/2 2016

Í Opna húsinu á morgun, fimmtudag verður gestur okkar Ellert Schram. Opna húsið byrjar kl. 13.30 og þá er veislukaffi hjá Ástu okkar. Á sunnudaginn er messa og barnastarf kl. 11 þar sem Karl Sigurbjörnsson prédikar og þjónar fyrir altari. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/2 2016

Skarphéðinn og Sankti Páll, það eru mínir menn“ – sagði karlinn. Þann fyrrnefnda er nú hægt að sjá í Borgarleikhúsinu og í kvöld mun ég leiða samtal um þann síðarnefnda, Pál postula. Hver var hann og hvað hefur hann eiginlega fram að færa? Og eiga þeir eitthvað sameiginlegt, “mínir menn” ? Velkomin til samtals um trú í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar, í kvöld kl. 18. Karl Sigurbjörnsson.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/2 2016

Kæru foreldrar og forráðamenn! Í kvöld, þriðjudag ætlar Ungdóm að fara í heimsókn til æskulýðsfélags Hallgrímskirkju. Við biðjum unglingana um að mæta í Hallgrímskirkju kl. 19:30

Laufey Böðvarsdóttir, 23/2 2016

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

Tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...