Sigríður Snævar varð fyrst íslenskra kvenna sendiherra árið 1991. Fyrst í Stokkhólmi og seinna í París í samtals tæp ellefu ár.
Árið 2008 setti á stofn fyrirtækið Nýttu kraftinn sem aðstoðaði samtals 1100 atvinnuleitendur á þeim árum þegar hér var mikið atvinnuleysi og ritaði síðar bók um atvinnuleit með sama nafni.
Erindi hennar á morgun heitir einmitt Nýttu kraftinn, verið hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 2/3 2016
Undirbúningskvöld fyrir Æskulýðsmessu
Í kvöld verður Ungdóm-samvera og ætlum við að athuga hvort við getum sem hópur undirbúið einfalt atriði sem sýnt verður í fjölskyldumessu næsta sunnudag en þá er Æskulýðsdagurinn.
Okkur langar að biðja ykkur æskulýðsfélaga að fjölmenna fjölskyldumessuna kl. 11 á sunnudaginn kemur. Endilega bjóðið fjölskyldu ykkar með! Messan verður með öðru sniði en venjulega. Það verður m.a. brúðuleikhús og svo mun kór Menntaskólans í Reykjavík sjá um tónlistarflutning.
Laufey Böðvarsdóttir, 1/3 2016
Æðruleysismessa
Æðruleysismessan er í kvöld, sunnudag kl. 20:00 í Dómkirkjunni.
Við munum koma saman í bæn og hugleiðslu þar sem við hugleiðum orð Guðs.
Stundin verður nærandi, fyllt ró og við munum heiðra fallega batakefið sem Guð hefur gefið okkur með sporunum tólf.
Sr. Fritz kemur frá Noregi og leiðir stundina, Díana flytur hugleiðingu, Sr. Karl leiðir okkur í bæn, Ástvaldur verður á orgelinu, Óskar Axel mun stýra söngnum og við fáum félaga sem deilir reynslu sinni með okkur.
Hlökkum til að sjá ykkur öll.
Laufey Böðvarsdóttir, 21/2 2016
Laufey Böðvarsdóttir, 21/2 2016