Næst komandi fimmtudag, þann 18. febrúar verður breyting á dagskrá í Opna
húsinu. Við ætlum að fjölmenna á sýningu á íslenskum þjóðlífsmyndum eftir Sigríði Kjaran í tengigangi Markarinnar, Suðurlandsbraut. Listaverkin sem eru sextán talsins endurspegla íslenskt þjóðlíf á árum áður. Brúðurnar eru í íslenskum búningum og sýna fólk við hversdagsleg störf í borg og sveit. Sigríður, sem nú er látin, sagði um brúður sínar: Tilgangur minn er sá að tryggja að vinnubrögð og andi hins liðna gleymist ekki yngri kynslóðum, heldur geti þær í gegnum brúðurnar séð hvernig lifnaðarhættir forfeðra þeirra voru.”
Við ætlum að sameinast í bíl frá Safnaðarheimilinu, sumir ætla að fara beint í Mörkina. Okkur er boðið í kaffi í Mörkinni, þetta verður skemmtilegur fimmtudagur.
Laufey Böðvarsdóttir, 13/2 2016
Dómkirkjan býður uppá dægradvöl fyrir börn í 1.-3. bekk í vetrarfríi grunnskólans 25.-26. febrúar n.k. kl. 8-16 í safnaðarheimilinu við Lækjargötu 14. Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg undir leiðsögn presta, kennara og æskulýðsfulltrúa Dómkirkjunnar.
Dægradvölin er þátttakendum að kostnaðarlausu fyrir utan kr. 1.500 vegna máltíða.
Skráning á kirkjan@domkirkjan.is og nánari upplýsingar í síma 520-9700.
irkjan@domkirkjan.is eða í síma 520 9709 fyrir 21. febrúar.
Laufey Böðvarsdóttir, 12/2 2016
Á morgun verdur farid í laser tag i Kópavoginum (hja Netto) vid byrjum klukkan 7 ad þessu sinni svo endilega verid mætt 15 minutum fyrr: Vid hittumst i laser taginu. Þad kostar 1700kr og innifalid i þvi eru 2 leikir. Vid verdum liklega buin svona rett um 8.
Svo til ad draga þetta saman þá er:
Mæting 18:45 i Kópavoginum buid klukkan 20:00.
Muna eftir pening (1700kr)
Hlökkum til ad sjá ykkur
Kv.
Siggi og Óli
Laufey Böðvarsdóttir, 8/2 2016
Laufey Böðvarsdóttir, 7/2 2016
Sunnudaginn 7. febrúar kl. 11.00
Vígsluvottar eru:
Sr. Sveinn Valgeirsson,
sr. Jóhanna Gísladóttir,
sr. Guðni Már Harðarson,
sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, sem lýsir vígslu, og
Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni.
Björn Samúelsson, fulltrúi frá Reykhólaprestakalli les ritningarlestur.
Barnastarfið á kirkjuloftinu hjá Óla Jóni og Sigga Jóni.
Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar.
Laufey Böðvarsdóttir, 5/2 2016
Áhugasömum er boðið að kynna sér starfsemi kórsins og auðvitað að syngja með á æfingunni.
Dómkórinn getur bætt við sig söngröddum en þó sérstaklega í tenór og bassa.
Þá getum við bætt við röddum sem skipa sérstakan útfararhóp 8 – 10 manns, sem verður innan Dómkórsins.
Í dag æfir kórinn verk eftir Francis Poulenc, Maurice Duruflè, Eric Withacre og íslensk tónskáld.
Dómkórinn stefnir á kórakeppni árið 2017.
Æfingin er á Dómkirkjuloftinu
Allir hjartanlega velkomnir.
Laufey Böðvarsdóttir, 2/2 2016
14. janúar Karl Sigurbjörnsson.
21. janúar Árni Bergmann.
28. Óttar Guðmundsson
4. febrúar Páll Einarsson
11. febrúar Iðunn Steinsdóttir
18. febrúar Páll Benediktsson
25. febrúar Ellert Schram
3. mars Sigríður Snævar
10. mars Helgi Skúli Kjartansson
17. mars Þorvaldur Friðriksson
24. mars skírdagur
31. mars
7. apríl Hólmfríður, Kristín og Julian.
14. apríl Þórey Dögg
21. apríl Sumardagurinn fyrsti
28. apríl Gerður G. Bjarklind
5. maí Uppstigningardagur
12. maí Hjördís Geirsdóttir
19. maí Vorferðalag.
Prjónakvöld eru 4. mánudag í mánuði klukkan 19:00 í Safnaðarheimilinu.
Laufey Böðvarsdóttir, 1/2 2016