Sumarnámskeið 17. – 21. ágúst 2015
Fermingarfræðslan hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni 16. ágúst kl. 11.00
Eftir messu verður kynningarfundur með fermingarbörnum og foreldrum/forráðamönnum þeirra, þar sem verður farið verður yfir hvernig fermingarfræðslunni verði háttað í vetur.
Fermingarfræðslunámskeið verður svo dagana 17 – 21. ágúst kl. 9 – 13 í Safnaðarheimili kirkjunnar
Fyrirhugaðir fermingardagar vorið 2016 eru:
Pálmasunudagur, 20. mars kl. 11.00
Skírdagur 24. mars kl. 11.00
Hvítasunnudagur 15. maí kl. 11.00
Skráning á laufey@domkirkjan.is
Hafið samband ef frekari upplýsinga er þörf við.
Með bestu óskum og kveðjum til fermingarbarna og fjölskyldna þeirra, prestarnir.
Laufey Böðvarsdóttir, 22/7 2015
Guðrún forstjóri á Grund ásamt séra Sveini og Margréti Ólafsdóttur sem í mörg ár hefur unnið gott starf í Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar.
Laufey Böðvarsdóttir, 19/7 2015
Ég mun, ef Guð lofar, messa í Dómkirkjunni á morgun kl 11 og sunnudaginn 19. einnig. Gott að fá að þjóna þar með góðu fólki í þessum sögufræga og fagra helgidómi. Verið hjartanlega velkomnir, kæru vinir!
Laufey Böðvarsdóttir, 11/7 2015
Hið íslenska Biblíufélags fagnaði 200 ára afmæli í gær, en það var stofnað í Reykjavík þann 10. júlí 1815 og er elsta starfandi félag landsins.
Hátíðarguðþjónusta var í Dómkirkjunni og messuformið var samkvæmt Handbók 1815.
Eftir guðþjónustuna var gengið út í Víkurkirkjugarð og lagður blómsveigur til minningar um Geir Vídalín, biskup en hann var fyrsti forseti félagsins
Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, guðfræðiprófessor, flutti þar ávarp og sagði frá Geir Vídalín.
Næst var gengið að Aðalstræti 10 en í því húsi var Biblíufélagið stofnað. Þröstur Ólafsson, formaður Minjaverndar, hélt tölu og afhjúpaði látúnsskjöld ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Að lokum var afmælishóf í Biskupsgarði.
Laufey Böðvarsdóttir, 11/7 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 10/7 2015