Prests- og djáknavígsla kl. 11. Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands vígir djáknakandídat Elísabetu Gísladóttur til djáknaþjónustu á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík. Einnig verður cand. theol. Sylvía Magnúsdóttir vígð til prestsþjónustu á Landspítalanum. Vígsluvottar verða sr. Kristín Pálsdóttir, sr, Sveinn Valgeirsson, sr. Bragi Skúlason, Ragnheiður Sverrisdóttir djákni. Kári Þormar leikur á orgelið og Dómkórinn syngur.
Sunnudagaskóli milli kl. 11 og 12 á kirkjuloftinu. Öll börn velkomin í fylgd með fullorðnum.
Messa kl. 14 í Kolaportinu. Sr. Sveinn þjónar ásamt Þorvaldi Halldórssyni og fleirum.
Minnum á bílastæðin aftan við Alþingishúsið. Allir velkomnir!
Laufey Böðvarsdóttir, 20/9 2017
Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Kári Þormar leikur á orgel og félagar úr Dómkórnum leiða sönginn. Næg bílastæði aftan við Alþingishúsið. Allir velkomnir!
Laufey Böðvarsdóttir, 13/9 2017
10. september – Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga
Sunnudaginn 10. september kl.20 verður haldin kyrrðarstund í Dómkirkjunni í Reykjavík til að heiðra minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.
Dagskrá:
• Sr. Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju flytur hugvekju
• Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson syngur nokkur lög við undirleik Ásgeirs Aðalsteinssonar.
• Sigurþóra Bergsdóttir aðstandandi segir frá reynslu sinni.
• Kveikt verður á kertum í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.
Að kyrrðarstundinni standa Geðhjálp, Geðsvið Landspítala, Hugarafl, Landlæknisembættið, Minningarsjóður Orra Ómarssonar, Ný dögun, Pieta, Rauði kross Íslands og Þjóðkirkjan.
Einnig verða kyrrðarstundir haldnar á Akureyri, Egilsstöðum, Húsavík og í safnaðarheimilinu í Sandgerði. Byrja þær allar klukkan 20.
Á Akranesi verður ljósinu varpað á sjálfsvíg og safnað fyrir Pieta í kvöldmessu þeirra klukkan 20 á sunnudaginn.
Á Ísafirði verður minningarstund laugardaginn 23. September klukkan 17.
Kyrrðarstundirnar eru öllum opnar og aðgangur er ókeypis
Laufey Böðvarsdóttir, 7/9 2017