Dómkirkjan

 

Verið velkomin til messu á sunnudaginn kl. 11. Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu, Kári Þormar og Dómkórinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/1 2017

Ásgeir Sigurgestsson verður gestur okkar 26. janúar

Mikið var gaman að hlusta á Margréti Hallgrímsdóttur, þjóðminjavörð, við óskum henni innilega til hamingju með nýju bókina.
Á fimmtudaginn verður gestur okkar Ásgeir Sigurgestsson og ætlar hann að segja okkur frá Hólmfríði sjókonu.
Opna húsið byrjar kl. 13.30, þá les Karl biskup fyrir okkur ljóð, fáum síðan kaffi og góða meðlætið hennar Ástu okkar og hlustum síðan á Ásgeir. Fræðandi og góðar stundir með góðu fólki. Hjartanlega velkomin í safnaðarheimilið.
2. febr. Pétur Gunnarsson rithöfundur, Saga úr Vesturbænum
9. febr. Þórir Guðmundsson um flóttamenn og hælisleitendur
16. febr. Hjálmar Hannesson um Vestur Íslendinga
23. febr. Karl Sigurbjörnsson, fjallar um engla
2. mars Halla Kjartansdóttir: Á slóðum hákerlinga – spjall um Hafbókina eftir Morten Ströksnes
9. mars Björn Jón Bragason, segir frá skátahreyfingunni
16. mars Elísabet Brekkan: kjaftasögur af kóngafólki
23. mars Unnur Halldórsdóttir, skemmtisögur og vísur
30. mars
6. apríl Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélagsins
27. apr Karl Sigurbjörnsson um Geir Vídalín biskup
4. maí Þorvaldur Friðriksson: Jón Indíafari
11. maí VorferðIMG_1581

IMG_1575

Laufey Böðvarsdóttir, 24/1 2017

Kynning á pílagrímsferðum mánudagskvöldið 23. janúar kl. 19.30-21.00.

Mundo er sönn ánægja að kynna framboð á ferðum um Jakobsveg árið 2017. Nokkrar ferðir verða í boði og á fundinum verður kynning á því að gerast pílagrímur sem og stutt yfirlit yfir ferðir ársins 2017 fyrir gangandi og hjólandi.

Camino Portugués 7.-19. apríl (gönguferð)
Camino Francés seinustu 150 km 11.-22. apríl (gönguferð)
Camino Francés allur 27. maí – 11. júní (hjólaferð)
Camino Francés kvennaferð 45 ára og eldri 1.-15. júní (gönguferð)
Camino Norte (Konungsleiðin) 15.-29. ágúst (gönguferð)
Camino Francés 16.-30. september (rúta og ganga)

Allir velkomnir. Sjáumst í Dómkirkjunni. :-)

Laufey Böðvarsdóttir, 21/1 2017

Prjónakvöld í safnaðarheimilinu mánudagskvöldið 23. janúar kl. 19

Laufey Böðvarsdóttir, 19/1 2017

Æðruleysismessa sunnudaginn 22. janúar kl.20

Laufey Böðvarsdóttir, 19/1 2017

Séra Sveinn prédikar sunnudaginn 22. janúar, sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/1 2017

Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður verður gestur okkar í dag, fimmtudag í Opna húsinu kl. 13.30. Kaffið og góðu veitingarnar hennar Ástu okkar verða á sínum stað. Hlökkum til að sjá ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/1 2017

Opna húsið í safnaðarheimilinu hófst á nýju ári sl. fimmtudag, mikið var gott að hitta þennan góða fimmtudagshóp. Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir í Bandaríkjunum kom og fræddi okkur um krabbamein og framfarir í lyflækningum. Þökkum Sigurði fyrir fróðlegt erindi og hlökkum til að hlusta á Margréti Hallgrímsdóttur, þjóðminjavörð nk. fimmtudag kl. 13.30. Verið hjartanlega velkomin og takið með ykkur gesti. Minni á að mánudagskvöldið 23. janúar er prjónakvöld kl. 19. 19. jan. Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðargersemar 26. jan. Ásgeir Sigurgestsson um Hólmfríði sjókonu 2. febr. Pétur Gunnarsson rithöfundur, Saga úr Vesturbænum 9. febr. Þórir Guðmundsson um flóttamenn og hælisleitendur 16. febr. Hjálmar Hannesson um Vestur Íslendinga 23. febr. Karl Sigurbjörnsson, fjallar um engla 2. mars Halla Kjartansdóttir: Á slóðum hákerlinga – spjall um Hafbókina eftir Morten Ströksnes 9. mars Björn Jón Bragason, segir frá skátahreyfingunni 16. mars Elísabet Brekkan: kjaftasögur af kóngafólki 23. mars Unnur Halldórsdóttir, skemmtisögur og vísur 30. mars 6. apríl Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélagsins 27. apr Karl Sigurbjörnsson um Geir Vídalín biskup 4. maí Þorvaldur Friðriksson: Jón Indíafari 11. maí Vorferð 18. maí Uppstigningardagur

IMG_1548

IMG_1541

IMG_1539

Laufey Böðvarsdóttir, 17/1 2017

Gleðidagur í Dómkirkjunni á sunnudaginn. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vígði tvo kandídata til prestsþjónustu: Erlu Björk Jónsdóttur til þjónustu héraðsprests Austurlandsprófastsdæmis. · Mag.theol. Maríu Rut Baldursdóttur til þjónustu prests við Bjarnanesprestakall Suðurprófastsdæmi. Vígsluvottar voru séra Anna Sigríður Pálsdóttir, séra Baldur Rafn Sigurðsson, séra Davíð Baldursson, séra Gunnar Stígur Reynisson og séra Hjálmar Jónsson, sem þjónaði fyrir altari. Við óskum séra Erlu Björk og séra Maríu Rut hjartanlega til hamingju og óskum þeim Guðs blessunar í starf og leik.

_GV_0103+ net

Laufey Böðvarsdóttir, 17/1 2017

Ljúf bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag, þriðjudag í Dómkirkjunni. Förum síðan til Ástu okkar og fáum góðan hádegisverð og skemmtilega samveru. Minni á Bach tónleika Ólafs Elíassonar í kvöld kl. 20.30.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/1 2017

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

- 13.00- 14.30 Opna húsið í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu. Yfir vetrarmánuðina.
Tíðasöngur kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...