Prestsvígsla í Dómkirkjunni á sunnudaginn Sunnudaginn 15. janúar kl. 11 mun Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vígja tvo kandídata til prestsþjónustu: · Cand.theol. Erlu Björk Jónsdóttur til þjónustu héraðsprests Austurlandsprófastsdæmis. · Mag.theol. Maríu Rut Baldursdóttur til þjónustu prests við Bjarnanesprestakall Suðurprófastsdæmi. Vígsluvottar verða séra Anna Sigríður Pálsdóttir, séra Baldur Rafn Sigurðsson, sem lýsir vígslu, séra Davíð Baldursson, séra Gunnar Stígur Reynisson og séra Hjálmar Jónsson, sem þjónar fyrir altari.
Laufey Böðvarsdóttir, 14/1 2017