Dómkirkjan

 

Prestsvígsla í Dómkirkjunni á sunnudaginn Sunnudaginn 15. janúar kl. 11 mun Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vígja tvo kandídata til prestsþjónustu: · Cand.theol. Erlu Björk Jónsdóttur til þjónustu héraðsprests Austurlandsprófastsdæmis. · Mag.theol. Maríu Rut Baldursdóttur til þjónustu prests við Bjarnanesprestakall Suðurprófastsdæmi. Vígsluvottar verða séra Anna Sigríður Pálsdóttir, séra Baldur Rafn Sigurðsson, sem lýsir vígslu, séra Davíð Baldursson, séra Gunnar Stígur Reynisson og séra Hjálmar Jónsson, sem þjónar fyrir altari.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/1 2017

Messa prestsvígsla kl. 11 sunnudaginn 15. janúar. Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir vígir, dómkirkjuprestar þjóna. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu. Minni á bílastæðin gengt Þórshamri.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/1 2017

Gleðilegt ár, kæru vinir. Hlökkum til að sjá ykkur á morgun 12. janúar kl. 13.30. Fyrsta opna húsið á nýju ári. Sigurður Böðvarsson, sérfræðingur í krabbameinslækningum verður gestur okkar á morgun. 19. jan. Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðargersemar 26. jan. Ásgeir Sigurgestsson um Hólmfríði sjókonu 2. febr. Pétur Gunnarsson rithöfundur Saga úr Vesturbænum 9. febr. Þórir Guðmundsson um flóttamenn og hælisleitendur 16. febr. Hjálmar Hannesson um Vestur Íslendinga 23. febr. Karl Sigurbjörnsson um Geir biskup Vídalín 2. mars Halla Kjartansdóttir, þýðandi. Á slóðum hákerlinga – spjall um Hafbókina eftir Morten Ströksnes

IMG_3391

Laufey Böðvarsdóttir, 11/1 2017

Hlökkum til að sjá ykkur kæru vinir á bæna-og kyrrðarstundinni á morgun, þriðjudag í Dómkirkjunni. Sjáumst í hádeginu.
Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að henni lokinni.
Pétur Gunnarsson verður gestur okkar í Opna húsinu á fimmtudaginn kl. 13.30.IMG_3565

Laufey Böðvarsdóttir, 9/1 2017

Sunnudagaskólinn hefst að nýju sunnudaginn 8. janúar

Laufey Böðvarsdóttir, 6/1 2017

Fermingarfræðslan hefst aftur miðvikudaginn 18. janúar.

Laufey Böðvarsdóttir, 4/1 2017

Gleðilegt ár kæru vinir. Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar sunnudaginn 8. janúar kl. 11. Opna húsið hefst á ný fimmtudaginn 12. janúar.

Laufey Böðvarsdóttir, 4/1 2017

Minni á að næsta bæna-og kyrrðarstund er þriðjudaginn 10. janúar.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/1 2017

Sólveig Vaka Eyþórsdóttir leikur á fiðlu við aftansönginn í Dómkirkjunni á morgun, gamlársdag. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Séra Sveinn prédikar og séra Hjálmar þjónar. Hlökkum til að sjá ykkur á þessum góða degi.

IMG_0810

Laufey Böðvarsdóttir, 30/12 2016

Kæru vinir, athugið að næsta kyrrðarstund í hádegi á þriðjudegi, er 10.janúar, en kirkjan er opin virka daga 10-16.30

Laufey Böðvarsdóttir, 27/12 2016

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...