Dómkirkjan

 

Séra Einar Tjelle prédikar sunnudaginn 15. október, en hann er aðstoðarframkvæmdastjóri Samkirkju- og alþjóðaráðs norsku kirkjunnar. Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari.

Jörðin er náungi þinn!
Ráðstefna Alkirkjuráðsins um réttlátan frið við jörðina er nú haldin í Digraneskirkju í Kópavogi og á Þingvöllum. Þar er spurt hvernig trúarsamfélög geti fengið fólk til að taka þátt í þeirri umbreytingu sem vísindamenn og Parísarsamningurinn frá 2015 telja að sé nauðsynleg til þess að sporna við ofhlýnun jarðar. Spurt er hvort siðfræði samfélaga frumbyggja geti vísað veginn og hvernig hægt sé að koma til bjargar eyjasamfélögum í Kyrrahafi og Atlantshafi sem er ógnað af hækkandi sjávarstöðu vegna bráðnunar íss á pólsvæðum.
Í tilefni af ráðstefnunni og þátttöku fulltrúa Alkirkjuráðsins í Hringborði norðurslóða – Arctic Circle Assembly munu prestar sem getið hafa sér orðs fyrir framlag sitt til umhverfismála prédika í 6 kirkjum á höfuðborgarsvæðinu kl. 11 næstkomandi sunnudag, 15. október.
Dómkirkjan kl. 11:00 sunnudaginn 15. október
Prédikun: Séra Einar Tjelle, aðstoðarframkvæmdastjóri Samkirkju- og alþjóðaráðs norsku kirkjunnar.
Prestur: Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari.
Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu. Velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 10/10 2017 kl. 1.25

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS