Dómkirkjan

 

Messur kl. 11 og 20 í Dómkirkjunni á hvítasunnudag og kl. 14 í Viðey.

Hvítasunnudag kl.11 er fermingarmessa í Dómkirkjunni.
Séra Sveinn Valgeirsson þjónar þar og einnig þjónar hann kl.14 í Viðey. Gaman að taka bátinn út Viðey og njóta guðþjónustu þar, nú í sumarbyrjun.
Æðruleysismessa kl. 20 í Dómkirkjunni á hvítasunnudag.
Æðruleysismessan er svar kirkjunnar við sívaxandi þörf tólfsporafólks fyrir andlegt- og trúarlegt líf. Tólf sporin og inntak Æðruleysisbænarinnar eru allt um kring ásamt kyrrð og ró. Messan er klukkustund og er allt fólk velkomið, börn, ungt fólk, miðaldra og aldrað ;)
Við munum taka okkur frá amstri dagsins og amstri helgarinnar, dvelja saman í kyrrð og ró, biðja saman, meðal annars fyrir þeim sem eru enn úti að þjást, hugleiða, hlusta á félaga deila reynslu sinni, hlusta á ljúfa tóna og endurnærast eða endurnýjast.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/5 2018

Kvöldtónleikar Ögmundar Þórs Jóhannessonar, gítarleikara í Dómkirkjunni þriðjudaginn 22. maí frá klukkan 9:15 til 10:00. Efnisskrá: Francesco da Milano (1497 – 1543): Fantasia XIX Fantasia XX Mauro Giuliani (1781 – 1829): 6 variations sur les Folies d’Espagne, op. 45 Johann Kaspar Mertz (1806 – 1856): Lob der Tränen (F. Schubert) Jón Ásgeirsson (1928- ): Vikivaki Sofðu unga ástin mín Sergio Assad (1952 – ): Dreams Astor Piazzolla (1921 – 1992): Invierno porteño Isaac Albeniz (1860 – 1909): Asturias Ögmundur Þór Jóhannesson hefur leikið á klassískan gítar frá unga aldri. Hann lauk námi frá Tónlistarskóla Kópavogs og hélt þá Barcelona á Spáni og síðan Salzburg þar sem hann stundaði nám við Mozarteum. Síðar studaði hann nám Maastricht í Hollandi. Ögmundur Þór hefur haldið tónleika í flestum heimsálfum og hlotið margvíslega viðurkenningu á ferli sínum. Hann hefur verið búsettur erlendis um nokkurt skeið en reglulega komi til Íslands til tónleikahalds. Ögmundur Þór er nú búsettur í Guangzhou í Kína. Ögmundur Þór Jóhannesson has been playing classical guitar from an early age. After graduating from Tónlistarskóli Kópavogs he studied at the “Escola Luthier d’arts musical“ in Barcelona and later at Mozarteum University in Salzburg and Maastricht Conservatory in Holland. He has performed extensively in most continents and received various highly claimed awards and recognitions, in Europe and other parts of the world. Ögmundur Þór has been living abroad for a number of years but has regularly performed in Iceland. At present he lives in Guangzhou in China.

IMG_9760 (1)

Laufey Böðvarsdóttir, 14/5 2018

Hvað getur maður vitað um Guð? Hvað er trú? Er tilgangur með lífinu? Skil ég alltaf hvernig mér líður? Hvernig get ég haft góð áhrif á samfélagið sem ég lifi í? Þetta eru stórar spurningar og ekkert víst að við getum svarað þeim í eitt skipti fyrir öll. En það er gott og gagnlegt að velta þeim fyrir sér og það ætlum við að gera í fermingarfræðslu Dómkirkjunnar næsta vetur. Þar ert þú velkomin(n). Fermingarfræðsla vetrarins 2018-2019 hefst með messu þann 2. september kl. 11:00 og fundi með fermingarbörnum og forráðamönnum að messu lokinni. Athugið að ekkert námskeið verður haldið vikuna fyrir upphaf grunnskólans líkt og verið hefur undanfarin ár. Fyrirkomumlagið verður betur útskýrt í haust en við munum hittast vikulega (á miðvikudögum kl 16:00 – 16:50) fram að aðventunni og byrja svo aftur í byrjun febrúar og hittumst fram að dymbilviku. (síðasti tími 10. apríl) En við gerum margt fleira; förum m.a. í ferðalag í Vatnaskóg 4.-5. október, og söfnun fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs Kirkjunnar ( 8. nóvember) Fermingardagar eru: 14. apríl (pálmasunnudagur) 18. apríl (skírdagur) 9. júní (hvítasunnudagur) Þau börn sem hyggjast taka þátt í fermingarfræðslunni eru vinsamlegast beðin að skrá þátttöku sína á netfanginu: kirkjan@domkirkjan.is Við hlökkum til að hitta ykkur í haust! Með góðri kveðju, Prestarnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/5 2018

Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa séra Elínborgu Sturludóttur í embætti prests í Dómkirkjuprestakalli Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Fjórir umsækjendur sóttu um embættið. Biskup skipar í embættið í samræmi við niðurstöðu kjörnefndar prestakallsins. Óskum Elínborgu hjartanlega til hamingju!

Laufey Böðvarsdóttir, 11/5 2018

Sunnudaginn 13. maí er messa klukkan 11.00 og þá mun Guðmundur Brynjólfsson djákni prédika og séra Sveinn Valgeirsson þjóna. Dómkórinn og Kári Þormar organisti. Bílastæði við Alþingi. Upplagt að byrja daginn með góðri messu og fá sér síðan göngutúr um miðbæinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/5 2018

Á uppstigningardag, fimmtudaginn 10. maí er guðþjónusta kl. 11. Þá mun Kjartan Sigurjónsson, organisti flytja hugleiðingu. Messukaffi í safnaðarheimilinu. Klukkan 13 er aðalfundur dómkirkjusafnaðarins. Á þriðjudag er bænastund í hádeginu og Bach tónleikar um kvöldið kl. 20.30. Velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 6/5 2018

Sunnudaginn 6. maí mun séra Sveinn Valgeirsson prédika og þjóna við messu kl. 11. Dómkórinn og Kári Þormar er organisti.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/5 2018

Farið verður frá Skarfabryggju kl.11 í Viðeyjarferðina í dag, fimmtudag.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/5 2018

Athugið 1. maí verður ekki bæna-og kyrrðarstundin i hádeginu.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/4 2018

Á sunnudaginn prédikar og þjónar séra Eva Björk Valdimarsdóttir í messunni kl.11. Síðasti sunnudagaskólinn fyrir sumarfrí, Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Bílastæði við Alþingi. Berglind Ásgeirsdóttir, iðjuþjálfi sagði okkur frá merkilegu og góðu starfi sem unnið er hjá Janusi endurhæfingu. Þökkum henni kærlega fyrir komuna! Fimmtudaginn 3. maí verður farið í vorferð til Viðeyjar.

IMG_6423

Laufey Böðvarsdóttir, 27/4 2018

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...