Dómkirkjan

 

Messur kl. 11 og 20 í Dómkirkjunni á hvítasunnudag og kl. 14 í Viðey.

Hvítasunnudag kl.11 er fermingarmessa í Dómkirkjunni.
Séra Sveinn Valgeirsson þjónar þar og einnig þjónar hann kl.14 í Viðey. Gaman að taka bátinn út Viðey og njóta guðþjónustu þar, nú í sumarbyrjun.
Æðruleysismessa kl. 20 í Dómkirkjunni á hvítasunnudag.
Æðruleysismessan er svar kirkjunnar við sívaxandi þörf tólfsporafólks fyrir andlegt- og trúarlegt líf. Tólf sporin og inntak Æðruleysisbænarinnar eru allt um kring ásamt kyrrð og ró. Messan er klukkustund og er allt fólk velkomið, börn, ungt fólk, miðaldra og aldrað ;)
Við munum taka okkur frá amstri dagsins og amstri helgarinnar, dvelja saman í kyrrð og ró, biðja saman, meðal annars fyrir þeim sem eru enn úti að þjást, hugleiða, hlusta á félaga deila reynslu sinni, hlusta á ljúfa tóna og endurnærast eða endurnýjast.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/5 2018 kl. 10.25

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS