Dómkirkjan

 

Í dag þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu og léttur hádegisverður. Bach tónleikar kl. 20.20 í kirkjunni öll þriðjudagskvöld. Örpílagrímaganga kl. 18.00 á miðvikudaginn. Karl biskup verður gestur okkar í Opna húsinu á fimmtudaginn kl.13.00 og tíðasöngur er kl.16.45-17.00. Messa og sunnudagaskóli á sunnudaginn kl.11.00 Verið velkomin í gott og gefandi safnaðarstarf Dómkirkjunnar!

Laufey Böðvarsdóttir, 29/1 2019

Prjónakvöld,mánudaginn 28.janúar kl. 19.00. Súpa og sætt með kaffinu!

Laufey Böðvarsdóttir, 28/1 2019

Örpílagrímaganga í dag 23. janúar kl. 18.00. Byrjað er á stuttri helgistund í Dómkirkjunni og farið svo í stutta gönguferð um nágrenni kirkjunnar. Nú hefur snjóað og fallegt er að ganga um miðborgina, hlökkum til að sjá ykkur kl. 18.00. Opna húsið í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a á morgun, fimmtudag kl.13-14.30. Kári Jónasson leiðsögumaður og fyrrverandi fréttastjóri verður gestur okkar. Veislukaffi, fræðandi erindi og gott samfélag. Tíðasöngur kl. 16.45-17.00 á fimmtudögum og messa og sunnudagaskóli á sunnudaginn kl. 11.00.Verið velkomin og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/1 2019

Messa kl.11 sunnudaginn 27. janúar, prestur séra Sveinn Valgeirsson, Kári Þormar organisti og Dómkórinn syngur. Barnastarf á kirkjuloftinu. Minnum á bílastæðin við Alþingi, gengt Þórshamri.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/1 2019

Jón Sigurðsson fyrrverandi skólastjóri og ráðherra er gestur okkar í Opna húsinu í dag, 17. janúar kl. 13.00. Hnallþórurnar hennar Ástu á hlaðborðinu og skemmtilegur félagsskapur. Tíðasöngur í kirkjunni kl.16.45-17.00.Hlökkum til að sjá ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 17/1 2019

Sunnudaginn 20.janúar messa kl.11.00 séra Elínborg Sturludóttir prédikar. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu, Dómkórinn og Kári Þormar. Athugið lyfta í skrúðhúsi fyrir hjólastóla. Bílastæði gengt Þrúðvangi. Æðruleysismessa kl.20.00 Prestarnir séra Díana Ósk Óskarsdóttir,séra Elínborg Sturludóttir, séra Fritz Már Berndsen og Kristján Hrannar Pálsson leikur á flygilinn. Verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/1 2019

Með hækkandi sól er gott og gefandi að taka þátt í safnaðarstarfi Dómkirkjunnar. Á þriðjudaginn er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu, léttur hádegisverður að henni lokinni. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.20 á þriðjudagskvöldinu. Örpílagrímaganga með séra Elínborgu á miðvikudaginn kl. 18.00. Opna húsið á fimmtudaginn kl. 13.00 Jón Sigurðsson, fyrrverandi skólastjóri og ráðherra verður gestur okkar. Gott með kaffinu og skemmtilegur félagsskapur. Tíðasöngur með séra Sveini kl. 16.45-17.00 á fimmtudaginn. Á sunnudaginn er messa og sunnudagaskóli kl. 11.00. Kæru vinir, verið velkomin í gott samfélag og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/1 2019

Messa kl.11.00 sunnudaginn 13. janúar, séra Elínborg Sturludóttir prédikar og séra Jón Ásgeir Sigurvinsson þjónar fyrir altari. Reykholtskórinn syngur og organisti er Viðar Guðmundsson. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu. Súpa og kaffi í safnaðarheimilinu. Allir velkomnir og sérstaklega væri gaman að sjá sem flesta Borgfirðinga.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/1 2019

Kæru vinir, fyrsta þriðjudagsbæna-og kyrrðarstundin á nýju ári verður 15. janúar. Opna húsið byrjar 17. janúar.

Laufey Böðvarsdóttir, 4/1 2019

Bach tónleikar Ólafs Elíassonar 1. janúar kl. 20.20 -20.50 í Dómkirkjunni. Dásamlegt að njóta fallegrar tónlistar í helgidómnum!

Laufey Böðvarsdóttir, 1/1 2019

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS