Dómkirkjan

 

Málfríður Finnbogadóttir verður gestur okkar í dag í Opna húsinu. Vöfflukaffi kl. 13.00 og um 13.30 segir Margrét frá Guðrúnu Lárusdóttur. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 21/2 2019

Bach recital cancelled on 19. Feb. and 26. Feb.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/2 2019

Bach tónleikarnir falla niður þriðjudagana 19. og 26. febrúar.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/2 2019

Örpílagrímagangan fellur niður í dag 13. febrúar!

Laufey Böðvarsdóttir, 13/2 2019

Í dag þriðjudag kl. 12.10 er bænastund í hádeginu sem Karl biskup mun leiða. Hádegisverður í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar í kvöld kl. 20.20. Athugið að örpílagrímagangan fellur niður á morgun, miðvikudag. Á fimmtudaginn ætlum við í Opna húsinu að hittast í Marshall húsinu út á Granda kl.13.00. Þorlákur Einarsson tekur á móti okkur og segir sögu hússins. Við fáum okkur síðan kaffi þar,áður en við höldum heim á leið. Tíðasöngurinn verður á sínum stað 16.45-17.00 á fimmtudaginn. Sunnudagaskóli og messa á sunnudaginn kl. 11 séra Elínborg Sturludóttir prédikar.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/2 2019

Safnanótt í Dómkirkjunni föstudaginn 8. febrúar, hefst með góðri stund fyrir börnin kl. 18.00. þar sem sagðar verða sögur og sungin skemmtileg lög og börnin leidd inn í ævintýraheima kirkjunnar. kl. 20:00 munu Kári Þormar dómorganisti og Guðbjörg Hilmarsdóttir sópransöngkona flytja tónlist. Kl. 21:00 verður kaffiboð á kirkjuloftinu þar sem við rifjum upp sögu kirkjuloftsins og safnana í bænum. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 8/2 2019

Kæru vinir, í dag þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu, léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar í kvöld í kirkjunni kl. 20.20 -20.50. Örpílagrímaganga á morgun, miðvikudag kl. 18.00. Á fimmtudaginn fáum við Markús Örn Antonsson fyrrverandi borgarstjóra í Opna húsið. Messa og sunnudagaskóli á sunnudaginn kl.11.00 Séra Elínborg Sturludóttir prédikar.Komið fagnandi!

Laufey Böðvarsdóttir, 5/2 2019

Í dag þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu og léttur hádegisverður. Bach tónleikar kl. 20.20 í kirkjunni öll þriðjudagskvöld. Örpílagrímaganga kl. 18.00 á miðvikudaginn. Karl biskup verður gestur okkar í Opna húsinu á fimmtudaginn kl.13.00 og tíðasöngur er kl.16.45-17.00. Messa og sunnudagaskóli á sunnudaginn kl.11.00 Verið velkomin í gott og gefandi safnaðarstarf Dómkirkjunnar!

Laufey Böðvarsdóttir, 29/1 2019

Prjónakvöld,mánudaginn 28.janúar kl. 19.00. Súpa og sætt með kaffinu!

Laufey Böðvarsdóttir, 28/1 2019

Örpílagrímaganga í dag 23. janúar kl. 18.00. Byrjað er á stuttri helgistund í Dómkirkjunni og farið svo í stutta gönguferð um nágrenni kirkjunnar. Nú hefur snjóað og fallegt er að ganga um miðborgina, hlökkum til að sjá ykkur kl. 18.00. Opna húsið í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a á morgun, fimmtudag kl.13-14.30. Kári Jónasson leiðsögumaður og fyrrverandi fréttastjóri verður gestur okkar. Veislukaffi, fræðandi erindi og gott samfélag. Tíðasöngur kl. 16.45-17.00 á fimmtudögum og messa og sunnudagaskóli á sunnudaginn kl. 11.00.Verið velkomin og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/1 2019

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...