Dómkirkjan

 

Þrjá fimmtudaga á föstunni, 14. 21. og 28. mars munum við hittast í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar til að eiga Samtal um trú. Þann 14. mars mun sr. Elínborg Sturludóttir fjalla um pílagrímaguðfræði og pilagrímagöngur. 21. mars mun Ísak Harðarson skáld eiga samtal við okkur um trú. 28. mars kemur dr. Sverrir Jakobsson og fjallar um bók sína „Kristur. Saga hugmyndar.” Samtalið hefst með erindi kl. 17:00; kvöldverður seldur vægu verði þar á eftir og umræður um efni fyrirlestranna í kjölfarið. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/3 2019

Messa og barnastarf sunnudaginn 10. mars kl.11.00. Prestur séra Elínborg Sturludóttir.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/3 2019

Tíðasöngur í dag fimmtudag kl. 16.45-17.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/3 2019

Erling Aspelund verður gestur okkar í Opna húsinu, Lækjargötu 14 fimmtudaginn 7. mars kl. 13.00. Erling er hafsjór af fróðleik og mun segja frá fuglalífi á Íslandi og sýna myndir. Ásta okkar verður með sitt frábæra veisluborð. Velkomin og takið með ykkur gesti. Opna húsið er frá 13.00-14.30.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/3 2019

Bach recital cancelled tonight.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/3 2019

Bach tónleikar falla niður í dag vegna veikinda.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/3 2019

Bæna-og kyrrðarstundin í dag, þriðjudag verður í safnaðarheimilinu, léttur hádegisverður eftir stundina. Alltaf gott að njóta kyrrðar og góðs samfélags. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 5/3 2019

Erling Aspelund verður gestur okkar í Opna húsinu, Lækjargötu 14 fimmtudaginn 7. mars kl. 13.00. Erling er hafsjór af fróðleik og mun segja frá fuglalífi á Íslandi og sýna myndir. Ásta okkar verður með sitt frábæra veisluborð. Velkomin og takið með ykkur gesti. Opna húsið er frá 13.00-14.30.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/3 2019

Æskulýðsdagurinn 3. mars Verið hjartanlega velkomin í fjölskyldumessu kl. 11.00. Gaman að sjá alla aldurshópa. Velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 1/3 2019

Tíðasöngur kl. 16.45-17.00 í dag, fimmtudag.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/2 2019

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

Tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...