Dómkirkjan

 

Við í Dómkirkjunni óskum landsmönnum öllum gleðilegs árs. Eftir gott og innihaldsríkt helgihald um jólin, fögnum við nýju ári með bjartsýni og gleði. Safnaðarstarfið er fjölbreytt að venju og verið velkomin að taka þátt í starfi Dómkirkjunnar með hækkandi sól. Hægt er að fylgjast með starfinu á síðum kirkjunnar, (fésbókinni og domkirkjan.is) Messuhald, bæna-og kyrrðarstundir,tónleikar, opna húsið, örpílagrímagöngur, tíðasöngur, prjónakvöld ofl. Á morgun, 12 janúar er messa klukkan 11.00. Á þriðjudaginn er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu, gómsætur hádegisverður hjá Ólöfu og Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.30. Á fimmtudaginn kl. 13.00 er fyrsta opna hús ársins, þá verður vinafundur sem prestarnir okkar halda utan um. Kaffihlaðborð að hætti Ástu okkar. Tíðasöngur kl. 16.45-17.00 og Kammerkór Dómkirkjunnar með tónleika klukkan 18.00. Á föstudaginn er sálmastund klukkan 17.00. Hlökkum til að sjá ykkur í safnaðarstarfinu og takið með ykkur gest

Laufey Böðvarsdóttir, 11/1 2020 kl. 16.28

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS