Dómkirkjan

 

Á uppstigningardag er guðþjónusta klukkan 11.00. Karl Sigurbjörnsson, biskup mun prédika og séra Elínborg Sturludóttir þjóna fyrir altari. Pétur Nói Stefánsson leikur for-og eftirspil á orgelið. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Messukaffi. Verið velkomin í Dómkirkjuna!

AFX_8044

Laufey Böðvarsdóttir, 10/5 2021

Á sunnudaginn er guðþjónusta kl. 11.00. Prestur séra Sveinn Valgeirsson Kári Þormar dómorganisti. Pétur Nói Stefánsson leikur for- og eftirspil á orgelið. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára. Á uppstigningardag 13. maí er guðþjónusta einnig klukkan 11.00 þá mun Karl Sigurbjörnsson biskup prédika og séra Elínborg Sturludóttir þjóna fyrir altari. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur og Kári Þormar leikur á orgelið.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/5 2021

Örpílagrímaganga í dag 5. maí kl. 18.00. Tíðasöngur á morgun kl.17.30.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/5 2021

Sunnudaginn 2. maí er prestsvígsla kl.11.00. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands vígir Snævar Jón Andrésson til prests. Vígsluvottar eru sr. Arnór Bjarki Blomsterberg, sr. Henning Emil Magnússon, sr. Sigrún Óskarsdóttir og sr. Elínborg Sturludóttir. Séra Hans Guðberg Alfreðsson prófastur lýsir vígslu. Kári Þormar er dómorganisti og Dómkórinn syngur undir hans stjórn. Gætum vel að sóttvörnum!

Laufey Böðvarsdóttir, 29/4 2021

Tíðasöngur með séra Sveini Valgeirssyni klukkan 17.30 á fimmtudaginn.Tíðasöngur á sér fornar rætur í trúariðkun kristni. Það er reglubundin bænagjörð sem byggir á Davíðssálmum og öðrum biblíulegum lofsöngvum og lestrum úr ritningunni, sambæn sem grundvallast í Guðs orði. Í tíðasöng heyrum við eins og nið aldanna, endurróm af bænum og söngvum kynslóðanna í samfylgd þeirra með Guðs orði.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/4 2021

Nú viðrar vel til göngu! Örpílagrímaganga í dag, 28. apríl klukkan 18.00 með séra Elínborg Sturludóttir.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/4 2021

Vegna jarðarfara á tímum covid.

Dómkirkjan er tvö hólf þ.a. hundrað mega vera niðri og sennilega um 30-40 uppi; væri hundrað ef við hefðum pláss. Það mikilvægasta er að gestir noti ekki sama inngang og ekki sama salerni; þ.e. að þeir blandist ekki. Tónlistarfólkið er því fyrir utan hundrað manna markið og sennilega getið þið bætt við ca 15-20 gestum uppi; það fer eftir því hversu margir tónlistarmenn koma. Við mælum samt með því að töluvert bil sé milli gesta og tónlistarfólksins.
Þ.a. almennir gestir komi innn að framan og noti salerni í skrúðhúsi. Tónlistarfólk – og eftir atvikum gestir ykkar – komi inn um skrúðhús, með grímur og fari rakleitt upp á kirkjuloft. Stiginn þangað er við hliðina á innri skrúðhúsdyrum. Einnig er æskilegt að kirkjugestir á loftinu séu komnir á undan gestum í kirkjuskipinu, svo það verði engin blöndum ef kirkjugestir þurfa að nota salerni eða eiga annað erindi í skrúðhúsið. – Tónlistarfólkið er alla jafna komið töluvert fyrir athöfn.
Varðandi útgönguna þá verða þeir sem á loftinu er að bíða eftir að kirkjan tæmist áður en þeir fara út, vilji þeir koma á eftir líkfylgdinni út um aðaldyrnar. Þeim er að sjálfsögðu heimilt að fara rakleitt út um skrúðhússdyrnar.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/4 2021

Ekki verður guðþjónusta 25. apríl vegna covid.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/4 2021

Örpílagrímaganga í dag, síðasta vetrardag klukkan 18.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/4 2021

Æðruleysismessan fellur niður í kvöld, 18. apríl.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/4 2021

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS