Dómkirkjan

 

Vegna jarðarfara á tímum covid.

Dómkirkjan er tvö hólf þ.a. hundrað mega vera niðri og sennilega um 30-40 uppi; væri hundrað ef við hefðum pláss. Það mikilvægasta er að gestir noti ekki sama inngang og ekki sama salerni; þ.e. að þeir blandist ekki. Tónlistarfólkið er því fyrir utan hundrað manna markið og sennilega getið þið bætt við ca 15-20 gestum uppi; það fer eftir því hversu margir tónlistarmenn koma. Við mælum samt með því að töluvert bil sé milli gesta og tónlistarfólksins.
Þ.a. almennir gestir komi innn að framan og noti salerni í skrúðhúsi. Tónlistarfólk – og eftir atvikum gestir ykkar – komi inn um skrúðhús, með grímur og fari rakleitt upp á kirkjuloft. Stiginn þangað er við hliðina á innri skrúðhúsdyrum. Einnig er æskilegt að kirkjugestir á loftinu séu komnir á undan gestum í kirkjuskipinu, svo það verði engin blöndum ef kirkjugestir þurfa að nota salerni eða eiga annað erindi í skrúðhúsið. – Tónlistarfólkið er alla jafna komið töluvert fyrir athöfn.
Varðandi útgönguna þá verða þeir sem á loftinu er að bíða eftir að kirkjan tæmist áður en þeir fara út, vilji þeir koma á eftir líkfylgdinni út um aðaldyrnar. Þeim er að sjálfsögðu heimilt að fara rakleitt út um skrúðhússdyrnar.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/4 2021 kl. 11.44

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS