SKRÁNING Í FERMINGARFRÆÐSLUNA 2022-2023 ER Á HLEKKNUM HÉR AÐ NEÐAN
Til barna sem fædd eru 2009 og foreldra/forráðamanna þeirra.
Í ágúst hefst fermingarfræðsla í Dómkirkjunni, ætluð börnum í 8. bekk sem eru að velta því fyrir sér eða hafa ákveðið að fermast vorið 2023.
Fermingarbarnanámskeið verður í ágúst og er það samstarfsverkefni prestanna og safnaðanna í Dóm-og Neskirkju.
Kynningarfundur er sun. 14. ágúst kl. 20:30 í Dómkirkjunni.
Námskeið fer svo fram 15.-18. ágúst.
Námskeiðið hefst í Neskirkju mán. 15. ágúst kl. 10:00
Mæting á námskeiðið er alla dagana í Neskirkju og fer fram
eftirfarandi daga:
mán.15. ágúst kl. 10-15
þri. 16. ágúst kl. 10-15
mið. 17. ágúst kl. 10-15
fim. 18. ágúst kl. 10-15.
fim. 18. ágúst kl. 19:30 Grillveisla
Dagskráin er afar fjölbreytt en markmiðið er að veita börnunum fræðslu um kristna trú, siðferði og menningu. Þar má nefna:
- Sögur Biblíunnar
- Helgihaldið, saga, tákn og tónlistin.
- Lífsleikni
- Mannréttindi
- Umhverfisvernd
- Þróunar-og hjálparstarf.
Sunnudaginn 21. ágúst kl. 11 verður guðsþjónusta í Dómkirkjunni þar sem fermingarbörn og foreldrar/forráðamenn þeirra eru sérstaklega boðin velkomin.
Auk námskeiðsins verða samverustundir og fræðsla reglulega yfir veturinn.
Það verður auglýst með sérstöku bréfi að skráningu lokinni.
Helgina 9.-11. sept. verður farið í Vatnaskóg í Svínadal, en þar hafa sumarbúðir KFUM verið reknar í næstum heila öld. Þar mun fara fram fræðsla, útivist og skemmtun í bland og við munum án efa njótum dvalar á undurfögrum stað sem er sérsniðinn að þörfum barna og ungmenna.
Fyrirhugaðir fermingardagar vorið 2023 eru:
pálmasunnudagur 2. apríl kl. 11:00
skírdagur 6. apríl kl. 11:00
hvítasunnuudagur 28. maí kl. 11:00
Ef þið viljið skrá börnin ykkar til þátttöku í fermingarstarfinu eða fá ítarlegri upplýsingar um fermingarstarfið biðjum við ykkur um að skrá börnin hér á fésbókarsíðu Dómkirkjunnar.
Ef ykkur vantar frekari upplýsingar um fermingarstarfið getið þið sent tölvupóst á : sveinn@domkirkjan.is eða elinborg@domkirkjan.is eða hringt í síma 5209709.
Verð fyrir fræðsluna er kr. 35. 000,- og er þar innfalið: Kennsla, fæði, námsgögn og helgarferð í Vatnaskóg.
Við hlökkum til fermingarstarfsins og vonumst til að sjá ykkur sem flest!
Elínborg Sturludóttir
Sveinn Valgeirsson
Laufey Böðvarsdóttir, 27/7 2022
Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn. Verið velkomin!
Kollekta:
Eilífi Guð, þú sem aldrei bregst í ráðum forsjónar þinnar, vér biðjum þig: Tak frá okkur allt, sem okkur má að meini verða og gef okkur það, sem farsælir okkur til lífs og sálar. Fyrir son þinn Drottin Jesú Krist sem með þér lifir og ríkir í einingu heilags anda, einn sannur Guð um aldir alda.
Laufey Böðvarsdóttir, 27/7 2022
Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari og prédikar. Pétur Nói leikur á orgelið og Dómkórinn syngur. Verið velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 20/7 2022
Kæru vinir, það er alltaf gott að koma í bæna-og kyrrðarstund í hádeginu á þriðjudögum í Dómkirkjunni. Hvíla í helgidómnum og endurnæra sig. Á sunnudaginn er messa klukkan 11.00, prestur séra Elínborg Sturludóttir, Pétur Nói leikur á orgelið og Dómkórinn syngur Verið velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 12/7 2022
Þá er messa klukkan 11.00 prestur séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn. Verið velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 8/7 2022
Sunnudaginn 10. júlí klukkan 11.00 prestur séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar og Dómkórinn. Verið velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 4/7 2022
Á morgun föstudag verða tónleikar í Dómkirkjunni frá 12.00-14.00 Tónlistarhópurinn Klassík og gítaristinn Bjarni Már Ingólfsson.
Í Klassík hópnum eru þrír ungir fiðluleikar, Helga Diljá Jörundsdóttir, Margrét Lára Jónsdóttir og Tómas Vigur Magnússon. Einnig mun Bjarni Már Ingólfsson Þau stunda öll framhaldsnám í fiðluleik undir handleiðslu Auðar Hafsteinsdóttur. Þrátt fyrir ungan aldur hafa meðlimir hópsins mikla reynslu af tónlistarflutningi klassískrar tónlistar. Þau hafa sótt fjölda námskeiða í fiðluleik, bæði hérlendis og erlendis og hafa tekið þátt í keppnum í fiðluleik og unnið til verðlauna.
MEISTARAVERK JAZZINS Í EINLEIKSBÚININGI
Meistaraverk jazzins í einleiksbúningi er verkefni sem gítaristinn Bjarni Már Ingólfsson stendur fyrir. Í þessu verkefni mun Bjarni halda fjölda tónleika á ýmsum vettvöngum í Reykjavík með eigin útsetningum af jazz tónsmíðum frá ýmsum
tímabilum jazzsögunnar, allt frá söngleikjasmellum fjórða og fimmta áratugarins til azz tónsmíða dagsins í dag. Bjarni lauk Bachelorsnámi sínu í jazzgítarleik vorið
2022 frá Konunglega Tónlistarháskólanum í Stokkhólmi og mun hefja Mastersnám í azzgítarleik þar í haust.
Útsetningar og spunar Bjarna Más útfrá tónverkum jazzsögunnar verða stúdía í ólíkum nálgunum á hljóðfærinu við einleiksaðstæður og verða útsetningarnar
margslungnar og spennandi útvíkkun á þessum meistaraverkum jazzsögunnar.
Hægt verður að fylgjast með ferli verkefnisins og tónleika auglýsingum á Instagram
og Facebook síðum.
Verið velkomin á fría tónleika í Dómkirkjunni á góðum föstudegi!
Laufey Böðvarsdóttir, 30/6 2022