Dómkirkjan

 

Vígsla sunnudaginn 26. júní klukkan 11.00. Verið velkomin.

Agnes M. Sigurðardóttir vígir Bryndísi Böðvarsdóttur sem ráðin hefur verið prestur í Austfjarðarprestakalli í Austurlandsprófastsdæmi og Hjördísi Perlu Rafnsdóttur sem hefur verið ráðin til þjónustu á Landspítalanum.

Vígsluvottar eru sr. Sigurður Arnarson , sr. Gunnar Rúnar Matthíasson, sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og sr. Sigurður Rúnar Ragnarssson.  Sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari og sr. Sigríður Rún lýsir vígslu. Kári Þormar organisti og Dómkórinn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 21/6 2022

Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag, þriðjudag. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 21/6 2022

Hér er linkur á hátíðarmessuna 17. júní https://www.ruv.is/utvarp/spila/fra-thjodhatid-i-reykjavik/32772/9oh721

Biskup Íslands séra Agnes M. Sigurðardóttir og Elínborg Sturludóttir þjóna fyrir altari.

Séra Elínborg Sturludóttir predikar.

Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganista.

Einsöngur: Gunnlaugur Bjarnason, baritón.

Fyrir predikun:

Forsðpil: Hjálpræðið eftir Hildigunni Rúnarsdóttur.

Sálmur nr. 525: Tin þín Drottinn hnatta og heima. Lag: Þorkell Sigurbjörnsson. Texti: Páll V.G. Kolka.

Sálmur nr. 28: Festingin víða. Lag: Atli Heimir Sveinsson. Texti: Addison, þýð. Jónas Hallgrímsson.

Kórverk: Salve Regina eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson.

Eftir predikun:

Einsöngur: Gunnlaugur Bjarnason; Þótt þú langförull legðir. Lag: Sigvaldi Kaldalóns. Texti: Stephan G. Stephansson.

Sálmur nr. 516: Lofsöngur, Ó, guð vors lands. Lag: Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Texti: Matthías Jochumsson.

Eftirspil: Himna smiður eftir Sigurð Sævarsson.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 18/6 2022

Kvöldganga frá Dómkirkjunni Klukkan 20.00 16. júní. Fræðsla um Geir Vídalín biskup.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/6 2022

Messa klukkan 11.00 sunnudaginn 19. júní séra Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/6 2022

Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu á morgun, þriðjudag. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 13/6 2022

Hátíðarmessa á sjómannadaginn klukkan 11.00.

Vegna forfalla  biskups Íslands Agnesar M. Sigurðardóttur, mun séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar flytja prédikun Agnesar. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganista sem einnig leikur á orgelið. Bryndís Guðjónsdóttir syngur einsöng.  Lesarar frá Landhelgisgæslunni, Viggó Sigurðsson les fyrri ritningarlestur og Sigurrós Halldórsdóttir  les seinni ritningarlestur Einar Ingi Reynisson leiðir fánaathöfn. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/6 2022

Hér má sjá sóknarmörk Dómkirkjunnar.

domkirkju_stor

Laufey Böðvarsdóttir, 9/6 2022

Hátíðarmessa í Dómkirkjunni á sjómannadaginn

Hátíðarmessa í Dómkirkjunni á sjómannadaginn  klukkan 11.00.

Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardottir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar þjónar. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganista sem einnig leikur á orgelið.   Bryndís Guðjónsdóttir syngur einsöng .

Lesarar frá Landhelgisgæslunni, Viggó Sigurðsson les fyrri ritningarlestur og Sigurrós Halldórsdóttir les seinni ritningarlestur. Einar Ingi Reynisson leiðir fánaathöfn. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/6 2022

Á hvítasunnudag er fermingarmessa klukkan 11.00. Prestar séra Elínborg Sturludóttir og séra Sveinn Valgeirsson. Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti. Verið hjartanlega velkomin! Fermingin hefur um aldir verið mikilvægur þáttur í trúarlífi og samfélagi okkar. Fyrrum fylgdu ýmis borgaraleg réttindi fermingunni en það er löngu liðin tíð. Flestum finnst samt sem áður að fermingin sé ómissandi hátíð sem marki skil bernsku og unglingsára. Fermingin er reyndar eina hátíðin í okkar samfélagi sem snýst um unglinginn sérstaklega. Fjölskyldan og vinir fagna með og yfir fermingarbarninu, þakkar þá gæfu og gjöf sem það er og hefur verið og treysta jafnframt heit sín að styðja það og leiða á þroskabraut og gæfuvegi. Þakklætið og kærleikurinn sem umvefur barnið á sér dýpri vídd og skýrskotun, vegna þess að það er þökk og gleði yfir Lífinu, sem við þiggjum úr hendi Guðs. Í þeirri hendi erum við aldrei ein. Fermingin er áminning um og staðfesting þess að unglingurinn tilheyrir samfélagi sem er meir en blóðbönd og vinatengsl, samfélag kristninnar sem umlykur fortíð og framtíð í óslitinni keðju kynslóðanna í þúsund ár í landinu okkar. Það er sterk keðja, tengd saman af bæn og kærleika, trú og von. Orðið ferming merkir staðfesting. Fermingin er staðfesting þess að viðkomandi er skírður og vill játast því og staðfesting kirkjunnar á því að hinn skírði hafi hlotið uppfræðslu í grundvallaratriðum trúarinnar. Fermingarbarnið játar trúna, þiggur fyrirbæn og blessun til áframhaldandi lífsferðar sem samverkamaður Guðs í heiminum. Guð blessi fermingarbörnin öll og fjölskyldur þeirra á mikilvægum tímamótum.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/6 2022

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

Tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...