Dómkirkjan

 

Kæru vinir! í dag 2. nóvember munu væntanleg fermingarbörn í Dómkirkjunni ganga í hús með söfnunarbauka. Þau eru að safna fyrir vatnsbrunnum í Afríku, en verkefnið er á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Það er gott að finna að þau geti lagt sitt að mörkum til hjálpar náunganum. Margt smátt gerir eitt stórt. Hjartans þakkir.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/11 2022

Verið velkomin til okkar í safnaðarstarf Dómkirkjunnar.

Góð vika framundan í safnaðarstarfinu.
Á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Bach tónleikar Ólafs Ólafur Elíasson klukkan 20.00-20.30. Á miðvikudaginn er örpílagrímaganga með séra Solveigu Láru Guðmundsdóttur klukkan 18.00.
Tíðasöngur mið-og fimmtudag kl. 9. 15 og klukkan 17.00 á fimmtudaginn.
Hólmfríður Jóhannesdóttir söngkona og Sveinn Hauksson gítarleikari flytja nokkur þekkt íslensk dægurlög sem tengjast ástinni. Lögin eru af nýrri plötu sem kemur út á næstu dögum.
Í opna húsinu á fimmtudaginn er söngur og gleði,kaffi og kræsingar.
Opna húsið í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a 3. nóvember klukkan 13.00- 14.30.
Á sunnudaginn er messa klukkan 11.00, séra Solveig Lára Guðmundsdóttir fyrrverandi vígslubiskup þjónar fyrir altari og prédikar. Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 31/10 2022

Dagbjört Andrésdóttir syngur einsöng við messuna á sunnudaginn sem er klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari og prédikar, Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og Dómkórinn syngur. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 26/10 2022

Hjálmar Jónsson er gestur okkar í opna húsinu fimmtudaginn 27. október klukkan 13.00-14.30. Verið velkomin!

Guðrún hafsteinsdóttirÞökkum Guðrúnu Hafsteinsdóttur alþingismanni og verðandi dómsmálaráðherra kærlega fyrir skemmtilegt og gott erindi.  Næsta fimmtudag verður Hjálmar okkar Jónsson gestur í Opna húsinu klukkan 13.00. Jónsson er gestur okkar í safnaðarheimili Dómkirkjunnnar Lækjargötu 14a fimmtudaginn 27. október klukkan 13.00.
Hann mun fara með stökur og segja sögur eins og honum er einum lagið. Kaffi, kræsingar og gott samfélag.
Á morgun, þriðjudag er tíðasöngur kl. 9.15 með séra Sveini , bæna-og kyrrðarstund í hádeginu og Bach tónleikar Ólafs Ólafur Elíasson kl. 20.00-20.30. Á miðvikudaginn er örganga með séra Elínborgu klukkan 18.00 Hefst með stuttri hugleiðingu í Dómkirkjunni. Á fimmtudaginn er tíðasöngur bæði kl. 9.15 og kl. 17.00 með séra Sveini. Verið velkomin og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/10 2022

Tíðasöngur og örganga á miðvikudegi.

Tíðasöngur kl. 9. 15 og örganga klukkan 18.00 sem hefst með stuttri hugleiðingu í Dómkirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/10 2022

Á morgun, þriðjudag er tíðasöngur klukkan 9.15 með séra Sveini. Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu og Bach tónleikar Ólafs Elíassonar klukkan 20.00-20.30. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 17/10 2022

Næsti gestur okkar í Opna húsinu er Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis og verðandi dómsmálaráðherra.

Mikið var nú gaman að fara nokkra áratugi aftur í tímann og hlusta á Karl Sigurbjörnsson rifja upp margt bráðfyndið frá bernskudögunum af Skólavörðuholtinu. Næsti gestur okkar í Opna húsinu er Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis og verðandi dómsmálaráðherra. Sjáumst á fimmtudaginn klukkan 13.00 í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Fræðsla, kaffi, kræsingar og gott samfélag. Verið velkomin og takið með ykkur gesti.

312070120_10160350518935396_1300333720830830429_n

Laufey Böðvarsdóttir, 17/10 2022

Dásamlega fallegir tónleikar hjá Dómkórnum, Kára Þormar, einsöngvurum og kammersveit. Til hamingju öll með Bach H-moll messuna, undurfagurt verk og glæsilegur flutningur!

Nú lætur Kári Þormar dómorganisti af störfum hjá Dómkirkjunni. Guðmundur Sigurðsson organisti í Hafnarfjarðarkirkju mun koma í afleysingu fram á sumar. Við þökkum Kára fyrir hans góða tónlistarstarf á liðnum árum  í Dómkirkjunni og óskum honum velfarnaðar.  Guðmund bjóðum við velkominn og hlökkum til samstarfsins í vetur.

Dómkórinn

Laufey Böðvarsdóttir, 17/10 2022

Dómkórinn flytur M-moll messuna eftir J. S Bach ásamt kammersveit og einsöngvurum undir stjórn Kára Þormar 15. október klukkan 17.00 í Hallgrímskirkju.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/10 2022

Sunnudaginn 16. október messa klukkan 11.00. Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og Dómkórinn. Hressing í safnaðarheimilinu.

Kæru vinir, bæna-og kyrrðarstund alla þriðjudaga kl. 12.00.
Bach tónleikar Ólafs Elíassonar eru klukkan 20.00-20.30 öll þriðjudagskvöld í Dómkirkjunni.
Sveinn Valgeirsson er með tíðasöng þri-mið-og fimmtudagsmorgna klukkan 9.15 einnig klukkan 17.00 á fimmtudögum.
Örpílagrímaganga með sr. Elínborgu Sturludóttur klukkan 18.00 á miðvikudögum, hefst með stuttri hugleiðingu í Dómkirkjunni.
Karl Sigurbjörnsson biskup er gestur okkar í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a á fimmtudaginn 13. október, hann mun rifja upp bernskuminningar af Skólavörðuholtinu. Byrjum kl. 13.00 með kaffi og góðu meðlæti.
Fimmtudagskvöldið 13. október verður kvöldkirkjan í Dómkirkjunni kl. 20-22. Undursamlega heilandi tónheimur, dýnur og koddar og grjónapúðar sem hægt er að leggjast á og slaka á. Kl. 20.00 og 21.00 verða hugleiðingar og svo er hægt að hvíla í rýminu og hugleiða, biðja eða slaka bara á og njóta þess að vera.
Tónleikar Dómkórsins 15. október klukkan 17.00 í Hallgrímskirkju.
Johann Sebastian Bach: Messa í H-moll
Dómkórinn ásamt kammersveit
Hallveig Rúnarsdóttir
Hildigunnur Einarsdóttir
Þorbjörn Rúnarsson
Jón Svavar Jósefsson
Stjórnandi: Kári Þormar
Sunnudaginn 16. október messa  klukkan 11.00. Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og Dómkórinn. Hressing í safnaðarheimilinu.
Verið velkomin í safnaðarstarf Dómkirkjunnar!

Laufey Böðvarsdóttir, 12/10 2022

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...