Dómkirkjan

 

Margt í boði í safnaðarstarfinu þessa vikuna, sjáumst! sem flest!

 Sunnudaginn 5. febrúar er messa klukkan 11.00. Herra Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar, en þann 4. febrúar á Karl fimmtíu ára vígsluafmæli. Séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson organisti. Messukaffi í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.
31. janúar Morguntíðir kl. 9.15, bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00.
Létt máltíð í safnaðarheimilinu.
Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30.
1. febrúar Morguntíðir kl. 9. 15 og örganga kl. 18.00.
2. febrúar Morguntíðir kl. 9. 15. og Opna húsið kl. 13.00-14.30.
Þá munu prestar tveir; þeir Sigurjón Árni Eyjólfsson og Sveinn Valgeirsson skemmta. Sigurjón Árni leikur á saxófón og Sveinn á kontrabassa. Gott með kaffinu og góð samvera. Tíðasöngur kl. 17. Verið hjartanlega velkomin í safnaðarstarfið og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 31/1 2023 kl. 19.11

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS