Dómkirkjan

 

Kæru vinir, á morgun fáum við Karl okkar biskup sem gest í Opna húsið. Opna húsið byrjar kl.13.00 og allir geta hlakkað til að njóta kaffi meðlætisins hennar Ástu. Ólöf Einarsdóttir sem búið var að auglýsa sem gest moregundagsins, verður fyrsti gestur okkar í Opna húsinu í haust. Tíðasöngurinn kl. 16.45-17.00 á fimmtudögum og á morgun 4. apríl eru útgáfutónleikar Kristínar Önnu. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og húsið opnar kl. 20:00. Á föstudaginn eru tónleikar kl.17:00 – 17:30 Söngkonan Guðbjörg Hilmarsdóttir og dómorganistinn Kári Þormar flytja sálma í Dómkirkjunni. Aðgangur ókeypis. Messa og barnastarf kl.11.00 á sunnudaginn, prestur séra Elínborg Sturludóttir. Kristján Hrannar Pálsson leikur á orgelið. Í dag kl. 18.00 er örpílagrímaganga með séra Elínborgu. Verið velkomin til okkar í gott safnaðarstarf Dómkirkjunnar.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2019

Bach recital cancelled 2. April

Laufey Böðvarsdóttir, 1/4 2019

Ný vika og fallegt veður í miðborginni. Á morgun, þriðjudag er gott að koma í fagran helgidóminn í hádeginu og njóta kyrrðar, bæna og tónlistar. Eftir bæna-og kyrrðarstundina er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Athugið að Bach tónleikarnir falla niður annað kvöld vegna veikinda.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/4 2019

Fimmtudaginn 4. apríl mun Kristín Anna halda útgáfutónleika í Dómkirkjunni. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og húsið opnar kl. 20:00

Miðaverð er 3500kr, hægt er að kaupa miða á tix.is

Laufey Böðvarsdóttir, 1/4 2019

Ólöf Einarsdóttir, framkvæmdastjóri verður gestur okkar í Opnu húsi Lækjargötu14a 4. apríl kl. 13.00. Ólöf mun meðal annars segja frá, þegar hún og þáverandi eiginmaður hennar flutt til Belgíu með 5 vikna gamallt barn. Þetta barn var Eiður Smári Guðjohnsen, okkar ástsæli knattspyrnumaður. Veislukaffi hjá Ástu okkar og skemmtileg samvera!

Laufey Böðvarsdóttir, 1/4 2019

Á föstudögum kl. 17.00-17.30. Söngkonan Guðbjörg Hilmarsdóttir og organistinn Kári Þormar flytja sálma í Dómkirkjunni. Soprano, Guðbjörg Hilmarsdóttir and organist Kári Þormar perform selected psalms in Icelandic.

Laufey Böðvarsdóttir, 31/3 2019

Séra Sveinn Valgeirson prédikar við messu sunnudaginn 31. mars kl.11.00. Barnastarf á kirkjuloftinu.Kammerkór Dómkirkjunnar syngur og Kári Þormar er dómorganisti.

Laufey Böðvarsdóttir, 31/3 2019

Fimmtudaginn 4. apríl mun Kristín Anna halda útgáfutónleika í Dómkirkjunni. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og húsið opnar kl. 20:00

Miðaverð er 3500kr, hægt er að kaupa miða á tix.is

Laufey Böðvarsdóttir, 31/3 2019

Kolaportsmessa kl.14.00 í dag, 20 ára afmæli Kolaportsmessunar.

Laufey Böðvarsdóttir, 31/3 2019

Sálmar – Hymns Á föstudögum kl.17:00 – 17:30 / friday afternoons from 5pm – 5:30pm Söngkonan Guðbjörg Hilmarsdóttir og organistinn Kári Þormar flytja sálma í Dómkirkjunni. Soprano, Guðbjörg Hilmarsdóttir and organist Kári Þormar perform selected hymns in Icelandic at Reykjavík Cathedral. Aðgangur ókeypis / free admission

Laufey Böðvarsdóttir, 29/3 2019

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

Tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...