Dómkirkjan

 

Opna húsið er næst fimmtudaginn 2. maí klukkan 13.00. Fáum góðan gest Tryggva Agnarsson lögfræðing. Ásta tekur á móti gestum með sinni glaðværð og elskusemi. Prestarnir gefa okkur góð orð og fara með ljóð dagsins. Fimmtudagsstarfinu lýkur svo með vorferð 9. maí. Þá ætlum við að fara austur fyrir fjall og heimsækja þau Ástu Kristrúnu og Valgeir Guðjónsson í Bakkastofu á Eyrarbakka.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/4 2019

Annar í páskum, messa kl.11.00 séra Sveinn Valgeirsson prédikar, Dómkórinn og Kári Þormar.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/4 2019

Barnastarf á kirkjuloftinu kl.11.00 á páskadag!

Laufey Böðvarsdóttir, 20/4 2019

Gleðilega páska kæru vinir! Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 8.00. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Elínborg Sturludóttir þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur og dómorganisti er Kári Þormar. Verið hjartanlega velkomin. Hátíðarmessa kl. 11.00 séra Elínborg Sturludóttir prédikar og sr. Sveinn Valgeirsson þjónar. Barnastarf á kirkjuloftinu. Dómkórinn syngur og dómorganisti er Kári Þormar. Minnum á bílastæðin við Alþingi. Verið hjartanlega velkomin. Æðruleysismessa kl.20.00 Kyrrð og ró í nærveru Æðri máttar. Kristján Hrannar sér um tónlistina. Sr. Fritz Már leiðir stundina, Sr. Sveinn leiðir bænina og Sr. Díana Ósk flytur hugleiðingu. Verið öll innilega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 19/4 2019

Dómkirkjan Helgihald í dymbilviku og á páskum. Skírdagur, Messa kl. 11. Ferming. Prestar séra Sveinn Valgeirsson og Elínborg Sturludóttir. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Skírdagskvöld kl. 20. messa. Prestar séra Sveinn Valgeirsson og Elínborg Sturludóttir. Að lokinni messu verður Getsemanestund, íhugun og bæn meðan altarið er afskrýtt. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Föstudaginn langi. Guðþjónusta kl. 11.00. Sr. Elínborg Sturludóttir. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 8.00. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Elínborg Sturludóttir.Hátíðarmessa kl.11.00 sr. Elínborg Sturludóttir prédikar og sr.Sveinn þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Æðruleysismessa kl. 20.00 á páskadag. Kyrrð og ró í nærveru Æðri máttar. Kristján Hrannar sér um tónlistina og við fáum góðan félaga sem deilir reynslu sinni af tólf sporunum. Sr. Fritz Már leiðir stundina, Sr. Sveinn leiðir bænina og Sr. Díana Ósk flytur hugleiðingu. Annar í páskum. Messa kl. 11. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Gleðilega páska, páskarnir, upprisuhátíð frelsarans, er elst og mest allra kristinna hátíða, því upprisan er kjarni kristinnar trúar.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/4 2019

Fermingarmessa á pálmasunnudag kl.11.00. Prestar séra Sveinn og séra Elínborg. Dómkórinn og Kári Þormar. Barnastarf á kirkjuloftinu. Minnum á bílastæðin við Alþingi.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/4 2019

Tíðasöngur á fimmtudögum kl. 16.45-17.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/4 2019

Ólafur Sigurðsson, fyrrverandi fréttastjóri er gestur okkar í Opna húsinu í dag 11.apríl kl. 13.00. Hnallþórur og kræsingar að hætti Ástu og skemmtileg samvera. Verið velkomin og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/4 2019

Kæru vinir, á morgun fáum við Karl okkar biskup sem gest í Opna húsið. Opna húsið byrjar kl.13.00 og allir geta hlakkað til að njóta kaffi meðlætisins hennar Ástu. Ólöf Einarsdóttir sem búið var að auglýsa sem gest moregundagsins, verður fyrsti gestur okkar í Opna húsinu í haust. Tíðasöngurinn kl. 16.45-17.00 á fimmtudögum og á morgun 4. apríl eru útgáfutónleikar Kristínar Önnu. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og húsið opnar kl. 20:00. Á föstudaginn eru tónleikar kl.17:00 – 17:30 Söngkonan Guðbjörg Hilmarsdóttir og dómorganistinn Kári Þormar flytja sálma í Dómkirkjunni. Aðgangur ókeypis. Messa og barnastarf kl.11.00 á sunnudaginn, prestur séra Elínborg Sturludóttir. Kristján Hrannar Pálsson leikur á orgelið. Í dag kl. 18.00 er örpílagrímaganga með séra Elínborgu. Verið velkomin til okkar í gott safnaðarstarf Dómkirkjunnar.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2019

Bach recital cancelled 2. April

Laufey Böðvarsdóttir, 1/4 2019

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...