Dómkirkjan

 

Fallegur sunnudagur í Kvosinni í dag og við fögnum sumarkomunni. Góð messa eins og alla sunnudaga. Á morgun, mánudag er prjónakvöld kl. 19.00 í safnaðarheimilinu, þar mun Kristín Svanhildur félagi í Dómkórnum sýna fallegt handverk, sem hún vann m.a. í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Nokkrar konur standa að prjónakvöldunum mánaðarlega yfir vetrarmánuðina. Þetta eru notalegar og skemmtilegar samverustundir, sem styrkja vináttubönd og samfélagið í söfnuðinum. Konurnar selja létta máltíð, kaffi og sætmeti á vægu verði og gefa það sem safnast til fegrunar Dómkirkjunnar. Sjáumst í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Á þriðjudaginn er bænastund í hádeginu, að þessu sinni verður hún í safnaðarheimilinu, léttur hádegisverður að henni lokinni. Athugið að þriðjudags Bachtónleikar falla niður 30.apríl en þá verða tónleikar í minningu Marteins dómorganista kl. 20.00 Þann 24. apríl hefði Marteinn H. Friðriksson orðið áttræður, en hann lést snemma árs 2010. Af því tilefni ætla fyrrverandi (og nokkrir einnig núverandi) Dómkórsfélagar og vinir Marteins að efna til kórtónleika í Dómkirkjunni. Stjórnendur eru Þórunn Björnsdóttir, ásamt tveim kórfélögum, Kristínu Valsdóttur og Sigmundi Sigurðarsyni. Og það verður ókeypis inn, eins og Marteinn vildi alltaf hafa það. Athugið pílagrímsgangan fellur niður 1. maí. Opna húsið fimmtudaginn 2. maí klukkan 13.00 Sögur úr æsku Laufásings. Þá fáum við góðan gest Tryggva Agnarsson lögfræðing, hann segir nokkrar sögur af sér og sínum, frá því þegar hann var patti úti í Þýskalandi. Ásta tekur á móti gestum með sinni glaðværð með klárt veilsuborð. Prestarnir gefa okkur góð orð og fara með ljóð dagsins. Fimmtudagsstarfinu lýkur svo með vorferð 9. maí. Þá ætlum við að fara austur fyrir fjall og heimsækja þau Ástu Kristrúnu og Valgeir Guðjónsson í Bakkastofu á Eyrarbakka. Tíðasöngur kl.16.45-17.00 alla fimmtudaga, sem séra Sveinn leiðir. Sálmar – Hymns Góð byrjun á helginni er að mæta á yndislega tónleika á föstudögum í Dómkirkjunni kl.17.00-17.30 Söngkonan Guðbjörg Hilmarsdóttir og organistinn Kári Þormar flytja sálma í Dómkirkjunni. Aðgangur ókeypis Verið hjartanlega velkomin í gott safnaðarstarf!

Laufey Böðvarsdóttir, 28/4 2019

Gleðilegt sumar kæru vinir! Séra Ólafur Jón Magnússon prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 28. apríl klukkan 11.00. Helga Hjálmtýsdóttir les bæn. Feðgarnir Ari og Thor Aspelund lesa ritningarlestrana, en Ari fermdist í Dómkirkjunni í vor. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Síðasti sunnudagaskólinn á þessu vori, síðbúið páskaföndur og gleði á kirkjuloftinu. Minnum á bílastæðin við Alþingi, verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 27/4 2019

Opna húsið er næst fimmtudaginn 2. maí klukkan 13.00. Fáum góðan gest Tryggva Agnarsson lögfræðing. Ásta tekur á móti gestum með sinni glaðværð og elskusemi. Prestarnir gefa okkur góð orð og fara með ljóð dagsins. Fimmtudagsstarfinu lýkur svo með vorferð 9. maí. Þá ætlum við að fara austur fyrir fjall og heimsækja þau Ástu Kristrúnu og Valgeir Guðjónsson í Bakkastofu á Eyrarbakka.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/4 2019

Annar í páskum, messa kl.11.00 séra Sveinn Valgeirsson prédikar, Dómkórinn og Kári Þormar.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/4 2019

Barnastarf á kirkjuloftinu kl.11.00 á páskadag!

Laufey Böðvarsdóttir, 20/4 2019

Gleðilega páska kæru vinir! Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 8.00. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Elínborg Sturludóttir þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur og dómorganisti er Kári Þormar. Verið hjartanlega velkomin. Hátíðarmessa kl. 11.00 séra Elínborg Sturludóttir prédikar og sr. Sveinn Valgeirsson þjónar. Barnastarf á kirkjuloftinu. Dómkórinn syngur og dómorganisti er Kári Þormar. Minnum á bílastæðin við Alþingi. Verið hjartanlega velkomin. Æðruleysismessa kl.20.00 Kyrrð og ró í nærveru Æðri máttar. Kristján Hrannar sér um tónlistina. Sr. Fritz Már leiðir stundina, Sr. Sveinn leiðir bænina og Sr. Díana Ósk flytur hugleiðingu. Verið öll innilega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 19/4 2019

Dómkirkjan Helgihald í dymbilviku og á páskum. Skírdagur, Messa kl. 11. Ferming. Prestar séra Sveinn Valgeirsson og Elínborg Sturludóttir. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Skírdagskvöld kl. 20. messa. Prestar séra Sveinn Valgeirsson og Elínborg Sturludóttir. Að lokinni messu verður Getsemanestund, íhugun og bæn meðan altarið er afskrýtt. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Föstudaginn langi. Guðþjónusta kl. 11.00. Sr. Elínborg Sturludóttir. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 8.00. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Elínborg Sturludóttir.Hátíðarmessa kl.11.00 sr. Elínborg Sturludóttir prédikar og sr.Sveinn þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Æðruleysismessa kl. 20.00 á páskadag. Kyrrð og ró í nærveru Æðri máttar. Kristján Hrannar sér um tónlistina og við fáum góðan félaga sem deilir reynslu sinni af tólf sporunum. Sr. Fritz Már leiðir stundina, Sr. Sveinn leiðir bænina og Sr. Díana Ósk flytur hugleiðingu. Annar í páskum. Messa kl. 11. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Gleðilega páska, páskarnir, upprisuhátíð frelsarans, er elst og mest allra kristinna hátíða, því upprisan er kjarni kristinnar trúar.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/4 2019

Fermingarmessa á pálmasunnudag kl.11.00. Prestar séra Sveinn og séra Elínborg. Dómkórinn og Kári Þormar. Barnastarf á kirkjuloftinu. Minnum á bílastæðin við Alþingi.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/4 2019

Tíðasöngur á fimmtudögum kl. 16.45-17.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/4 2019

Ólafur Sigurðsson, fyrrverandi fréttastjóri er gestur okkar í Opna húsinu í dag 11.apríl kl. 13.00. Hnallþórur og kræsingar að hætti Ástu og skemmtileg samvera. Verið velkomin og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/4 2019

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS