Dómkirkjan

 

Opna húsið 28. mars kl. 13.00, Jón Hálfdánarson verður gestur okka

Kvosin og fólkið sem er jarðsett í Víkurkirkjugarði

 

Jón segir frá þróun Reykjavíkur,Víkurkirkju og Víkurkirkjugarði. Síðan mun hann segja frá nokkrum þeirra sem grafnir eru í Víkurkirkjugarði svo sem Geiri góða biskupi Vídalín, systursyni Skúla fógeta, og konu hans Sigríði Halldórsdóttur, og frá Krüger apótekarahjónunum og örlögum þeirra.

 

Jón Hálfdanarson er fæddur 1947. Hann gekk í Miðbæjarskólann, Landsprófið í Vonarstræti og Menntaskólann í Reykjavík. Í landsprófi sat hann í hornstofunni á annari hæð þar sem nú er samkomusalur Safnaðarheimilis Dómkirkjunnar.  

Eftir stúdentspróf fór Jón til Þýskalands, lærði þar eðlisfræði og tók doktorspróf. 1978 réð hans sig til Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga og var þar forstöðumaður rannsókna. 1998-1999 var hann við Háskólann í Þrándheimi og vann þar að þróunarverkefnum á vegum Elkem. Á Grundartanga hætti hann 2003 og hefur síðan kennt við Háskóla Íslands og tekið að sér ráðgjafastörf í kísilmálm- og kísiljárniðnaði.

Jón er kvæntur Kristínu Steinsdóttur rithöfundi og eiga þau 3 uppkomin börn og 10 barnabörn. Síðustu mánuði hefur Jón skrifað greinar um Víkurkirkjugarð og beitt sér fyrir friðlýsingu hans alls.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/3 2019

Bach recital cancelled 26. March

Laufey Böðvarsdóttir, 26/3 2019

Samtal um trú. 28. mars kemur dr. Sverrir Jakobsson og fjallar um bók sína „Kristur. Saga hugmyndar.” Samtalið hefst með erindi kl. 17:00.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/3 2019

Pétur Oddbergur Heimisson, söngvari og prjónari verður gestur okkar. Sjáumst kl. 19.00 í safnaðarheimilinu. Súpa og eitthvað sætt með kaffinu. Velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 25/3 2019

Bach tónleikar falla niður 26. mars vegna veikinda

Laufey Böðvarsdóttir, 25/3 2019

Biskup Íslands vísiterar Dómkirkjusöfnuð og prédikar í messu dagsins kl.11.00 sunnudaginn 24. mars. Sr. Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur, sr. Elínborg Sturludóttir, dómkirkjuprestur, Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur, sr. Þorvaldur Víðisson þjóna í athöfninni. Dómkórinn syngur og Kári Þormar dómorganisti. Barnastarf á kirkjuloftinu. Minnum á bílastæði við Alþingi. Kaffi og kleinur í safnaðarheimilinu eftir messu. Verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna!

Laufey Böðvarsdóttir, 23/3 2019

Pétur Oddbergur Heimisson, söngvari og prjónari verður gestur okkar á prjónakvöldi Dómkirkjunnar. Léttur kvöldverður og kaffi. Hlökkum til að sjá ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 23/3 2019

Sálmar – Psalms Á föstudögum kl.17:00 – 17:30 / friday afternoons from 5pm – 5:30pm Söngkonan Guðbjörg Hilmarsdóttir og organistinn Kári Þormar flytja sálma í Dómkirkjunni. Soprano, Guðbjörg Hilmarsdóttir and organist Kári Þormar perform selected psalms in Icelandic at Reykjavík Cathedral. Aðgangur ókeypis / free admission

Laufey Böðvarsdóttir, 22/3 2019

Messa og barnastarf sunnudaginn 24. mars kl. 11.00. Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og dómkirkjuprestar þjóna. Dómkórinn syngur og Kári Þormar dómorganisti. Bílastæði við Alþingishúsið. Kaffi og kleinur í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 22/3 2019

Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir vísiterar Dómkirkjusöfnuðinn og prédikar í sunnudagsmessunnni 24. mars kl. 11.00. Á þriðjudaginn er bæna-og kyrrðarstund í kirkjunni, þar sem gott að njóta kyrrðar, bæna og íhugunar í hádeginu. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.20-20.50 öll þriðjudagskvöld. Á miðvikudaginn mun biskupinn hitta fermingarbörnin og kl. 18.00 er örpílagrímaganga með sr. Elínborgu Sturludóttur. Á fimmtudaginn er biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir gestur okkar í Opna húsinu, veislukaffi hjá Ástu. Tíðasöngursem sr. Svein Valgeirsson leiðir, kl. 16.45-17.00.Samtal um trú Ísak Harðarson skáld mun eiga samtal við okkur um trú. Á föstudaginn kl. 17.00 -17.30 eru yndislegir tónleikar, þá syngur Guðbjörg Hilmarsdóttir og Kári Þormar spilar á orgelið. Hlökkum til að sjá ykkur í vikunni!

Laufey Böðvarsdóttir, 18/3 2019

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...