Fimmtudaginn 4. apríl mun Kristín Anna halda útgáfutónleika í Dómkirkjunni. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og húsið opnar kl. 20:00
Miðaverð er 3500kr, hægt er að kaupa miða á tix.is
Laufey Böðvarsdóttir, 31/3 2019
Laufey Böðvarsdóttir, 31/3 2019
Laufey Böðvarsdóttir, 27/3 2019
Kvosin og fólkið sem er jarðsett í Víkurkirkjugarði
Jón segir frá þróun Reykjavíkur,Víkurkirkju og Víkurkirkjugarði. Síðan mun hann segja frá nokkrum þeirra sem grafnir eru í Víkurkirkjugarði svo sem Geiri góða biskupi Vídalín, systursyni Skúla fógeta, og konu hans Sigríði Halldórsdóttur, og frá Krüger apótekarahjónunum og örlögum þeirra.
Jón Hálfdanarson er fæddur 1947. Hann gekk í Miðbæjarskólann, Landsprófið í Vonarstræti og Menntaskólann í Reykjavík. Í landsprófi sat hann í hornstofunni á annari hæð þar sem nú er samkomusalur Safnaðarheimilis Dómkirkjunnar.
Eftir stúdentspróf fór Jón til Þýskalands, lærði þar eðlisfræði og tók doktorspróf. 1978 réð hans sig til Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga og var þar forstöðumaður rannsókna. 1998-1999 var hann við Háskólann í Þrándheimi og vann þar að þróunarverkefnum á vegum Elkem. Á Grundartanga hætti hann 2003 og hefur síðan kennt við Háskóla Íslands og tekið að sér ráðgjafastörf í kísilmálm- og kísiljárniðnaði.
Jón er kvæntur Kristínu Steinsdóttur rithöfundi og eiga þau 3 uppkomin börn og 10 barnabörn. Síðustu mánuði hefur Jón skrifað greinar um Víkurkirkjugarð og beitt sér fyrir friðlýsingu hans alls.
Laufey Böðvarsdóttir, 26/3 2019
Laufey Böðvarsdóttir, 26/3 2019