Dómkirkjan

 

Það verður ekki messað sunnudaginn 9. janúar 2022 vegna hinnar hröðu útbreiðslu veirunnar og fjölda smitaðra.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/1 2022

https://www.ruv.is/utvarp/spila/gudsthjonusta/24228/7hi3gr

Laufey Böðvarsdóttir, 1/1 2022

Guð gefi ykkur gleðilegt ár!

Hátíðarguðsþjónusta í beinni útsendingu á nýársdag klukkan 11.00.
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, predikar. Séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Organisti og kórstjóri: Kári Þormar. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur. Fyrir predikun: Forspil: Jesú, mín morgunstjarna. Sálmforleikur eftir Jón Þórarinsson. Sálmur 102: Sem stormur hreki skörðótt ský: Lag: Sibelius. Texti: Sigurjón Guðjónsson. Sálmur 109: Jesús, mín morgunstjarna. Íslensk breyting (1619) á sálmalagi frá 16. öld. Texti: 1. vers: Ókunnur þýskur höfundur. 2. og 3. vers: Magnús Runólfsson. Sálmur 105: Í Jesú nafni áfram enn. Úr sálmabókinni 1886. Lag: Carl Christian Nikolaj Balle. Texti: Valdimar Briem. Eftir predikun: Sálmur 104: Hvað boðar nýárs blessuð sól. Lag: Weyse. Texti: Matthías Jochumsson. Sálmur 516. Ó, Guð vors land. Lag: Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Texti: Matthías Jochumsson. Eftirspil: Fuga í Es-dúr BWV 552 eftir Johann Sebastian Bach.

Laufey Böðvarsdóttir, 31/12 2021

Allt helgihald fellur niður

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur tekið þá ákvörðun að allt helgihald í kirkjum landsins um áramótin sem og öðrum stöðum, verði fellt niður í ljósi hinnar hröðu útbreiðslu veirunnar og vaxandi fjölda smitaðra.
Biskup bendir fólki að huga að streymi frá sóknarkirkjum sem og helgihaldi sem verður útvarpað á Rás 1.
Rás 1
Gamlársdagur kl. 18.00: Aftansöngur í Hallgrímskirkju í Reykjavík: Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari og sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Kórstjóri: Steinar Logi Helgason. Kór Hallgrímskirkju syngur.

Nýjársdagur kl. 11. 00 – Dómkirkjan í Reykjavík: Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir prédikar. Sr. Elínborg Sturludóttir og sr, Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari. Organisti: Kári Þormar. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur.

Sunnudagurinn 2. janúar, kl. 11. 00 – Áskirkja: Sr. Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Bjartur Logi Guðnason. Kór Áskirkju syngur.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/12 2021

Aftansöngur á aðfangadag í Dómkirkjunni verður fyrir luktum dyrum, en honum verður útvarpað beint klukkan 18.00 á rás 1 líkt og síðastliðin níutíu ár.

Athugið að vegna aðstæðna í samfélaginu eru ekki guðþjónustur 25. og 26. desember. Áður auglýst helgihald fellur því miður niður.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/12 2021

Danska messan á aðfangadag verður ekki vegna samkomutakmarkana.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/12 2021

Kæru vinir, þriðjudags tónleikar Ólafs Elíassonar falla niður næstu þriðjudagskvöld. Ólafur byrjar aftur þegar ástandið í kófinu er orðið betra.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/12 2021

Æðruleysismessa fellur niður vegna kófsins

Laufey Böðvarsdóttir, 20/12 2021

Kæru vinir, hlökkum til að sjá ykkur í bæna-og kyrrðarstundinni í hádeginu á morgun, þriðjudag. Klukkan 20.30-21.00 eru síðan Bach tónleikar Ólafs Elíassonar. Síðasta örpílagrímagangan með séra Elínborgu á þessu ári klukkan 18.00 á miðvikudaginn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 13/12 2021

Sunnudagur 19. desember Guðþjónusta kl.11.00. Séra Elínborg Sturludóttir. Æðruleysismessa kl.20.00 Séra Díana Ósk Óskarsdóttir, séra Elínborg Sturludóttir og séra Fritz Már Jörgensson. Kristján Hrannar Pálsson leikur á flygilinn. Þriðjudagur 21.desember Bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.30-21.00. Miðvikudagur 22. desember Mozart við kertaljós kl. 21.00. Kammerhópurinn Camerartica heldur sína árlegu kertaljósatónleika. Að venju lýkur tónleikunum á jólasálminum Í dag er glatt í döprum hjörtum. Aðfangadagur jóla 24. desember Dönsk messa kl. 15.00. Séra Ragnheiður Jónsdóttir og Hafsteinn Þórólfsson einsöngvari. Aftansöngur á aðfangadegi jóla klukkan 18.00. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og séra Elínborg Sturludóttir þjónar. Samkvæmt nýjustu sóttvarnareglum þurfa allir gestir fæddir árið 2015 eða fyrr að framvísa neikvæðu hraðprófi, Neikvæð PCR-próf mega ekki vera eldri en 48 klukkustunda. Athugið að heimapróf og bólusetningarvottorð gilda ekki. Gestir eru vinsamlega beðnir um að virða grímuskyldu og hafa QR kóða tilbúna í símum þegar mætt er á aftansönginn. Jóladagur 25. desember Hátíðarmessa klukkan 11.00 Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar. 26. desember Guðþjónusta kl. 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir. 28. desember Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.30-21.00. Gamlársdagur 31. desember Aftansöngur kl. 18.00 Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Nýársdagur 1. janúar Hátíðarguðþjónusta Kl.11.00. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. 2. janúar Barna og fjölskyldumessa kl.11.00 Séra Elínborg Sturludóttir.

IMG_0811

Laufey Böðvarsdóttir, 13/12 2021

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Sunnudagur

- 11.00 Messa

-

Dagskrá ...