Dómkirkjan

 

Aðstoð til að hjálpa íbúum Úkraínu sem eru á flótta!

Frá Hjálparstofnun kirkjunnar.
Öll fylgjumst við skelfingu lostin með úkraínskum fjölskyldum flýja sprengjuregnið sem nú steypist yfir borgir og bæi í heimalandi þeirra. Milljónir eru á flótta og neyðin er sár.
Systurstofnanir Hjálparstarfs kirkjunnar eru á vettvangi í Úkraínu og nágrannalöndum og aðstoða fólk sem hefur neyðst til að yfirgefa heimili sín. Aðstoðin flest meðal annars í að útvega mat, drykk og hreinlætisvörur, auk þess að gera börnum kleift að gleyma sér í leik í fjöldahjálparstöðvum
Í upplýsingum frá Hjálparstarfinu kemur fram að fjárframlög verða send til systurstofnana
Hjálparstarfsins á vettvangi sem hafa nú þegar hafið störf. Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna -
ACT Alliance samræmir áframhaldandi aðstoð við fólk sem hefur neyðst til að yfirgefa
heimili sín og leitar skjóls í nágrannaríkjum. Hjálparstarf kirkjunnar tekur undir með ACT
Alliance og kallar eftir því að tafarlaust verði látið af stríðsrekstri í Úkraínu, að borin sé
virðing fyrir alþjóðalögum og landamærum fullvalda ríkja.
Leggja má starfinu lið með eftirfarandi hætti:
• Senda sms-ið HJALPARSTARF í síma 1900 (2500 krónur)
• Millifæra á söfnunarreikning númer 0334-26-886 kennitala: 450670-0499
• Gefa stakt framlag á vefsíðunni: https://www.styrkja.is/ney%C3%B0arsofnunhjalparstarfs…
• Gefa framlag með Aur í númer 123-5284400
• Hringja í söfnunarsíma 907 2003 (2500)
STYRKJA.IS
Takk

Laufey Böðvarsdóttir, 18/3 2022 kl. 13.43

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS