Dómkirkjan

 

Kæru vinir, bæna-og kyrrðarstundin í hádeginu á morgun, þriðjudag verður í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 23/5 2022

22. maí 5. sunnudagur páskatímans (Rogate) – Hinn almenni bænadagur.Þá er messa klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir Kári Þormar og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin!
Vers vikunnar: Slm 66.20
Lofaður sé Guð er hvorki vísaði bæn minni á bug né tók frá mér miskunn sína.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/5 2022

Norsk messa í Dómkirkjunni klukkan 14.00 í dag á þjóðhátíðardegi norðmanna. Prestur séra Þorvaldur Víðisson. Til hamingju norðmenn!

Til hamingju, norsku vinir og vinir Noregs! Á hugann leitar yndislegur vorsálmur norska skáldsins (og tendasonar Íslands) Knut Ödegård í þýðingu vinar hans, Sigurbjörns Einarssonar:
Sjá vorsins bjarta veldi
úr viðjum leysa jörð.
Það lauf sem frostið felldi
í freðinn vetrarsvörð,
rís upp á yngdum kvisti
við yl frá vorsins sól.
Já, allt rís upp með Kristi
sem áður féll og kól.
Sjá ljóssins tökin ljúfu
sem leysa dauðans ís.
Hvert blóm, hvert blað á þúfu,
er bros frá Paradís
því hann sem dauðann deyddi
í deiglu kærleikans
það ljós til sigurs leiddi
sem leysir sköpun hans.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/5 2022

Pétur Nói var með glæsilega útskriftartónleika í liðinni viku. 16. maí er hann aftur með tónleika í Dómkirkjunni klukkan 18.00. Þið sem misstuð af þessum frábæru tónleikum hjá Pétri Nóa, nú er tækifærið að koma og njóta. Frítt inn!

Laufey Böðvarsdóttir, 16/5 2022

Dómkirkjufólk þakkar dásamlegar móttökur hjá Guðna Th. Jóhannessyni forseta á Bessastöðum í vikunni.

280916120_10160069360485396_397483444774118214_n

Laufey Böðvarsdóttir, 15/5 2022

Velkomin í Dómkirkjuna á sunnudaginn. Messa klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, Pétur Nói Stefánsson og Dómkórinn. Æðruleysismessa klukkan 20.00. Séra Sveinn Valgeirsson og séra Fritz Már Jörgensson Kristján Hrannar Pálsson leikur á flygilinn og séra Sveinn leikur á kontrabassann. Sjáumst á sunnudaginn!

Laufey Böðvarsdóttir, 13/5 2022

Æðruleysismessa sunnudaginn 15. maí klukkan 20.00. Prestar séra Sveinn Valgeirsson, séra Fritz Már Berndssen og Kristján Hrannar Pálsson leikur á flygilinn. Allir velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/5 2022

Messa klukkan 11 sunnudaginn 15. maí klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, Kári Þormar og Dómkórinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/5 2022

Örpílagrímaganga 11. maí klukkan 18.00 frá Dómkirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/5 2022

Fimmtudaginn 12. maí er vorferðin. Farið verður til Bessastaða og á heimleiðinni snæðum við á góðum veitingastað í Garðabæ. Skráning og nánari upplýsingar í síma 8989703 fyrir klukkan 16.00 í dag. Á sunnudaginn er messa klukkan 11.00 Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn. Minnum líka á að Pétur Nói Stefánsson, orgelnemandi við MÍT, heldur framhaldsprófstónleika sína fimmtudaginn 12. maí kl. 18:00 í Dómkirkunni. Allir eru hjartanlega velkomnir!

Laufey Böðvarsdóttir, 11/5 2022

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

Tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...