Dómkirkjan

 

Tónleikum Dómkórsins sem vera áttu 13. nóvember er aflýst!

Laufey Böðvarsdóttir, 12/11 2021

Finnur þú fyrir óróleika, áhyggjum eða kvíða? Viltu dýpka trúarupplifun þína eða upplifa eitthvað nýtt í helgu rými? Þá gæti KVÖLDKIRKJAN verið eitthvað fyrir þig. Föstudagskvöldið 12. nóvermber verður KVÖLDKIRKJAN í Dómkirkjunni kl. 20-22. Undursamlega heilandi tónheimur, dýnur og koddar og grjónapúðar sem hægt er að leggjast á og slaka á. Kl. 20 og 21 verða hugleiðingar og svo er hægt að hvíla í rýminu og hugleiða, biðja eða slaka bara á og njóta þess að vera. Vertu velkomin/n í Dómkirkjuna í kvöld!

Laufey Böðvarsdóttir, 12/11 2021

Guðþjónusta sunnudaginn 14. nóvember klukkan 11.00. Prestur séra Aldís Rut Gísladóttir, Dómkórinn og Kári Þormar. Verið velkomin

nn

Laufey Böðvarsdóttir, 9/11 2021

Kæru vinir, góð vika framundan. Á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Gott að gefa sér tíma frá amstri dagsins, njóta og hvíla í bæn og tónlist. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar Ólafs Elíasson þriðjudag kl. 20.30-21.00. Á miðvikudaginn er örpílagrímaganga með séra Elínborgu Sturludóttir klukkan 18.00 frá Dómkirkjunni. Á fimmtudaginn er opið hús klukkan 13.00-15.00 í safnaðarheimilinu. Gestur okkar er Karl Sigurbjörnsson biskup, hann ætlar að segja okkur frá Róm, þeirri sögufrægu borg. Kaffi, meðlæti og gott samfélag. Klukkan 17.00 á fimmtudaginn er tíðasöngur og guðþjónusta á sunnudaginn klukkan 11.00. Kvöldkirkja verður á föstudagskvöldið klukkan 20.00-22.00. Tónleikar Dómkórsins á laugardaginn í Hallgrímskirkju klukkan 17.00. Dómkórinn kveður sér hljóðs eftir tæplega tveggja ára tónleikahlé og syngur verk úr ýmsum áttum á tónleikum í Hallgrímskirkju laugardaginn 13. nóvember kl. 17:00. Efnisskráin spannar allt frá endurreisnartónlist til glænýrra íslenskra verka sem sérstaklega voru samin fyrir Dómkórinn. Tvö verkanna, eftir þau Arngerði Maríu Árnadóttur og Hreiðar Inga Þorsteinsson verða frumflutt á tónleikunum auk þess sem nýtt verk eftir Hafstein Þórólfsson verður flutt í annað sinn opinberlega. Kórinn syngur einnig verk eftir Ola Gjeilo, Eric Whitacre, William Byrd, Hildigunni Rúnarsdóttur, James Macmillan, Atla Heimi Sveinsson, Eriks Esenvalds, Ernu Blöndal, Stefán Arason og Smára Ólason. Viðfangsefnin eru stór og smá: logandi himinhvelfingar, ljúfir draumar, eilífðin og andartakið, kærleikurinn, dauðinn, bæn barnsins og trúarhiti hins sannfærða, aldir og augnablik. Stjórnandi: Kári Þormar Fullt miðaverð er 2.900 krónur en hægt er að kaupa miða í forsölu á 2.500 krónur til og með 11. nóvember. Hlökkum til að sjá ykkur í starfi Dómkirkjunnar, gætum vel að sóttvörnum.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/11 2021

Messa klukkan 11.00 á sunnudaginn á kirkjudegi Dómkirkjunnar. Prestar séra Sveinn og séra Elínborg. Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn. Súpa og kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 5/11 2021

Ánægjulegt að Bach tónleikar Ólafs Elíassonar hefjist aftur í nóvember. Tilhlökkun! 2. nóvember næstkomandi munu hefjast aftur Bach tónleikar Ólafs Elíassonar í Dómkirkjunni. Ólafur hefur undanfarin ár leikið tónlist eftir J.S. Bach á flygilinn í kirkjunni á þriðjudagskvöldum klukkan 20:30 Þessir tónlekar munu nú hefjast aftur og verða öll þriðjudagskvöld í vetur. Ólafur var nemandi Rögnvaldar Sigurjónssonar en stundaði framhaldsnám fyrst í París hjá hinum heimsþekkta píanóleikara Vlado Perlemuter og síðar í Englandi, meðal annars við konunglega tónlistarháskólann í London (Royal Academy of Music) þar sem hann lauk einleikaraprófi 1994. Ólafur hefur haldið tónleika víða, bæði hérlendis og erlendis, einkum á Bretlandi. Hann hefur leikið inn á nokkra geisladiska, meðal annars píanókonserta bæði eftir Bach og Mozart ásamt sinfóníuhljómsveitinni London Chamber Group og hafa þeir fengið frábæra dóma. Ólafur hefur einnig leikið sem meðleikari með Sigurði Bragasyni baritón og hafa þeir haldið fjölda tónleika víða, og í sumum þekktustu tónleikahúsum heims svo sem Carnegie Hall í New York, Wigmore Hall í London og Kennedy Center í Washington. Washington Post hrósaði meðal annars leik Ólafs og sagði ,,…að leikur hans væri bæði nákvæmur og líflegur!

246702009_10159693642205396_2088358543700182701_n

Laufey Böðvarsdóttir, 31/10 2021

Kæru vinir, á þriðjudaginn er bæna- og kyrrðarstund klukkan 12.00. Á miðvikudaginn er örpílagrímaganga frá Dómkirkjunni kl. 18.00. Opna húsið í safnaðarheimilinu á fimmtudaginn kl. 13.00-15.00. Séra Sveinn Valgeirsson verður með áhugavert erindi. Kaffi og kökur. Klukkan 17.00 á fimmtudaginn er tíðasöngur með séra Sveini. Messa á sunnudaginn klukkan 11.00 séra Elínborg Sturludóttir og séra Sveinn Valgeirsson. Kári Þormar organisti og Dómkórinn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 31/10 2021

Messa á sunnudaginn klukkan 11.00 séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar organisti og Dómkórinn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 30/10 2021

Kæru vinir. Á miðvikudaginn er örpílagrímaganga frá Dómkirkjunni kl. 18.00. Opna húsið í safnaðarheimilinu á fimmtudaginn kl. 13.00-15.00. Séra Elínborg Sturludóttir verður með áhugavert erindi. Kaffi og kökur. Klukkan 17.00 á fimmtudaginn er tíðasöngur með séra Sveini. Messa á sunnudaginn klukkan 11.00 séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar organisti og Dómkórinn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 27/10 2021

Börkur Karlsson, leiðsögumaður verður gestur okkar í Opna húsinu á fimmtudaginn. Opna húsið er frá klukkan 13-15 í safnaðarheimilinu,Lækjargötu 14a.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/10 2021

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

Tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...