Dómkirkjan

 

Dómkirkjan auglýsir: Staða dómorganista

Dómkirkjan í Reykjavík hefur verið vettvangur mikilvægra atburða í lífi íslensku þjóðarinnar, einstaklinga, fjölskyldna og samfélags. Við þingsetningar ganga alþingismenn til Dómkirkjunnar og hlýða á guðsþjónustu og eins við embættistöku forseta Íslands. Dómkirkjan er kirkja biskups Íslands, þar sem hann vinnur flest embættisverk sín og jafnframt er Dómkirkjan sóknarkirkja, áður fyrr allra Reykvíkinga en nú gamla Vesturbæjarins og næstu hverfa til austurs.

Starfssvið:

• Hljóðfæraleikur við messur og annað helgihald bæði safnaðarins og biskups, þ.m.t. prestsvígslur

• Umsjón með kórastarfi Dómkirkjunnar

• Stuðningur við annað safnaðarstarf Dómkirkjunnar

Hæfniskröfur: • Kantorspróf frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða háskólapróf í kirkjutónlist

• Reynsla af flutningi tónlistar við helgihald • Góð reynsla af kórstjórn

• Fagleg framkoma og hæfni í mannlegum samskiptum

Umsóknum skal senda rafrænt til eg@egillarnason.is og sveinn@domkirkjan.is

Með umsókn þarf að skila: – Ferilskrá – Prófskírteini – Meðmælum Umsóknarfrestur er til 1. mars 2023.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/2 2023 kl. 10.54

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS