Dómkirkjan í Reykjavík hefur verið vettvangur mikilvægra atburða í lífi íslensku þjóðarinnar, einstaklinga, fjölskyldna og samfélags. Við þingsetningar ganga alþingismenn til Dómkirkjunnar og hlýða á guðsþjónustu og eins við embættistöku forseta Íslands. Dómkirkjan er kirkja biskups Íslands, þar sem hann vinnur flest embættisverk sín og jafnframt er Dómkirkjan sóknarkirkja, áður fyrr allra Reykvíkinga en nú gamla Vesturbæjarins og næstu hverfa til austurs. Staða dómorganista er laus til umsóknar.
Starfssvið:
- Hljóðfæraleikur við messur og annað helgihald bæði safnaðarins og biskups, þ.m.t. prestsvígslur
- Umsjón með kórastarfi Dómkirkjunnar
- Stuðningur við annað safnaðarstarf Dómkirkjunnar
Hæfniskröfur:
- Kantorspróf frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða háskólapróf í kirkjutónlist.
- Reynsla af flutningi tónlistar við helgihald
- Góð reynsla af kórstjórn.
- Fagleg framkoma og hæfni í mannlegum samskiptum
Umsóknum skal senda rafrænt til eg@egillarnason.is og sveinn@domkirkjan.is
Með umsókn þarf að skila:
- Ferilskrá
- Prófskírteini
- Meðmælum
Umsóknarfrestur er til 1. mars 2023.
Staðan er veitt frá 1. júlí 2023 eða eftir samkomulagi.
Um er að ræða fullt starf. Launakjör eru skv. kjarasamningi Félags íslenskra organista (FÍÓ Organistadeildar FÍH) og launanefndar Þjóðkirkjunnar.
Frekari upplýsngar um starfið veita Einar S. Gottskálksson formaður sóknarnenfndar í
sími 8211400, eg@egillarnason.is og Sveinn Valgeirsson sóknarprestur í síma 8625467, sveinn@domkirkjan.is.
Laufey Böðvarsdóttir, 27/1 2023
Guðþjónustur alla sunnudaga klukkan 11.00
Bæna-og kyrrðarstundir alla þriðjudaga kl. 12.00
Bach tónleikar kl. 20.00 öll þriðjudagskvöld
Örpílagrímagöngur kl. 18.00 á miðvikudögum yfir vetrarmánuðina
Tíðasöngur kl. 9.15 þri-mið-og fimmtudaga.
Kvöldkirkjan auglýst hverju sinni.
Opna húsið byrjar 8. febrúar kl. 13.00 í safnaðarheimilinu
Laufey Böðvarsdóttir, 23/1 2023
Gott með kaffinu og góð samvera. Hlökkum til að sjá ykkur. Hér eru myndir frá Opna húsinu þegar Guðfinna Ragnarsdóttir og ömmustrákarnir hennar lásu listavel úr bók Guðfinnu Á vori lífsins. Bók sem lýsir vel lífinu og er fjársjóður liðinna tíma. Þökkum Guðfinnu, Ragnari Birni, Kjartani og Erik Bjarka kærlega fyrir.
Laufey Böðvarsdóttir, 22/1 2023
Séra Hans Guðberg Alfreðsson prédikar í messunni 29. janúar. og hr. Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar þann 5. febrúar. Karl á 50 ára vígsluafmæli þann 4. febrúar.
Laufey Böðvarsdóttir, 18/1 2023
Á fimmtudagskvöldið er kvöldkirkja kl. 20.00-22.00. Gott að koma og njóta, falleg tónlist og hugvekjur. Á sunnudaginn er messa klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn. Hlökkum til að sjá ykkur!
Laufey Böðvarsdóttir, 18/1 2023
Tíðasöngur er þri-mið-og fimmtudaga kl. 9.15 einnig kl. 17.00 á fimmtudögum með séra Sveini Valgeirssyni. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar öll þriðjudagskvöld kl. 20.00-20.30.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/1 2023
Sunnudaginn 8. janúar er messa klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir,
Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og Dómkórinn. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra sérstaklega boðin velkomin.
Hressing eftir messuna í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Laufey Böðvarsdóttir, 4/1 2023
Á morgun þriðjudag er tíðasöngur kl. 9.15, bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00. Samfélag og hádegisverður í safnaðarheimilinu eftir stundina.
Barokktónleikar í Dómkirkjunni, 2. janúar 2023 kl. 20:00.
Þau Sólveig Steinþórsdóttir, Ísak Ríkharðsson, Herdís Mjöll Guðmundsdóttir, Ásta Kristín Pjetursdóttir, Hjörtur Páll Eggertsson og Halldór Bjarki Arnarson eru orðin góðkunn íslenskum áheyrendum m.a. sem meðlimir kammersveitarinnar Elju, en hér koma þau saman í fyrsta sinn í nýrri uppstillingu með barokktónlist í forgrunni og leika verk eftir Corelli, Vivaldi og Leclair.
Laufey Böðvarsdóttir, 2/1 2023
Dásamleg messa á fyrsta degi ársins 2023.
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, predikar.
Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari.
Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn syngur.
Hljóðfæraleikarar: Sólveig Steinþórsdóttir og Ísak Rikhaðrsson leika á fiðlur, Ásta Kristín Pjetursdóttir leikur á víólu, Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir og Nicky Swett leika á selló og Halldór Bjarki Arnarson leikur á sembal.
Forspil: Das alte Jahr vergangen ist, BWV 614 eftir Johann Sebastian Bach.
Sálmur 77: Aftur að sólunn. Ókunnur lagahöfundur. Texti: Matthías Jochumsson.
Sálmur 787: Faðir andanna. Lag frá Sikiley. Texti: Matthías Jochumsson.
Sálmur 74: Hvað boðar nýárs blessuð sól. Lag: C.E.F. Weyse. Texti: Matthías Jochumsson.
Concerto Grosso Op. 6 nr. 4 í D-dúr, Adagio-Allegro, eftir Arcangello Corelli.
Lofsöngur (Ó, Guð vors land). Lag: Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Texti: Matthías Jochumsson.
Eftirspil: Fiðlukonsert Op. 10 nr. 1 í B-dúr, Allegro eftir Jean-Marie Leclair
Laufey Böðvarsdóttir, 2/1 2023