Dómkirkjan

 

Kæru vinir, gleðilegt ár!

Barokk
Á morgun þriðjudag er tíðasöngur kl. 9.15, bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00. Samfélag og hádegisverður í safnaðarheimilinu eftir stundina.
Barokktónleikar í Dómkirkjunni, 2. janúar 2023 kl. 20:00.
Þau Sólveig Steinþórsdóttir, Ísak Ríkharðsson, Herdís Mjöll Guðmundsdóttir, Ásta Kristín Pjetursdóttir, Hjörtur Páll Eggertsson og Halldór Bjarki Arnarson eru orðin góðkunn íslenskum áheyrendum m.a. sem meðlimir kammersveitarinnar Elju, en hér koma þau saman í fyrsta sinn í nýrri uppstillingu með barokktónlist í forgrunni og leika verk eftir Corelli, Vivaldi og Leclair.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/1 2023

https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2023-01-01/5189533

Dásamleg messa á fyrsta degi ársins 2023.
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, predikar.
Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari.
Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn syngur.
Hljóðfæraleikarar: Sólveig Steinþórsdóttir og Ísak Rikhaðrsson leika á fiðlur, Ásta Kristín Pjetursdóttir leikur á víólu, Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir og Nicky Swett leika á selló og Halldór Bjarki Arnarson leikur á sembal.
Fyrir predikun:
Forspil: Das alte Jahr vergangen ist, BWV 614 eftir Johann Sebastian Bach.
Sálmur 77: Aftur að sólunn. Ókunnur lagahöfundur. Texti: Matthías Jochumsson.
Sálmur 787: Faðir andanna. Lag frá Sikiley. Texti: Matthías Jochumsson.
Sálmur 74: Hvað boðar nýárs blessuð sól. Lag: C.E.F. Weyse. Texti: Matthías Jochumsson.
Eftir predikun:
Concerto Grosso Op. 6 nr. 4 í D-dúr, Adagio-Allegro, eftir Arcangello Corelli.
Lofsöngur (Ó, Guð vors land). Lag: Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Texti: Matthías Jochumsson.
Eftirspil: Fiðlukonsert Op. 10 nr. 1 í B-dúr, Allegro eftir Jean-Marie Leclair

Laufey Böðvarsdóttir, 2/1 2023

Gleðilegt ár kæru vinir! Hátíðarguðþjónusta á nýársdag klukkan 11.00.

81030080_10157844970915396_6338805055205933056_n
Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar, séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson leikur á orgelið og Dómkórinn syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar. Barokksveit spilar í guðþjónustunni en sveitina skipa:
Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla
Ísak Ríkharðsson, fiðla
Ásta Kristín Pjetursdóttir, víóla
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló
Nicky Swett, selló
Halldór Bjarki Arnarson, semball
Fluttir verða Hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar.
Forspil: Das alte Jahr vergangen ist BWV 614 J. S. Bach
77 Aftur að sólunni
Sb. 1945 – Matthías Jochumsson
787 Faðir andanna
Matthías Jochumsson – Sb. 1886 Frá Sikiley,Herder 1807, Sb. 1871
74 Hvað boðar nýárs blessuð sól Weyse/Matthías Jochumsson
Eftir predikun
-Arcangello Corelli: Concerto Grosso Op. 6 nr. 4 í D-dúr, Adagio-Allegro
1 Ó, Guð vors land
Sveinbjörn Sveinbjörnsson/ Matthías Jochumsson
-
Eftirspil: Jean-Marie Leclair: Fiðlukonsert Op. 10 nr. 1 í B-dúr, Allegro.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/1 2023

Helgihald um áramótin og tónleikar 2. janúar .

Gamlársdagur 31.desember
Aftansöngur séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn.
Nýársdagur 1. janúar 2023
Hátíðarguðþjónusta klukkan 11.00 Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn.
Barokksveit leikur tvö verk í hátíðarguðþjónustunni.
Flytjendur eru:
Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla
Ísak Ríkharðsson, fiðla
Ásta Kristín Pjetursdóttir, víóla
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló
Nicky Swett, selló
Halldór Bjarki Arnarson, semball
Tónleikar 2. janúar 2023
Barokkveisla nýja ársins
Barokktónleikar í Dómkirkjunni, 2. janúar 2023 kl. 20:00.
Þau Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, Sólveig Steinþórsdóttir, Ísak Ríkharðsson, Ásta Kristín Pjetursdóttir og Halldór Bjarki Arnarson eru orðin góðkunn íslenskum áheyrendum m.a. sem meðlimir kammersveitarinnar Elju, en hér koma þau saman í fyrsta sinn í nýrri uppstillingu með barokktónlist í forgrunni og leika verk eftir Corelli, Vivaldi og Leclair.
Ítalska tónskáldið Arcangelo Corelli hafði gríðarleg áhrif á barokktónlist á Ítalíu með sínum einfalda og hnitmiðaða stíl sem þrátt fyrir það bjó yfir ótrúlegum sprengikrafti. Hér má heyra fjölbreytta flóru verka sem samin eru í kjölfarið á þessum stíl, sem þróaðist hratt og færðist brátt út fyrir landsteinana. Í þessum sjaldheyrðu tónlistarperlum barokksins má greina sameiginlegan undirtón, en á sama tíma einstakan persónuleika hvers tónskálds.
Flytjendur:
Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla
Ísak Ríkharðsson, fiðla
Ásta Kristín Pjetursdóttir, víóla
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló
Nicky Swett, selló
Halldór Bjarki Arnarson, semball
Almennt miðaverð er 3.500 kr. en 2.000 kr. fyrir námsmenn. Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði RANNÍS.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/12 2022

Bach tónleikar Ólafs Elíassonar í kvöld 27. desember klukkan 20.00-20.30. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 27/12 2022

Helgihald um jól og áramót

24. desember aðfangadagur jóla
Dönsk guðþjónusta kl. 15.00.
Prestur séra María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
Kári Þormar organisti og Hafsteinn Þorólfsson syngur.
Aftansöngur kl. 18.00
Sr. Elínborg Sturludóttir prédikar, sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.
Miðnæturguðþjónusta kl. 23.30. Þá verða lesnir og sungnir níu lestrar og sálmar í Dómkirkjunni. Guðsþjónustan á sér fyrirmynd í guðsþjónustu sem fram hefur farið í Kings College í Cambridge á Bretlandi óslitið frá 1918 og hefur þessari guðsþjónustu verið útvarpað á BBC frá 1928.
Á milli lestra syngur söfnuðurinn jólasálma. Dómkirkjuprestarnir og Pétur Nói Stefánsson organisti leiða guðþjónustuna.
Jóladagur 25. desember
Hátíðarguðþjónusta kl. 11.00
Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn.
Mánudagur 26. desember
Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.
Þriðjudagur 27.desember
Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30
Gamlársdagur 31.desember
Aftansöngur séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn.
Nýársdagur 1. janúar 2023
Hátíðarguðþjónusta klukkan 11.00 Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn.
Barokksveit leikur tvö verk í hátíðarguðþjónustunni.
Flytjendur eru:
Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla
Ísak Ríkharðsson, fiðla
Ásta Kristín Pjetursdóttir, víóla
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló
Nicky Swett, selló
Halldór Bjarki Arnarson, semball
Tónleikar 2. janúar 2023
Barokkveisla nýja ársins
Barokktónleikar í Dómkirkjunni, 2. janúar 2023 kl. 20:00.
Þau Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, Sólveig Steinþórsdóttir, Ísak Ríkharðsson, Ásta Kristín Pjetursdóttir og Halldór Bjarki Arnarson eru orðin góðkunn íslenskum áheyrendum m.a. sem meðlimir kammersveitarinnar Elju, en hér koma þau saman í fyrsta sinn í nýrri uppstillingu með barokktónlist í forgrunni og leika verk eftir Corelli, Vivaldi og Leclair.
Ítalska tónskáldið Arcangelo Corelli hafði gríðarleg áhrif á barokktónlist á Ítalíu með sínum einfalda og hnitmiðaða stíl sem þrátt fyrir það bjó yfir ótrúlegum sprengikrafti. Hér má heyra fjölbreytta flóru verka sem samin eru í kjölfarið á þessum stíl, sem þróaðist hratt og færðist brátt út fyrir landsteinana. Í þessum sjaldheyrðu tónlistarperlum barokksins má greina sameiginlegan undirtón, en á sama tíma einstakan persónuleika hvers tónskálds.
Flytjendur:
Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla
Ísak Ríkharðsson, fiðla
Ásta Kristín Pjetursdóttir, víóla
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló
Nicky Swett, selló
Halldór Bjarki Arnarson, semball
Almennt miðaverð er 3.500 kr. en 2.000 kr. fyrir námsmenn. Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði RANNÍS.81030080_10157844970915396_6338805055205933056_n

Laufey Böðvarsdóttir, 22/12 2022

Jólatónleikar Dómkórsins verða haldnir í Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 21. desember kl. 22.

 Flutt verða hefðbundin jólalög i bland við ný, erlend sem innlend. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Tilvalið eftir kaup síðustu jólagjafarinnar í bænum, en það kaupir sér enginn jólafrið. Hann má fá við hátíðaróm Dómkórsins og kertayl í kirkjunni. The Cathedral Choir gives it’s annual Christmas Concert Wednesday 21 December at 10 p.m. in the Reykjavík Cathedral. Free entrance. It is precious to buy the last Christmas gift in the last days before the holidays. Alas, Christmas peace can not be bought. It will be found by the sounds of the Cathedral Choir and candle lights in the church.Jólatónleikar dómkórsins

Laufey Böðvarsdóttir, 20/12 2022

Bænastundin og Bach tónleikarnir falla niður þriðjudaginn 20. desember.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/12 2022

Í stað hefðbundinna jólatónleika boðar Hljómeyki til SAMSÖNGSTÓNLEIKA Á AÐVENTU í Dómkirkjunni í Reykjavík 19. desember kl. 21. Hljómeyki flytur áheyrendum nokkur falleg jólalög en einnig mun kórinn leiða jólalegan samsöng með tónleikagestum. Sungin verða lög sem flest kannast við – sérstaklega þau sem einhvern tíma hafa sungið í kór. Við bjóðum allt söngfólk sérlega velkomið og vonumst til að þau syngi okkur til samlætis. Stjórnandi Hljómeykis (og ykkar allra þetta kvöld) er Erla Rut Káradóttir. Öll velkomin! Aðgangur er ókeypis en kórinn tekur glaður við frjálsum framlögum

316821023_793622131983009_848044956934265950_n

Laufey Böðvarsdóttir, 18/12 2022

Rakarakvartettinn Barbari heldur jólatónleika með bandarískum blæ laugardag 17. desember kl. 17.00. Flutt verða bæði hugljúf og hress jólalög, en áhersla er á djassaðan og drífandi hljómagang. Miðasala á tix.is eða við hurð.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/12 2022

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...