Dómkirkjan er eitt elsta hús Reykjavíkur og hefur verið helgidómur Reykvíkinga í á þriðju öld. Auk helgihalds í hinu aldna húsi heldur söfnuðurinn uppi fjölbreyttu safnaðarstarfi fyrir fólk á öllum aldri, óháð trúfélagsaðild. Guðsþjónustur eru alla sunnudaga og á hátíðum ársins, fyrirbænaguðsþjónustur alla þriðjudaga í hádeginu, tíðasöngur, tónleikar og örpílagrímagöngur. Í hverri viku eru jarðarfarir, iðulega hjónavígslur og skírnir við hinn fagra skírnarfont sem listamaðurinn, Thorvaldsen, gaf föðurlandi sínu. Auk þess er haldið uppi fermingarfræðslu og þróttmiklu kórstarfi og tónlistarlífi, auk sálgæslu, fræðslu í trú og sið og andlegrar umhyggju. Í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar að Lækjargötu 14a, gamla Iðnskólahúsinu, þar fer fram fræðslustarf, opið hús á fimmtudögum með góðum gestum og dýrmætu samfélagi, hádegisverður á þriðjudögum að lokinni bænastund og eins er safnaðarheimilið leigt út fyrir skírnarveislur og aðrar samverur. Dómkirkjusöfnuðurinn ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi Dómkirkjunnar og Safnaðarheimilisins sem eru friðuð hús og með merkustu byggingum borgarinnar. Sóknargjöld sem greidd eru sem hlutfall af tekjuskatti eru nú rúmar 1.000 kr. á mánuði. Sú upphæð hefur hvergi nærri fylgt verðlagsþróun og eins hefur gjaldendum fækkað. Því viljum við gefa fólki kost á því að gerast Vinir Dómkirkjunnar og styðja við starf hennar með reglubundnum framlögum á reikning sóknarinnar: Banki: 513-26-3565, kennitala: 500169-5839. Margt smátt gerir eitt stórt og þitt framlag skiptir máli.
Laufey Böðvarsdóttir, 28/1 2023
Góðir gestir frá Bessastaðakirkju.
Hans Guðberg Alfreðsson predikar, Vilborg Ólöf Sigurðardóttir djákni, Ástvaldur Traustason organisti, Álftanesskórinn og okkar menn séra Sveinn og Guðmundur organisti. Messukaffi í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.
Laufey Böðvarsdóttir, 28/1 2023
Dómkirkjan í Reykjavík hefur verið vettvangur mikilvægra atburða í lífi íslensku þjóðarinnar, einstaklinga, fjölskyldna og samfélags. Við þingsetningar ganga alþingismenn til Dómkirkjunnar og hlýða á guðsþjónustu og eins við embættistöku forseta Íslands. Dómkirkjan er kirkja biskups Íslands, þar sem hann vinnur flest embættisverk sín og jafnframt er Dómkirkjan sóknarkirkja, áður fyrr allra Reykvíkinga en nú gamla Vesturbæjarins og næstu hverfa til austurs. Staða dómorganista er laus til umsóknar.
Starfssvið:
- Hljóðfæraleikur við messur og annað helgihald bæði safnaðarins og biskups, þ.m.t. prestsvígslur
- Umsjón með kórastarfi Dómkirkjunnar
- Stuðningur við annað safnaðarstarf Dómkirkjunnar
Hæfniskröfur:
- Kantorspróf frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða háskólapróf í kirkjutónlist.
- Reynsla af flutningi tónlistar við helgihald
- Góð reynsla af kórstjórn.
- Fagleg framkoma og hæfni í mannlegum samskiptum
Umsóknum skal senda rafrænt til eg@egillarnason.is og sveinn@domkirkjan.is
Með umsókn þarf að skila:
- Ferilskrá
- Prófskírteini
- Meðmælum
Umsóknarfrestur er til 1. mars 2023.
Staðan er veitt frá 1. júlí 2023 eða eftir samkomulagi.
Um er að ræða fullt starf. Launakjör eru skv. kjarasamningi Félags íslenskra organista (FÍÓ Organistadeildar FÍH) og launanefndar Þjóðkirkjunnar.
Frekari upplýsngar um starfið veita Einar S. Gottskálksson formaður sóknarnenfndar í
sími 8211400, eg@egillarnason.is og Sveinn Valgeirsson sóknarprestur í síma 8625467, sveinn@domkirkjan.is.
Laufey Böðvarsdóttir, 27/1 2023
Guðþjónustur alla sunnudaga klukkan 11.00
Bæna-og kyrrðarstundir alla þriðjudaga kl. 12.00
Bach tónleikar kl. 20.00 öll þriðjudagskvöld
Örpílagrímagöngur kl. 18.00 á miðvikudögum yfir vetrarmánuðina
Tíðasöngur kl. 9.15 þri-mið-og fimmtudaga.
Kvöldkirkjan auglýst hverju sinni.
Opna húsið byrjar 8. febrúar kl. 13.00 í safnaðarheimilinu
Laufey Böðvarsdóttir, 23/1 2023
Gott með kaffinu og góð samvera. Hlökkum til að sjá ykkur. Hér eru myndir frá Opna húsinu þegar Guðfinna Ragnarsdóttir og ömmustrákarnir hennar lásu listavel úr bók Guðfinnu Á vori lífsins. Bók sem lýsir vel lífinu og er fjársjóður liðinna tíma. Þökkum Guðfinnu, Ragnari Birni, Kjartani og Erik Bjarka kærlega fyrir.
Laufey Böðvarsdóttir, 22/1 2023
Séra Hans Guðberg Alfreðsson prédikar í messunni 29. janúar. og hr. Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar þann 5. febrúar. Karl á 50 ára vígsluafmæli þann 4. febrúar.
Laufey Böðvarsdóttir, 18/1 2023
Á fimmtudagskvöldið er kvöldkirkja kl. 20.00-22.00. Gott að koma og njóta, falleg tónlist og hugvekjur. Á sunnudaginn er messa klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn. Hlökkum til að sjá ykkur!
Laufey Böðvarsdóttir, 18/1 2023
Tíðasöngur er þri-mið-og fimmtudaga kl. 9.15 einnig kl. 17.00 á fimmtudögum með séra Sveini Valgeirssyni. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar öll þriðjudagskvöld kl. 20.00-20.30.
![325129684_549722133744191_3705980892321013626_n](http://domkirkjan.is/skraarsofn/domkirkjan/2023/01/325129684_549722133744191_3705980892321013626_n-375x500.jpg)
Laufey Böðvarsdóttir, 10/1 2023
Sunnudaginn 8. janúar er messa klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir,
Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og Dómkórinn. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra sérstaklega boðin velkomin.
Hressing eftir messuna í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Laufey Böðvarsdóttir, 4/1 2023