Laufey Böðvarsdóttir, 29/3 2023
Þriðjudaginn 28. mars er tíðasöngur kl. 9.15 með séra Sveini Valgeirssyni. Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu og léttur hádegisverður eftir stundina. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00- 20.30. Miðvikudaginn 29. mars er tíðasöngur kl. 9.15 og örganga með séra Elínborgu kluklan 18.00. Fimmtudaginn 30. mars tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00. Gestur okkar í Opna húsinu er Janus Guðlaugsson lektor, hann mun fjalla um heilsueflingu hjá 60 ára og eldri. Heimabakað með kaffinu. Opna húsið er frá 13.00-14.30 Lækjargötu 14a. Sjáumst í safnaðarstarfinu!
Laufey Böðvarsdóttir, 26/3 2023
Séra Elínborg rifjar upp margt skemmtilegt úr Hólminum, en hún ólst upp í Stykkishólmni. Heimabakað með kaffinu og góður félagsskapur. Sjáumst í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.
Laufey Böðvarsdóttir, 23/3 2023
Útgáfutónleikar fyrir tónlistina úr stuttmyndinni “Eldingar eins og við!”
Dómkirkjan við Austurvöll 23. mars kl 20:00-21:00.
Dagskrá:
20:00-20:11 • “ELDINGAR EINS OG VIÐ,” STUTTMYND.
20:11-20:30 • ALEXANDRA KJELD, KONTRABASSA SÒLÒ.
20:30-20:45 • ÞÒRDÌS ÞÙFA, UPPLESTUR
20:30-21:00 • KIRA KIRA & ELDINGARNAR
Á tónleikunum kemur fram ásamt Kiru, tónlistarfólkið sem birtist í myndinni, þ.e. þau sem eru á landinu eða ekki að spila samtímis annars staðar:
Alexandra Kjeld á kontrabassa, Hermigervill á þeremìn og Thoracius Apotite á kjöltustál, Eiríkur Orri Ólafsson á trompet og flügel horn, Jara Karlsdóttir á hörpu ásamt kærustuparinu Teiti Magnússyni og Gefjunni.
Kristófer Rodriguez Svönuson spilar á slagverk á plötunni og við vonum líka að hann nái að sigra tíma og rúm og tromma með.
Útgáfan er gerð af því tilefni að myndin er komin í dreifingu hjá kvikmyndadreifingarfyrirtækinu 7 Palms Entertainment, en hún var annars frumsýnd á Kvikmyndahátíð í Reykjavík.
Platan er komin ùt hjá Reykjavik Record Shop á 10″ vìnyl og á öllum helstu streymisveitum.
Miðaverð er: 2500 kr
Laufey Böðvarsdóttir, 23/3 2023
Þriðjudagur 21. mars
Tíðasöngur kl. 9. 15
Bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00 og létt máltíð eftir stundina. Gott að koma í kirkjuna og eiga notalega stund frá amstri hverdagsins.
Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.-20.30.
Miðvikudagur 22. mars
Tíðasöngur kl. 9. 15 með séra Sveini.
Örganga með séra Elínborgu kl. 18.00. hefst með stuttri hugvekju í kirkjunni.
Fimmtudagur 23. mars
Tíðasöngur kl. 9. 15.
Opna húsið er í safnaðarheimilinu kl. 13.00-14.30.
Séra Elínborg Sturludóttir. Minningar frá Stykkishólmi. Heimabakað með kaffinu og gott samfélag.
Tíðasöngur kl. 17.00 með séra Sveini.
Sunnudaginn 25. mars
Messa kl. 11.00 Séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn.
Verið hjartanlega velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 19/3 2023
Tíðasöngur kl. 9. 15.
Opna húsið hefst í Dómkirkjunni kl. 13.00-14.30.
Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson segir frá myndun þorps á Bíldudal. Heimabakað með kaffinu og gott samfélag.
Tíðasöngur kl. 17.00 með séra Sveini.
Á sunnudaginn er messa kl.11.00, séra Sveinn, Guðmundur organisti og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin til messu!
Laufey Böðvarsdóttir, 15/3 2023