Dómkirkjan

 

Fyrsta örganga haustsins verður miðvikudaginn 4. október klukkan 18.00. Séra Elínborg Sturludóttir leiðir gönguna og byrjar með stuttri hugleiðingu í kirkjunni. Göngunni lýkur við kirkjuna um kl. 19.00. Góð stund til að rækta bæði hug og líkama.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/9 2023

Sunnudaginn 17. september er messa klukkan 11.00 Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. verið hjartanlega velkomin! Vers vikunnar: Varpið allri áhyggju ykkar á hann því að hann ber umhyggju fyrir ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/9 2023

Guðþjónusta við upphaf þingsetningar líkt og verið hefur óslitið frá því Alþingi var endurreist. Allt frá því Alþingishúsið var reist 1881 hafa þingmenn gengið til Dómkirkjunnar og þingsetning hafist með guðþjónustu í Dómkirkjunni.

þingsetning 1

Laufey Böðvarsdóttir, 13/9 2023

Fyrsti fundur Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar þetta haustið er í dag 11. september klukkan 18.00. Fundurinn er í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Kirkjunefndin var stofnuð 1930 til þess að standa að prýði Dómkirkjunnar og vinna að líknarmálum. Það eru ófá handtökin sem kirkjunefndarkonur hafa unnið fyrir Dómkirkjuna og safnaðarstarfið allt.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/9 2023

Kæru vinir, bæna-og kyrrðarstundin í hádeginu á morgun, þriðjudag verður í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Létt máltíð eftir stundina og gott samfélag. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 11/9 2023

Fyrsta örganga haustsins verður miðvikudaginn 20. september klukkan 18.00. Séra Elínborg Sturludóttir leiðir gönguna og byrjar með stuttri hugleiðingu í kirkjunni. Göngunni lýkur við kirkjuna um kl. 19.00. Góð stund til að rækta bæði hug og líkama.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/9 2023

Sunnudaginn 10. september er messa klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 7/9 2023

Það er gott að gefa sér tíma og koma í bæna-og kyrrðarstundina í hádeginu í dag, þriðjudag. Létt máltíð í safnaðarheimilinu eftir stundina. Í kvöld eru BACH tónleikar Ólafs Elíassonar klukkan 20.00-20.30. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 5/9 2023

Vinur Dómkirkjunnar?

Dómkirkjan er eitt elsta hús Reykjavíkur og hefur verið helgidómur Reykvíkinga í á þriðju öld. Auk helgihalds í hinu aldna húsi heldur söfnuðurinn uppi fjölbreyttu safnaðarstarfi fyrir fólk á öllum aldri, óháð trúfélagsaðild. Guðsþjónustur eru alla sunnudaga og á hátíðum ársins, fyrirbænaguðsþjónustur alla þriðjudaga í hádeginu, tíðasöngur á fimmtudögum kl. 17 og örpílagrímagöngur á miðvikudögum kl. 18. Í hverri viku eru jarðarfarir, iðulega hjónavígslur og skírnir við hinn fagra skírnarfont sem listamaðurinn, Thorvaldsen, gaf föðurlandi sínu. Auk þess er  fermingarfræðsla, þróttmikið kórstarf, fræðsla í trú og sið og andlegrar umhyggju. Í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar að Lækjargötu 14b, gamla Iðnskólahúsinu, eru skrifstofur prestanna, þar fer fram fræðslustarf, opið hús á fimmtudögum, hádegisverður á þriðjudögum að lokinni bænastund og eins er safnaðarheimilið leigt út fyrir skírnarveislur og aðrar samverur.

Dómkirkjusöfnuðurinn ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi Dómkirkjunnar og Safnaðarheimilisins sem eru friðuð hús og með merkustu byggingum borgarinnar. Sóknargjöld  hafa hvergi nærri fylgt verðlagsþróun og eins hefur gjaldendum fækkað.

Því viljum við gefa fólki kost á því að gerast Vinir Dómkirkjunnar og styðja við starf hennar með reglubundnum framlögum á reikning sóknarinnar: Banki: 334-26-371, kennitala: 500169-5839

Viltu skrá þig í söfnuðinn og Þjóðkirkjuna? Það er einfalt og þú getur gert það á netinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/9 2023

Sunnudaginn 3. september er messa klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Fermingarbörn og forráðamenn þeirra sérstaklega boðin velkomin. Messukaffi í safnaðarheimilinu. Verið velkomin! Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 28/8 2023

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS