Dómkirkjan

 

Björg Brjánsdóttir frumflytur sex ný einleiksverk fyrir flautu í Dómkirkjunni sunnudagskvöldið 15. október kl. 20. Tónskáldin eru eftirfarandi: Berglind María Tómasdóttir Haukur Þór Harðarson Ingibjörg Elsa Turchi Nanna Søgaard Páll Ragnar Pálsson Tumi Árnason Tónleikarnir eru um klukkustund að lengd og aðgangur ókeypis.

Björg-22

Laufey Böðvarsdóttir, 11/10 2023

Fundur hjá kirkjunefnd kvenna á morgun, mánudag klukkan 18.00 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a.. Nýjar félagskonur velkomnar.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/10 2023

Þann 12. október nk. eru 130 ár liðin frá fæðingu Páls Ísólfssonar orgel- og píanóleikara, hljómsveitar- og söngstjóra og tónskálds. Páll gegndi mörgum störfum en m.a. var hann dómorganisti við Dómkirkjuna í Reykjavík um árabil. Tónskóli Þjóðkirkjunnar og Dómkirkjan minnast þessara tímamóta með messu í Dómkirkjunni þann 15. október nk. kl. 11 þar sem nemendur Tónskólans leika forspil og eftirspil eftir Pál Ísólfsson og Max Reger. Kl. 12:30 flytur Bjarki Sveinbjörnsson fyrirlestur í safnaðarheimili Dómkirkjunnar um ævi og störf Páls. Verið öll hjartanlega velkomin!

páll

Laufey Böðvarsdóttir, 8/10 2023

Fyrsta örganga haustsins með séra Elínborgu er á morgun, miðvikudag kl.18.00. Hefst með stuttri hugleiðingu í kirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/10 2023

Sunnudaginn 8. október klukkan 11.00 er messa. Séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 3/10 2023

Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu alla þriðjudaga kl. 12.00 í safnaðarheimilinu. Létt máltíð í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar öll þriðjudagskvöld klukkan 20.00-20.30. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 3/10 2023

Messa klukkan 11.00 sunnudaginn 1. október séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra sérstaklega boðin velkomin. Hressing í safnaðarheimilinu, Lækjargötu eftir messuna. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/9 2023

Haustferðin

Haustferðin verður farin fimmtudaginn 12. október í Grímsnesið góða. Fararstjóri verður Börkur vinur okkar Karlsson.
Lagt af stað klukkan 10.00 keyrum Þingvallaleiðina austur.
Farið verður í Búrfellskirkju sem var reist 1845 og er elsta timburkikrja í Skálholtsstifti. Eftir stund í kirkjunni munum við þiggja hressingu heima í bæ hjá Lísu.
Við munum síðan skoða Sveitasetrið Brú og borða þar.
Skráning og nánari upplýsingar hjá Laufeyju í síma 8989703 eða á laufey@domkirkjan.is

Laufey Böðvarsdóttir, 30/9 2023

Messa klukkan 11.00 sunnudaginn 1. október séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra sérstaklega boðin velkomin. Hressing í safnaðarheimilinu, Lækjargötu eftir messuna. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/9 2023

Sunnudaginn 24. september er messa klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2023

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS