Á sunnudaginn, pálmasunnudag klukkan 11.00 fermist fríður hópur fermingarbarna í Dómkirkjunni. Öll fermingarbörnin fá Biblíur að gjöf frá Dómkirkjunni. Þegar Ágústa K. Johnson heitin fagnaði áttræðisafmæli sínu 2019 þá stofnuðu vinir hennar Ágústusjóð. Sjóðurinn er m.a. til þess að kaupa Biblíur fyrir fermingarbörn Dómkirkjunnar. Þetta gladdi Ágústu mikið, en hún lést síðla árs 2020. Ágústa þekkti vel orð frelsarans að sælla er að gefa en þiggja, og lifði samkvæmt því. Drottinn blessi minningu Ágústu.
Laufey Böðvarsdóttir, 20/3 2024
https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2024-03-17/5241722
Laufey Böðvarsdóttir, 17/3 2024
Laufey Böðvarsdóttir, 11/3 2024
Á morgun er tíðasöngur kl. 9.15 og kl. 17.00. Opna húsið í safnaðarheimilinu kl. 13.00-14.30 Valdimar Tómasson skáld verður gestur okkar, kaffiveitingar. Á sunnudaginn er messa klukkan 11.00 séra Sveinn Valgeirsson, Dómkórinn leiðir söng og Guðmundur Sigurðsson leikur á orgelið. Verið velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 6/3 2024
Messa fimmtudaginn 14. mars klukkan 18.00. Messan verður tekin upp og flutt í útvarpinu sunnudaginn 17. mars. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 6/3 2024