Á morgun, þriðjudag kl. 17.00 er minningarstund um þá sem hafa látist úr fíknisjúkdómum. Séra Bjarni Karlsson leiðir stundina og Páll Óskar syngur nokkur lög. Velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 25/3 2024
Laufey Böðvarsdóttir, 25/3 2024
Skírdagur og föstudagurinn langi kallast Bænadagarnir. Á skírdag er þess minnst að Jesús stofnaði heilaga kvöldmáltíð. Föstudagurinn langi er dagurinn er Jesús var krossfestur. Sá dagur er ólíkur öllum dögum í kristninni, sorgardagur og djúprar kyrrðar. Í helgihaldi dymbilviku og páska fáum við tækifæri að ganga inn á sögusvið guðspjallanna. En það er ekki bara innlifun í liðna atburði. Á páskum í Jerúsalem árið 33 urðu atburðir sem valda vatnaskilum í gjörvallri sögu manns og heims, vatnaskil í sögu tímans. Í helgri iðkun kirkjunnar verða þessir atburðir samtíð. Í helgihaldinu er minning þeirra gjörð, við verðum þátttakendur í þeim í trú. Við rifjum upp þessa atburði í birtu páskasólar, upprisutrúar. Páskar, upprisuhátíð frelsarans, er elst og mest allra kristinna hátíða, því upprisan er kjarni kristinnar trúar. Hinn krossfesti reis af gröf og lifir. Hann mun hafa síðasta orðið, hann hefur sigrað dauðann.
Laufey Böðvarsdóttir, 25/3 2024
Laufey Böðvarsdóttir, 22/3 2024
Skírdagur kl 11:00 Ferming Prestur: sr. Sveinn Valgeirsson. Dómkórinn syngur; dómorganisti er Guðmundur Sigurðsson Skírdagur kl. 20:00 Messa Prestar sr. Elínborg Sturludóttir og sr. Sveinn Valgeirsson Dómkórinn syngur; dómorganisti er Guðmundur Sigurðsson Getsemanestund meðan altarið er afskrýtt. Föstudagurinn langi kl. 11:00 Helgistund Prestur sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson Dómkórinn syngur; dómorganisti er Guðmundur Sigurðurðsson. Páskadagur. Hátíðarmessa kl 8:00 Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson flytur hugvekju Dómkirkjuprestarnir þjóna. Dómkórinn syngur; dómorganisti er Guðmundur Sigurðsson Hátíðarmessa kl 11:00 Sr. Sveinn Valgeirssson prédikar sr Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur; dómorganisti er Guðmundur Sigurðsson. 2 í páskum. Messa kl 11:00. Prestur sr. Sveinn Valgeirsson. Dómkórinn syngur; dómorganisti er Guðmundur Sigurðsson. Minnum jafnframt á tíðasöng alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 9:15- 9:30 og fimmtudaga kl 17:00-17:15. Fylgist með á facebooksíðu Dómkirkjunnar varðandi frekara starf. Gleðilega páska!
Laufey Böðvarsdóttir, 21/3 2024
Síðasta Opna húsið fyrir páska er fimmtudaginn 21. mars en þá er bingó. Það var vel við hæfi hjá séra Sveini sl. fimmtudag að fara með ljóð Matthísar J. heitins skálds og ritstjóra sem féll frá núna í mars. Blessuð sé minning hans. Opna húsið er í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Verið velkomin og takið með ykkur gesti!
Laufey Böðvarsdóttir, 20/3 2024
Á sunnudaginn, pálmasunnudag klukkan 11.00 fermist fríður hópur fermingarbarna í Dómkirkjunni. Öll fermingarbörnin fá Biblíur að gjöf frá Dómkirkjunni. Þegar Ágústa K. Johnson heitin fagnaði áttræðisafmæli sínu 2019 þá stofnuðu vinir hennar Ágústusjóð. Sjóðurinn er m.a. til þess að kaupa Biblíur fyrir fermingarbörn Dómkirkjunnar. Þetta gladdi Ágústu mikið, en hún lést síðla árs 2020. Ágústa þekkti vel orð frelsarans að sælla er að gefa en þiggja, og lifði samkvæmt því. Drottinn blessi minningu Ágústu.
Laufey Böðvarsdóttir, 20/3 2024
Laufey Böðvarsdóttir, 19/3 2024
https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2024-03-17/5241722
Laufey Böðvarsdóttir, 17/3 2024
Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14
Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.
Skráning í fermingarfræðslu
Tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur
Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi