Dómkirkjan

 

Fjórir fræknir prestar á jólum.

C8DFE3B0-5E36-40F5-A5D3-1302D6815192

Laufey Böðvarsdóttir, 30/12 2023

Verið velkomin á tónleika með Brasshópi Ýlis! Tónleikarnir eru 30. desember kl 18:00 í Dómkirkjunni og aðgangur er ókeypis. Á tónleikunum verða leikin hátíðleg verk eftir Britten, Gabrieli, Susato, J. Clarke og fleiri

Brasshópur Ýlis á rætur sínar að rekja til Brass Akademíu Ýlis sem Ari Hróðmarsson básúnuleikari stofnaði fyrir um áratug síðan. Þar varð til þéttur hópur málmblástursnemenda á framhaldsstigi á Íslandi. Síðan þá hafa flestir þeirra farið í framhaldsnám í tónlist.

Þann 30. desember kemur hópurinn aftur saman eftir nokkurra ára pásu til þess að flytja fyrir ykkur hátíðlega tónlist milli hátíðanna.
Fram koma:
Gunnar Kristinn Óskarsson – Trompet
Ingibjörg Ragnheiður Linnet – Trompet
Ólafur Elliði Halldórsson – Trompet
Erling Róbert Eydal – Horn
Aurora Rósudóttir Luciano – Básuna
Jón Arnar Einarsson – Básúna
Steinn Völundur Halldórsson – Básúna
Breki Sigurðsson – Túba

Laufey Böðvarsdóttir, 28/12 2023

Gamlársdagur. Aftansöngur klukkan 18.00, séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.

Nýársdagur 1. janúar
Hátíðarmessa klukkan 11.00
Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn.
Kammersveitin Elja, en hana skipa:
Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla
Ísak Ríkharðsson, fiðla
Rannveig Marta Sarc, víóla
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló
Aron Jakob Jónasson, kontrabassi
Halldór Bjarki Arnarson, semball
2. janúar
Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30
3.janúar
Kammersveitin Elja kl. 20.00
Barokkveisla nýja ársins verður haldin í Dómkirkjunni þann
3. janúar 2024. Flutt verða verk eftir góðkunna kappa eins og Arcangelo
Corelli og Pietro Locatelli en auk þess dúkka upp verk eftir sjaldspilaðri
tónskáld eins og Diderich Buxtehude og François Couperin. Efnisskráin er bæði dramatísk og hátíðleg og í henni má að finna barokktónlist frá öllum hornum Evrópu.
Gæti verið mynd af 1 einstaklingur

Laufey Böðvarsdóttir, 27/12 2023

Þriðjudagur 26.desember

jólMessa kl. 11.00
Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.
Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30
Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 25/12 2023

Jóladagur 25. desember Hátíðarguðþjónusta kl. 11.00 Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Þriðjudagur 26.desember Messa kl. 11.00 Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 25/12 2023

Kæru vinir. Sóknarnefnd og starfsfólk Dómkirkjunnar óskar ykkur öllum gleðiríkra jóla og Guðs blessunar á nýju ári.

81030080_10157844970915396_6338805055205933056_n
Í dag aðfangadag eru þrjár guðþjónustur í Dómkirkjunni-
guðþjónustur þar sem sálin fær næringu af boðskapnum um ljósið sem skín í myrkrinu og blessar líf og heim.
24. desember aðfangadagur jóla
Dönsk messa kl. 15.00
Séra María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir, Kári Þormar organisti.
Aftansöngur kl. 18.00
Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar, sr. Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari, Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn.
Trompetleikarar: Jóhann Stefánsson og Sveinn Birgisson.
Miðnæturguðþjónusta kl. 23.30. Þá verða lesnir og sungnir níu lestrar og sálmar. Guðsþjónustan á sér fyrirmynd í guðsþjónustu sem fram hefur farið í Kings College í Cambridge á Bretlandi óslitið frá 1918.
Á milli lestra syngur söfnuðurinn jólasálma. Dómkirkjuprestarnir og Pétur Nói Stefánsson organisti leiða guðþjónustuna.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól!

Laufey Böðvarsdóttir, 24/12 2023

í dag á aðfangadegi jóla, kveikjum við á fjórða kertinu á aðventukransinum.

Aðventukransinn byggist á norður-evrópskri hefð. Hið sígræna greni táknar lífið sem er í Kristi og hringurinn táknar eilífðina. Fyrsta kertið nefnist spádómakertið og minnir á fyrirheit spámanna Gamla testamentisins er höfðu sagt fyrir um komu frelsarans. Annað kertið nefnist Betlehemskertið. Þar er athyglinni beint að þorpinu sem Jesús fæddist í, og þar sem ekkert rúm var fyrir hann. Þriðja kertið nefnist hirðakertið en snauðum og ómenntuðum fjárhirðum voru sögð tíðindin góðu á undan öllum öðrum. Fjórða kertið nefnist síðan englakertið og minnir okkur á þá sem báru mannheimi fregnirnar.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/12 2023

Aftansöngur í Dómkirkjunni klukkan 18.00 24. desember

Séra Sveinn Valgeirsson prédikar,
séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn syngur.
Trompetleikarar: Jóhann Stefánsson og Sveinn Birgisson.
Forspil: In dulci jubilo (Sjá himins opna hlið) eftir Johann Sebastian Bach, BWV 751.
Sálmur 36: Sjá, himins opnast hlið. Lag frá 14. öld; hjá Klug Wittenberg 1533. Texti: Björn Halldórsson.
Sálmur 49: Gleð þig særða sál. Lag: Sigvaldi Kaldalóns. Texti: Stefán frá Hvítadal.
Sálmur 31: Í Betlehem er barn oss fætt. Þýskt vísnalag frá um 1600. Texti: Valdimar Briem.
Sálmur 41: Það aldin út er sprungið. Ókunnur þýskur höfundur, lag frá 16. öld. Texti: Matthías Jochumsson.
Eftir predikun:
Sálmur 46: Í dag er glatt í döprum hjörtun. Lag: Wolfgang Amadeus Mozart. Texti: Valdimar Briem.
Sálmur 35: Heims um ból. Lag: Franz Grüber. Texti: Sveinbjörn Egilsson.
Hátíðasöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar.
Eftirspil: Fanfare – Rondeau eftir franska barokktónskáldið Jean-Joseph Mouret.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/12 2023

Helgihald og tónleikar í Dómkirkjunni um jól og áramót

Fimmtudagur 22. desember
Mozart við kertaljós kl. 21.00. Að venju lýkur tónleikunum á jólasálminn góða „Í dag er glatt í döprum hjörtum“.
24. desember aðfangadagur jóla
Dönsk messa kl. 15.00
Séra María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir, Kári Þormar organisti.
Aftansöngur kl. 18.00
Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar, sr. Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari, Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn.
Miðnæturguðþjónusta kl. 23.30. Þá verða lesnir og sungnir níu lestrar og sálmar. Guðsþjónustan á sér fyrirmynd í guðsþjónustu sem fram hefur farið í Kings College í Cambridge á Bretlandi óslitið frá 1918.
Á milli lestra syngur söfnuðurinn jólasálma. Dómkirkjuprestarnir og Pétur Nói Stefánsson organisti leiða guðþjónustuna.
Jóladagur 25. desember
Hátíðarguðþjónusta kl. 11.00
Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.
Þriðjudagur 26.desember
Messa kl. 11.00
Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.
Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30
Gamlársdagur 31.desember
Aftansöngur klukkan 18.00, séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.
Nýársdagur 1. janúar
Hátíðarmessa klukkan 11.00 Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn. Kammersveitin Elja, en hana skipa:
Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla
Ísak Ríkharðsson, fiðla
Rannveig Marta Sarc, víóla
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló
Aron Jakob Jónasson, kontrabassi
Halldór Bjarki Arnarson, semball
2. janúar
Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30
3.janúar
Kammersveitin Elja kl. 20.00
Barokkveisla nýja ársins verður haldin í Dómkirkjunni þann
3. janúar 2024. Flutt verða verk eftir góðkunna kappa eins og Arcangelo
Corelli og Pietro Locatelli en auk þess dúkka upp verk eftir sjaldspilaðri
tónskáld eins og Diderich Buxtehude og François Couperin. Efnisskráin er
bæði dramatísk og hátíðleg og í henni má að finna barokktónlist frá öllum
hornum Evrópu.
Gæti verið mynd af stöðuvatn og ljósaskipti

Laufey Böðvarsdóttir, 20/12 2023

Mozart við kertaljós í Dómkirkjunni 22.des. kl.21.00 Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika nú rétt fyrir jólin.

Mozart
Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í þrjátíu og eitt ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir og Guðrún Þórarinsdóttir víóluleikarar og Sigurður Haldórsson sellóleikari. Á dagskránni eru glæsileg verk eftir Mozart en það eru Kvartett fyrir klarinettu og strengi í B Dúr kv. 378 og Kvintett fyrir strengi í B Dúr kv. 174.
Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða,” Í dag er glatt í döprum hjörtum” eftir Mozart.
Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast þeir allir klukkan 21.00. Aðgangseyrir er kr. 3500 og kr. 2500 fyrir nemendur, öryrkja og eldri borgara og frítt inn fyrir börn. Miðasala við innganginn og á Tix.is

Laufey Böðvarsdóttir, 18/12 2023

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS