Dómkirkjan

 

Kæru vinir! Vinsamlega athugið að opna húsið verður ekki hjá okkur á fimmtudaginn eing og venjan er. Þess í stað þiggjum við heimboð í Seltjarnarneskirkju á morgun, þriðjudag kl. 12.30. Hittumst þar!

Bænastundin verður á morgun klukkan 12.00 en ekki matur og samvera í safnaðarheimilinu eftir stundina, þar sem við erum boðin í Seltjarnarneskirkju kl. 12.30.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/10 2023

Í opna húsinu á fimmtudaginn les Ástbjörn Egilsson úr bók eftir Jóhannes Bergsveinsson geðlækni. Jóhannes heitinn mætti alltaf til okkar í Opna húsinu, ljúfur og kátur. Í þessari hugljúfu og bráðskemmtilegu bók segir Jóhannes litlar sögur frá síðustu öld þegar hann var drengur og dvaldi á sumrin í Hvallátrum á Breiðafirði . Opna húsið er á fimmtudaginn klukkan 13.00-14.30. Kaffi, meðlæti og gott samfélag.

hæsnakofi

Laufey Böðvarsdóttir, 25/10 2023

Vers vikunnar: Lát ekki hið illa sigra þig en sigra þú illt með góðu. (Róm 12.21) Messa sunnudaginn 29. október klukkan 11.00 séra Jón Ásgeir Sigurvinsson, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 25/10 2023

Gleðidagur í Dómkirkjunni! Mag. theol. Daníel Ágúst Gautason var vígður sem æskulýðsprestur Grensáskirkju og Fossvogsprestakalls. Megi Drottin blessa séra Daníel Ágúst í lífi og starfi.

_GV_6891+

Laufey Böðvarsdóttir, 23/10 2023

Kæru vinir, okkur er boðið í Áskirkju fimmtudaginn 19. október hittumst þar klukkan 13.00. Verið velkomin þangað!

Laufey Böðvarsdóttir, 18/10 2023

Prestvígsla klukkan 11.00 sunnudaginn 22. október

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands vígir Daníel Ágúst Gautason. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur lýsir vígslu og vígsluvottar er sr. María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, sr. Pálmi Matthíasson, sr. Guðný Hallgrímsdóttir og sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Matthías Harðarson. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/10 2023

Kæru vinir á fimmtudaginn er okkur boðið í Áskirkju, hittumst þar klukkan 13.00. Á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í Dómkirkjunni og létt máltíð í safnaðarheimilinu eftir stundina. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar klukkan 20.00 öll þriðjudagskvöld. Tíðasöngur með séra Sveini, miðviku- og fimmtudag klukkan 9.15 og einnig klukkan 17.00 á fimmtudag. Örpílagrímaganga klukkan 18.00 á miðvikudaginn með séra Elínborgu. Á sunnudaginn er prestvígsla klukkan 11.00. Hlökkum til að sjá ykkur í safnaðarstarfi Dómkirkjunnar.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/10 2023

Björg Brjánsdóttir frumflytur sex ný einleiksverk fyrir flautu í Dómkirkjunni sunnudagskvöldið 15. október kl. 20. Tónskáldin eru eftirfarandi: Berglind María Tómasdóttir Haukur Þór Harðarson Ingibjörg Elsa Turchi Nanna Søgaard Páll Ragnar Pálsson Tumi Árnason Tónleikarnir eru um klukkustund að lengd og aðgangur ókeypis.

Björg-22

Laufey Böðvarsdóttir, 15/10 2023

Dásamleg messa í dag, þar sem Tónskóli Þjóðkirkjunnar og Dómkirkjan minnumst þess að 130 ár eru liðin frá fæðingu Páls Ísólfssonar tónskálds og dómorganista. Tveir nemendur Tónskólans þeir Hrankell Karlsson og Pétur Nói Stefánsson léku forspil og eftirspi l á orgelið. Séra Elínborg Sturludóttir prédikaði, Guðmundur Sigurðsson lék á orgelið og Dómkórinn söng. Eftir messuna flutti Bjarki Sveinbjörnsson fyrirlestur um ævi og störf Páls. Hjartans þakkir til ykkar allra sem komuð að messunni og góðra kirkjugesta.

387877528_736690275167789_5061012254460476515_n 387875881_736690285167788_4529469444112826960_n 387875401_736690348501115_7141326702821442046_n 387877560_736690398501110_4696698924233667132_n

Laufey Böðvarsdóttir, 15/10 2023

Messa á sunnudaginn klukkan 11.00 þar sem Páls Ísólfssonar er minnst.

Þann 12. október nk. eru 130 ár liðin frá fæðingu Páls Ísólfssonar orgel- og píanóleikara, hljómsveitar- og söngstjóra og tónskálds. Páll gegndi mörgum störfum en m.a. var hann dómorganisti við Dómkirkjuna í Reykjavík um árabil. Tónskóli Þjóðkirkjunnar og Dómkirkjan minnast þessara tímamóta með messu í Dómkirkjunni þann 15. október nk. kl. 11 þar sem nemendur Tónskólans leika forspil og eftirspil eftir Pál Ísólfsson og Max Reger.
Víst ertu Jesús, kóngur klár. Höf. Páll Ísólfsson. Hrafnkell Karlsson leikur.
Eftirspil: Introduktion und Passacaglia. Höf. Max Reger, kennari Páls Ísólfssonar. Pétur Nói Stefánsson leikur.
Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.
Kl. 12:30 flytur Bjarki Sveinbjörnsson fyrirlestur í safnaðarheimili Dómkirkjunnar um ævi og störf Páls. Kirkjukaffi.
Verið öll hjartanlega velkomin!:

Laufey Böðvarsdóttir, 12/10 2023

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS