Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar er með fund í dag kl. 17 í safnaðarheimilinu. Kirkjunefndin var stofnuð 1930 til að standa að prýði Dómkirkjunnar og vinna að líknarmálum. Það er ótrúlegt hvað þessi hópur hefur áorkað í gegnum tíðina en um leið sannað hvað er hægt með samvinnu, dugnaði og kærleika. Hér koma myndir sem teknar voru á 80 ára afmæli félagsins.


Frá Óla Jóni og Sigga Jóni:
Í kvöld verður Ungdóm-samveran með öðru sniði en venjulega. Við ætlum að horfa saman á bíómynd og gæti samveran því lengst í annan endan að fram til 21:30. Við erum með þrjár skemmtilegar bíómyndir (The Prince of Egypt/Despicable Me/Argo) í huga en þeir sem koma tímanlega fá að hjálpa okkur að velja myndina sem horft verður á. Boðið verður upp á popp og eitthvað svalandi að drekka með. Vonumst til að sjá sem flesta :)
Kær kveðja
Óli Jón og Siggi Jón
Laufey Böðvarsdóttir, 10/3 2014
Laufey Böðvarsdóttir, 10/3 2014
Messa kl. 11 fyrsta sunnudag í föstu. Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Feðgarnir Björn Alexander Þorsteinsson og Þorsteinn Siglaugsson lesa ritningarlestrana, en Björn Alexander fermist nú í vor í Dómkirkjunni. Barnastarfið á kirkjuloftinu, börnin koma í kirkjuna og taka þátt í upphafi messu en fara síðan í fylgd fræðara upp á kirkjuloftið þar sem þau eiga sína samveru, sögur, söng og leiki. Tveir ungir menn, Ólafur Jón Magnússon og Sigurður Jón Sveinsson annast barnastarfið af mikilli prýði. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista.
Laufey Böðvarsdóttir, 6/3 2014
Bingó á dag, fimmtudag sem Ástbjörn stjórnar. Dagbjört er með kræsingar með kaffinu, Hlökkum til að sjá ykkur.
Opna húsið er frá 13:30-15:30.
Laufey Böðvarsdóttir, 6/3 2014
Í kvöld, mánudagskvöld ætlar Ungdóm hópurinn að fara í Laser-tag kl. 20 að Salavegi 2, Kópavogi. Herlegheitin fara fram á þar til gerðum velli í kjallara hússins (sama hús og Nettó, nálægt Lindakirkju) og er gegnið inn að norðanverðu. Öll börnin eru hvött til að mæta í fötum sem þægilegt er að hreyfa sig í. Spilaðir verða tveir leikir og kostar það allt í allt 1500 kr. á mann. Reiknað er með því að dagskrá verði lokið um kl. 21. Mikilvægt er að mæta tímanlega kl. 19:55! Mæting í Kópavog, sniðugt er að sameina í bíla.
Á morgun, þriðjudag er bænastund í hádeginu sem séra Anna Sigríður leiðir og léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að henni lokinni.
Á fimmtudaginn er bingó í opna húsinu sem Ástbjörn okkar stjórnar og góðar kaffiveitingar.
Á sunnudaginn er messa þar sem séra Karl Sigurbjörnsson prédikar og þjónar fyrir altari. Séra Hjálmar kemur aftur til starfa um miðjan mánuðinn.
Laufey Böðvarsdóttir, 3/3 2014

Sveinn Einarsson var með fróðlegan fyrirlestur um Guðmund Kamban leikskáld. Guðmundur var myrtur á frelsisdegi Dana 5. maí 1945. Sveinn gaf út bók um Kamban á síðsta ári og þessi fyrirlestur kveikti áhugann hjá viðstöddum að fræðast meira um líf og störf þessa merka manns.
Laufey Böðvarsdóttir, 3/3 2014
Kór Menntaskólans í Reykjavík syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista við æskulýðsmessu 2. mars kl. 11.
Séra Anna Sigríður Pálsdóttir leiðir guðþjónustuna, æskulýðsleiðtogarnir Ólafur Jón og Sigurður Jón ásamt fermingarbörnum taka virkan þátt í messunni. Messukaffi í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 1/3 2014

Það var líf og fjör á prjónakvöldinu. séra Karl fór á kostum og mikið hlegið.
Yngsti gesturinn þriggja ára og sá elsti á eitt ár í nírætt, ekkert kynslóðabil hér á bæ. Séra Karl sagði hann frá hannyrðum móður sinnar, frú Magneu Þorkelsdóttur sem hefur verið einstaklega listfeng. Magnea saumaði m.a. hökul eftir teikningu Nínu Tryggvadóttur. Séra Karl sagði góðar og skemmtilegar sögur. Þökkum við honum og ykkur öllum sem komu fyrir sérlega gott kvöld
Laufey Böðvarsdóttir, 27/2 2014