Dómkirkjan

 

Messa kl. 11 sunnudaginn 23. febrúar

Séra Karl Sigurbjörnsson prédikar og séra Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari. Skemmtilegt barnastarf á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar  Jóns. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Eftir messu er fundur og fræðsla með ferningarbörnum og forráðamönnum þeirra í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/2 2014

Við ætlum að fjölmenna á sýningu á Grund, eftir opna húsið á dag, fimmtudag.

Í dag 20. febrúar verður ekki áður auglýst hláturjóga, það verður seinna í vor. Þess í stað fáum við gott kaffi og meðlæti hjá Dagbjörtu, sannkölluð kaffihúsastemmning við Tjörnina. Síðan ætlum við að þiggja boð Guðrúnar Gísladóttur á Grund og fjölmenna á sýningu Arndísar Sigurbjörnsdóttur, listakonu í hátíðarsal Grundar.

Fimmtudaginn 20. febrúar verður haldin sýning í hátíðasal Grundar  á handunnum  munum eftir listakonuna Arndísi Sigurbjörnsdóttur.  Hún saumar og prjónar allt sem nöfnum tjáir að nefna, álfa, tröll og allskyns furðufígúrur, veski, tertur, ávexti og myndir. Sjón er sögu ríkari. Sýningin verður í hátíðasal frá kl. 13:00 -17:00 og gestum verður boðið upp á kaffisopa. Allir hjartanlega velkomnir. Ókeypis aðgangur.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/2 2014

Bæna-og kyrrðarstund í dag

Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag kl. 12:10-12:30. Ljúffengur hádegisverður í safnaðarheimlinu, Lækjargötu 14a að bænastund lokinni. Það er ljúft að eiga góða samverustund í Dómkirkjunni og koma endurnærð út í amstur dagsins. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/2 2014

Sr. Karl, biskup ásamt mæðgunum Agnesi Guðrúnu og Rögnu.

Agnes Ragna 006

Í gær, 16. febrúar, lásu þær  mæðgur Agnes Guðrún Magnúsdóttir og Ragna Árnadóttir  ritningarlestrana. 

Hér eru þær ásamt sr. Karli Sigurbjörnssyni, biskup að lokinni fallegri messu á þessum sólríka vetrardegi.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/2 2014

Messur á morgun, sunnudag kl. 11:00 og 20:00

Á  morgun, sunnudaginn 16. febrúar, sem er fyrsti sunnudagur í níuviknaföstu, er messa og barnastarf  kl. 11:00. Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Mæðgurnar Agnes Guðrún Magnúsdóttir og Ragna Árnadóttir lesa ritningarlestrana. Sönghópurinn Boudoir syngur undir stjórn Julian Hewlett, organista. Skemmtilegt og fræðandi barnastarf á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Hjartanlega velkomin.

Æðruleysismessa kl. 20:00  sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Karl V. Matthíasson þjóna. Falleg tónlist, prédikun, og bæn.  Þórir leikur á flygilinn. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/2 2014

Æðruleysismessa kl. 20 sunnudaginn 16. febrúar

Æðruleysismessa  sunnudagskvöld kl 20:00.  Falleg tónlist, predikun, og bæn.

Sr. Anna Sigríður og sr. Karl Matthíasson þjóna.

Hjartanlega velkomin.

 

 

 

Laufey Böðvarsdóttir, 14/2 2014

Velkomin til okkar í Opna húsið í dag.

Velkomin til okkar í Opna húsið í safnaðarheimilinu í dag, frá 13:30-15:30. Sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup ætlar að fræða okkar um Hallgrím Pétursson, þann merka mann.
Gómsætar veitingar að hætti Dagbjartar og góður félagsskapur.
Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 13/2 2014

Sönghópurinn Boudoir syngur við messu sunnudaginn 16. febrúar

Sunnudaginn 16. febrúar er messa kl. 11 sr. Karl Sigurbjörnsson  prédikar og þjónar fyrir altari. Sönghópurinn Boudoir syngur undir stjórn Julian Hewlett, organista. Skemmtilegt og fræðandi barnastarf á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/2 2014

Sr. Þórir Stephensen sagði sögu Dómkirkjunnar, sem er mikil og merkileg.

Í dag kom sr. Þórir Stephensen og sagði sögu Dómkirkjunnar, sem er mikil og merkileg.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/2 2014

Bæna-og kyrrðarstund í dag kl. 12:10-12:30.

Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag kl. 12:10-12:30. Léttur hádegisverður í safnaðarheimlinu, Lækjargötu 14a að bænastund lokinni. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/2 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS