Dómkirkjan

 

Það er vel við hæfi að fá Ástu Valdimarsdóttur leiðbeinanda í hláturjóga til okkar í dag  á alþjóðlega hamingjudeginum. Rannsóknir sýna m.a.  að hlátur minnkar streituhormón og minnkar bólgur í æðum. Mætum í dag og höfum gaman.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/3 2014

Ásta Valdimarsdóttir verður gestur okkar á fimmtudaginn í opna húsinu

Ásta Valdimarsdóttir hláturjógaleiðbeinandi, verður gestur okkar á fimmtudaginn í opna húsinu.  Ásta var búsett í Noregi um nokkurra ára skeið og þar lærði hún hláturjóga 2001 hjá Francisku Munch Johansen. Síðan hefur hún verið hláturjógaleiðbeinandi bæði í Noregi og Íslandi. Hún hefur sótt námskeið í hláturjóga hjá Dr. Madan Kataria. Skemmtilegur og hláturríkur fimmtudagur framundan hjá okkur. Hlökkum til að sjá ykkur, Dagbjört verður með gómsætt meðlæti með kaffinu. Opna húsið er frá 13:30-15:30.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/3 2014

Minnum á Ungdóm í kvöld 19.30 – 21.00

 

Í kvöld verður leikjakvöld í safnaðarheimilinu kl. 19:30. Boðið verður upp á alls kyns hressa leiki og endað með stuttri helgistund. Vonumst til að sjá sem flesta :) 

Kær kveðja

Óli Jón og Siggi Jón

 

Laufey Böðvarsdóttir, 17/3 2014

Æðruleysismessa kl. 20 í kvöld 16. mars, verið velkomin

Æðruleysismessa kl. 20, séra Karl Matthíasson prédikar, séra Anna Sigríður Pálsdóttir og séra Bryndís Valbjarnardóttir þjóna. Ástvaldur Traustason leikur á flygilinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/3 2014

Prédikun séra Hjálmar frá því í dag, má sjá hér undir prédikanir

Laufey Böðvarsdóttir, 16/3 2014

Falleg messa í dag, séra Hjálmar kominn aftur til starfa eftir veikindaleyfið, hressari sem aldrei fyrr. Við þökkum fyrir hans góða bata. Feðginin Veronika Sesselju Lárusdóttir og Lárus Valgarðsson lásu ritningarlestra dagsins, en Veronika fermist á hvitasunnudag í Dómkirkjunni. Þið sem misstuð af messunni í dag getið hlustað á hana á ruv.is

IMG_0676

Laufey Böðvarsdóttir, 16/3 2014

Við erum þakklát hér í Dómkirkjunni að hafa fengið séra Karl Sigurbjörnsson biskup til okkar í afleysingar. Þetta hefur verið skemmtilegur tími og gott að vinna með séra Karli. Í smiðju hans er gott að leita og hann hefur hvatt okkur áfram með ráðum og dáð. Alúðarþakkir

IMG_0642IMG_0639IMG_0640

Laufey Böðvarsdóttir, 16/3 2014

Séra Hjálmar er hjartanlega boðinn velkominn aftur eftir veikindaleyfið, hann prédikar og þjónar í dag kl. 11

Messa kl. 11. Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista.

Barnastarfið á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.

Feðginin Veronika Sesselju Lárusdóttir og Lárus Valgarðsson lesa ritningarlestra dagsins en Veronika fermist nú í vor í Dómkirkjunni,

Æðruleysismessa kl. 20, séra Karl Matthíasson prédikar, séra Anna Sigríður Pálsdóttir og séra Bryndís Valbjarnardóttir þjóna. Ástvaldur Traustason leikur á flygilinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/3 2014

Í dag, laugardag er fermingarfræðsla í safnaðaheimilinu kl. 13

Laufey Böðvarsdóttir, 15/3 2014

Þórey Dögg, framkvæmdastjóri ellimálaráðs og séra Karl, biskup slógu á létta strengi í opna húsinu í gær.

Mars 2014 019

Laufey Böðvarsdóttir, 14/3 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS