Dómkirkjan

 

Séra Anna Sigríður prédikar og þjónar fyrir altari á morgun, 29. júní

Messa á morgun 29. júní kl. 11, séra Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Dómkirkjunnar og organisti er Kári Þormar. Hjartanlega velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 28/6 2014

Biskup Íslands hefur skipað séra Svein Valgeirsson samkvæmt niðurstöðu valnefndar Dómkirkjunnar í embætti dómkirkjuprests frá 1. september að telja.

Dómkirkjan býður séra Svein Valgeirsson velkominn til starfa í haust  og óskar honum og fjölskyldu hans allra heilla.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/6 2014

Strengjasveitinn Spiccatto með tónlleika 28. og 29. júní

Uppáhalds Barokktónlist

Laugardagur 28. júní kl. 20
Sunnudagur 29. júní kl. 20
- 2000 kr.
  
Baroque Favourites
Saturday 8pm  June 28.
Sunday  8pm  June 29.
‘Spiccato Strings’ in Dómkirkjan
- 2000 kr.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/6 2014

Verið velkomin á bæna-og kyrrðarstund í Dómkirkjunni í dag kl. 12:10-12:30. Léttur hádegisverður og góð samvera í safnaðarheimilinu við Vonarstræti að henni lokinni.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/6 2014

Hátíðlegur dagur í Dómkirkjunni í gær, Theodór Arnar Björnsson var fermdur og þrjú börn voru færð til skírnar, þau Bjørk, Magni Þór og Olivia Guðrún. Hjartans hamingjuóskir færum við þeim öllum og fjölskyldum þeirra. Margrét Hannesdóttir söng einsöng, en hún lauk masterprófi í söng frá Princeton Í BNA og mun syngja Norinu í Don Pasquale í Þýskalandi nú í sumar. Kammerkór Dómkirkjunnar og organisti var Kári Þormar
IMG_1614IMG_1618IMG_1617
IMG_1608IMG_1612

Laufey Böðvarsdóttir, 23/6 2014

Margrét Hannesdóttir syngur einsöng í messunni í dag

Messa kl. 11 i dag 22. júní, séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Margrét Hannesdótti syngur einsöng, Kammerkór Dómkirkjunnar og organisti er Kári Þormar.  Skírn og fermdur verður Theodór Arnar Björnssson. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/6 2014

Messa kl. 11 sunnudaginn 22. júní. Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Dómkirkjunnar og organisti er Kári Þormar. Skírn og fermdur verður Theodór Arnar Björnsson.
Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/6 2014

Guðþjónusta 17. júní kl. 10:15

Séra Valgeir Ástráðsson prédikar.

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir og sr. Hjálmar Jónsson þjóna fyrir altari.

Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Einsöngvari Vígþór Sjafnar Zóphaníasson.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/6 2014

Óskum séra Jakobi til hamingju með bókina

Nú er bókin Dómkirkjan í Reykjavík III, Á aldahvörfum eftir sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson komin úr prentun. Klukkan 12 í dag, föstudag afhendir séra Jakob bókina til þeirra sem hafa pantað (í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a). Bókin er til sölu hjá okkur, verið velkomin. Það verður áhugavert og gaman að lesa bókina og við óskum séra Jakobi til hjartanlega til hamingju.

Dómkirkjan í Reykjavík III, Á aldahvörfum er 154 blaðsíður í pappírskilju, ríkulega prýdd myndum. Áherslan fyrst og fremst á starfinu í Dómkirkjunni og á vegum safnaðar hennar. Margt fólk hefur komið að þar við sögu og er sjálfsagt að hlut þess séu gerð skil, svo mjög sem allt það sem fram hefur farið hefur byggst á framlagi þess.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/6 2014

Messa kl. 11 sunnudaginn 15. júní, séra Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Kári Þormar og Dómkórinn syngur undir stjórn Kára. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/6 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...