Guðrún Árný syngur og leikur á píanó eigin lög og lög eftir bróður sinn Hilmar Karlsson í bland við þekkt dægurlög. Með henni eru Kristján Grétarsson á gítar, Birgir Steinn Theodorsson á bassa og Árni Friðberg Helgason á slagverk. Hugljúfir og notalegir tónleikar.
Tónleikar kl. 21 á menningarnótt.
Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari kanna víðilendur kabarettsins og óperunnar á einu og sama kvöldinu. Á fyrri hluta tónleikanna verður dreypt á gylltum veigum óperubókmenntanna en á síðari hlutanum dembum við okkur með höfuðið á undan í söngleikja og kabarettheiminn. Flutt verða verk eftir Mozart, Puccini, Dvorak, Schönberg, Bolcom og Sondheim. Búast má við leynigestum!
Hér má sjá hluta af gömlu altaristöflu sem kom upphaflega í kirkjuna 1818. Í bókinni Kirkjur Íslands 18, bls. 95 stendur m.a. um hana: Í skoðunargerð á Dómkirkjunni frá 1818 er taflan sögð ný og ,,meget ziirlig” þ.e. mjög falleg. Altaristaflan er að öllum líkindum dönsk en málarinn er óþekktur.Taflan sýnir bæn Jesú í Getsemane sem sagt er frá í 22. kafla Lúkasarguðspjalls.
Messa sunnudaginn 17. ágúst kl. 11. Séra Hjálmar Jónsson prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Barn borið til skírnar og fermingarfræðslan hefst með þessarri guðsþjónustu. Eftir messu verður kynningarfundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra. Kammerkór Dómkirkjunnar og organisti er Kári Þormar. Hjartanlega velkomin til messu.
Blessuð sólin farin að skína á okkur hérna við Tjörnina og miðbærinn iðar af lífi. Minni á tónleika strengjasveitarinnar Spiccato í kvöld kl. 20:00. Á morgun kl. 12.10 er bæna-og kyrrðarstund, þar mætir trúfastur og góður hópur í viku hverri. Allir eru velkomnir, það er vel tekið á móti nýju fólki. Að bænastund lokinni er haldið í safnaðarheimilið við Vonarstræti í léttan hádegisverð. Á morgun þriðjudag fáum við tvo “gestakokka” en það er kærleiksríkir sjálfboðaliðar sem ætla að töfra fram eitthvað gómsætt. Hlökkum til að sjá ykkur.
Strengjasveitin Spiccato leikur sína eftirlætisbarokktónlist í Dómkirkjunni í kvöld kl. 20. Strengjasveitina skipa þau:
Ágústa María Jónsdóttir, Dóra Björgvinsdóttir Hlíf Sigurjónsdóttir Maria Weiss Martin Frewer, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Sarah Buckley,Sesselja Halldórsdóttir, Arnþór Jónsson Lovísa Fjeldsted og Páll Hanneson. Miðaverð 2000. Verið velkomin að njóta.